blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaöiö
R0SS0P0M0D0R0
JÓLAMATUR AÐ HÆTTI MARCELLO
Á LAUGAVEGI 40 FRÁ 6 DES
Annie Friesinger frá Þýskaiandi fagnar hér eftir aö hafa sigrað 1SOO metra hraðakeppni
á skautum á ISU heimsmeistaramótinu á Thiaif leikvangnum í Heerenveen í Hollandi í
gær. Friesinger vann mótið með tímanum 1.54.66
MyndReuters
Celtic heldur fyrsta sætinu
Celtic endurheimti fyrsta sæti
skosku úrvalsdeildarinnar eftir að
hafa lagt Aberdeen að velli með
þremur mörkum gegn einu. Winter
kom heimamönnum yfir eftir 52
mínútur, en þá kom góður kafli
Celtic manna og þeir skoruðu þrjú
mörk á ellefu mínútum. Það voru
þeir McGeady, Petrov og Telfer sem
skoruðu mörk Celtic. Með þessum
sigri náði Celtic eins stigs forystu
á Hearts sem er í öðru sæti skosku
Úrvalsdeildarinnar.
Liverpool heimsækir
Luton í Enska bikarnum
Dregið var í þriðju umferð ensku bik-
arkeppninnar í gær.
Þrjú efstu liðin í úrvalsdeildinni
fá auðvelda leiki. Eiður Smári og
félagar í Chelsea fá Huddersfield í
heimsókn, Leikmenn Manchester
United mæta sigurvegaranum í
West Bromwich Albion v Reading
Fulham v Leyton Orient
Brighton v Coventry
Wolves v Plymouth
Port Vale eða Bristol Rovers v Boston eða Doncaster
Sheffield Wednesday v Charlton
Torquay v Birmingham
Manchester City v Scunthorpe
Newcastle United v Mansfield
Luton Town v Liverpool
Preston v Crewe
Stoke vTamworth
Derby v Burnley
Southampton v MK Dons
Blackburn v QPR
Arsenal v Cardiff
Stockport v Oldham eða Brentford
Norwich v West Ham
Ipswich v Portsmouth
Wiganv Leeds
Sunderland v Woking eða Northwich Victoria
Chelsea v Huddersfield
Cheltenham Town eða Oxford United v Chester City
Leicester vTottenham
Watford v Bolton
Sheffield United v Colchester United
Nuneaton Borough eða Histon v Middlesbrough
Hull City v Aston Villa
Barnsley eða Bradford v Walsall
Burton Albion eða Burscough v Manchester Uníted
Crystal Palace v Stevenage Borough eða NorthamptonTown
Millwall v Everton
Leikirnir verða spilaðir helgina 7 og 8 janúar.
viðureign Burton og Burscough og
Liverpool sækja Luton Town heim.
Bikarmeistararnir í Arsenal fá
Cardiff í heimsókn á Highbury.
Aðrir leikir í 32 liða úrslitum verða
þessir:
Knattspyrna innanhúss
Keflavík og Breiðablik
íslandsmeistarar
Keflavík varð í gær Islandsmeistari
karla í knattspyrnu innanhúss er
þeir lögðu KR að velli 1-0 í Laugar-
dalshöll. Breiðablik vann einnig
KR í úrslitaleik kvenna í vítaspyrnu-
keppni enþað var jafntefli eftir venju-
legan leiktíma og framlengingu 1-1.1
samtali við Blaðið var Guðmundur
Magnússon þjálfari Breiðabliks að
vonum ánægður með þennan sigur.
„Eins og við lögðum þetta upp fyrir
mót þá ætluðum við okkur sigur
og eins og umræðan hefur verið þá
eigum við að vinna allt sem hægt
er að vinna. Það var pressa á okkur
fyrir þetta mót og ég er mjög feginn
að við skyldum klára þetta með
sigri." Guðmundur segir að þetta
mót sé gjörólíkt utanhúsmótinu og
gefi því ekki rétta mynd af því sem
koma skal í sumar.
íslandsmeistarar Breiðabliks
í innanhússknattspyrnu
Keane til Real Madrid ?
Real Madrid eru taldir líklegastir til
að fá fyrrum fyrirliða Manchester
United, Roy Keane, til liðs við sig.
Keane er búinn að vera í viðræðum
við spænska liðið undanfarna daga
og er rætt um 18 mánaða samning.
Búist er við að Keane komi til með
að skoða sín mál næstu daga og taka
svo endanlega ákvörðun um fram-
tíð sína. Fleiri lið hafa sýnt Keane
áhuga. Sam Allardyce knattspyrnu-
stjóri Bolton lét hafa eftir sér: „Ef
Keane vill ekki flytja af svæðinu þá
erum við fullkomnir fyrir hann.“
Keane sem má ekki skrifa undir
nýjan samning fyrr en 1 janúar
hefur haldið sér í góðu formi síðan
hann yfirgaf Old Trafford og er klár
fyrir endurkomu í janúar.
Mynd/Benedikt Oulmundsson
Montgomerie sigraði í Hong Kong
Skoski kylfingurinn Colin Mont-
gomerie vann opna Hong Kong golf-
mótið í gær. James Kingston hafði
eins höggs forskot á Montgomerie
þegar ein braut var eftir en þá gerði
James tvöfaldan skolla og klúðraði
sigrinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Kingston tapar móti á síðustu
holu en fyrir ári síðan tapaði hann
fyrir Spánverjanum Miquel Angel
Jimenez á lokaholu mótsins. Montg-
omerie lék á 271 höggi, 9 undir pari
einu höggi á undan Kingston. Með
sigrinum kom Montgomerie sér í ní
unda sæti heimslistans og er fimmti
tekjuhæsti kylfingurinn á Evrópu-
mótaröðinni á keppnistímabilinu
sem er nýhafið.