blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 24
32 I MEWNING MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaöiö DÁDÝRA CARPACCIO OG FLEIRA Á JÓLASEÐLINUM Á LAUGAVEGI 40 Jólasveinarnir kynntir með nýjum jólasögum eftir Bergljótu Arnalds Ferskir jólasveinar koma til byggða BlaÖiÖ/Steinar Hugi Össur hrífst af bók Ingólfs Bergljót Arnalds er að góðu kunn fyrir fræðandi barna- bækur sínar, en þær hafa verið með allra vinsælustu bókum yngstu kynslóðarinnar undanfar- inn áratug. Má þar nefna Stafa- karlana, Talnapúkann og Tótu og tí mann, sem hafa reynst afar heilla- drjúgar við að kenna börnum staf- rófið, tölurnar og á klukku. Um þessar mundir kemur hins vegar út ný bók eftir Bergljótu, sem ber nafnið Jólasveinasaga og þar kveður við eilítið nýjan tón. Sagan er í forgrunni, en fræðsluhlut- verkið siglir í kjölfarið. „Já, þetta er nokkur breyting,“ segir Bergljót. „Mig hefur lengi langað til þess að skrifa sögu um jólasveinana, því að þetta eru auðvitað skemmti- legir og skrýtnir karlar. Þá hefur Grýla ekki síður mikil karakter- einkenni. Ég vissi í sjálfu sér ekki hvernig sagan ætti að vera fyrr en ég settist niður og skrifaði hana. Ég vissi það samt að ég myndi vilja leyfa eðli jólasveinanna, hvers og eins, að vera í forgrunni, þannig að krakkarnir séu einhvers vísari um það hvers vegna Hurðaskellir heitir Hurðaskellir og svo framvegis.“ Umhvað ersagan? „í bókinni er Grýla orðin afar þreytt á því hvað öll börn eru orðin þæg og góð, sem best sést á því að það er aldrei nokkurt barn soðið í Grýlu- potti lengur. Hún bregður því á það ráð að koma í veg fyrir að jólasvein- arnir komist til byggða þessi jólin í von um börnin verði óþæg þegar ekkert kemur í skóinn. Þetta gerir hún með því að láta hvern jólasvein falla á sínum eigin skapgerðarbresti eða persónueinkenni. Að því leyti er bókin ekki algerlega ólík fyrri bókum mínum, þetta er kynning á hverjum jólasveini og einkennum hans, en hver þeirra fær sína opnu í bókinni." Erhún þá œtluð til þess að lesa eftir því sem jólasveinarnir tínast til byggða? „Það er kjörið en ekki nauðsynlegt. Ég gæti þess líka að halda textanum innan skynsamlegra marka og sam- spil mynda og texta skiptir miklu. Svo er ekki ósvipaður húmor og var í fyrri bókunum, þannig að það er alltaf fjör og eitthvað í gangi á hverri opnu. Fólk getur því tekið bókina í skömmtum eftir tilefni.“ En þú ferð aðeins út fyrir þessa hefðbundnu jólasveinalýsingar, ekki satt? Það er enginn jólasveinn að sjúga ærnar, svo dæmi sé tekið... „Jú, ég leyfi mér að fara aðeins út fyrir hefðina. Bæði þarf maður að fá smárými með persónurnar í svona sögu, en þetta þarf líka að vera í einhverjum tengslum við það, sem börnin þekkja. Ég er ekkert feimin við það, jólasveinarnir hafa þróast í gegnum aldirnar og mér finnst ekk- ert að því að þróa þá aðeins áfram. Þar fyrir utan er bókin gefm út sam- tímis á íslensku og ensku og það hefur sín áhrif.“ Hafa útlendingar áhuga á íslensku jólasveinunum? „Já, það held ég. Ferðamenn sýna svona öngum íslenskrar menningar áhuga og ég heyri það á útlendingum að þeim finnst þetta forvitnlegt og jafnvel öfundsvert, að eiga þrettán jólasveina og fá f skóinn svona dug- lega fyrir jólin.“ Þú ert sumsé komin með jólasveinana íútrás? „Já, ég held að öll góð menning eigi erindi innanlands sem utan. Við hikum ekki við að kynna okkur menningu annara þjóða og ég held að meðal þeirra finnist fólk, sem hafi áhuga á íslenskri þjóðmenningu.“ Nú er það erlendur teiknari, sem myndskreytir bókina. Er hann að ná þessu? „Já, mér finnst það. Það tók samt mismikinn tíma fyrir hann að ná sumum sveinunum og hann ætlaði aldrei að ná að teikna rétta Grýlu. Ég stóð yfir honum og reyndi að útskýra hver Grýla væri, en sjálfsagt eigum við öll okkar eigin Grýlu og verðum seint ánægð með annara útgáfu af henni. En mér finnst þetta hafa tekist afar vel hjá honum. Það var kannski líka ágætt að fá útlending í þetta, því hann var ekki jafnbundinn af fyrir- framgefnum skoðunum á jólasvein- unum. Þeir koma því ferskir inn.“ Ætlarðu að halda áfram á þessari braut? „Það er aldrei að vita hvort maður gerir það ekki. Það er af nógu að taka í íslenskum þjóðsögum og þjóðmenningu." Bergljót Arnalds.„Svo er ekki ósvipaður húmor og var í fyrri bókunum, þannig að það er alltaf fjör og eitthvað i gangi á hverri opnu. Fólk getur þvi tekið bókina í Össur Skarphéðinsson skrifar ítarlegan pistil um bók Ingólfs Margeirssonar, Öllu er afmörkuð stund, á heimasíðu sinni. Hann er stórhrifinn og segir meðal annars: ,Fyrir nokkrum árum fékk Ingólfur heilablóðfall. Ég hitti hann af til- viljun í Hrútafirði á miðju sumri í Staðaskála á leiðinni norður í Hrísey. Mér fannst hann gugginn. Nú hefur þessi gamli rithöfundur og fjölmiðl- ungur skrifað stórmerkilega bók um þessa lífsreynslu. Ég tók hana upp með hálfum huga en lagði hana ekki frá mér fyrr en ég hafði lesið hana - frá orði til orðs. Það er mikil kúnst að geta skrifað svo skemmtilega bók um áfall sem leggur mann næstum að velli. Það birtist eiginlega ótrú- legur kraftur í þessari bók. Bók Ingólfs er augljóslega skrifuð af manni sem hefur lent í miklum lífsháska, og veit að honum er ekki að fullu lokið. Hann er þakklátur og auðmjúkur gagnvart guði og lífinu. En það er engin beiskja eða uppgjöf. Bókin er þvert á móti full af hráum lífskrafti, sem alveg einsog á þeim dögum sem við strákarnir litum á hann sem stórveldi á Þjóðviljanum er mýkt af fallegri viðkvæmni sem skáldin ein búa yfir. Húmor andspænis háska er besta leiðin til að þroska æðruleysi - og sjá eigin vanda í bjartara ljósi. Undir- tónn og ívaf frásagnarinnar hjá Ing- ólfi er notalegur húmor. Allra besti kaflinn er karaktersafnið af Grens- ásdeildinni sem hann leiðir fram á síðunum - og verðskuldar í rauninni heila bók. Þar er hann beinlínis fynd- inn! Maður skellir upp úr þegar bif- vélavirki, sem skaddaðist þannig að hann er haldinn óhóflegri kvensemi, kveður sinn gamla vin og þrýstir í fang hans svörtum plastpoka með gömlum klámspólum! Og Ingólfur - sem er gamall og nýr lífsnautnamaður - dæsir undan matnum á Grensásdeild- inni og veltir því fyrir sér hvort það eigi að verða örlög hans að lifa af heilablóðfall - en falla fyrir matreiðslu heilbrigðiskerfisins? Það er enginn einsemdar- eða ve- sældarbragur á þessari bók. Hún er heldur ekki sjúklingasaga. Hún er einfaldlega órúlega vel skrifuð bók, þar sem hvergi er dauður punktur, og frábær penni með auga fyrir því skondna í tilverunni segir hvernig honum reiddi af í gegnum gríðar- legan brotsjó í lífinu. Hann gerir það á einlægan og hjartnæman hátt.“ „Það er mikil kúnst að geta skrifað svo skemmtilega bók um áfall sem leggur mann næstum að velli. Það birtist eigin- lega ótrúlegur kraftur I þessari bók," segir össur Skarphéðinsson um bók Ingólfs Margeirssonar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.