blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaðið - - ' R0SS0P0M0D0R0 5 RÉTTA JÓLAMATSEÐILL FRÁ 6 DES. KR 4800 Skreytt fyrir jólin BMWFrikki Landsmenn eru í óöa önn aö koma upp jólaskreytingum enda ekki nema tæpar þrjár vikur til jóla. Á Bústaðarvegi stendur eflaust eitt þekktasta einbýlishús landsins þegar kemur aö jólaskreytingum og aö vanda mikið lagt í aö gera þær sem veglegastar. Halldór Kiljan Laxness: Afsalaði sér helstu eignum er honum fór að förlast I ævisögu Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson er greint frá því að Nóbelsskáldið gerði kaup- mála við Auði konu sína er hann tók að hraka andlega. Afleiðingin var sú að börn Laxness erfðu hann í mis- miklum mæli. Halldór Kiljan Laxness og Auður, kona hans, gerðu með sér kaupmála í lok árs 1990, en í honum voru allar helstu eignir Nóbel- skáldsins gerðar að séreign Auðar. Afleiðing þessa var að dætur þeirra erfðu helstu eignir hans nær óskiptar, en eldri börn Laxness ekki. Á þessum tima hafði Halldór gerst hrumur svo eftir var tekið og fjölskylda hans hefur áður greint frá. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í síðasta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, en það kom út um helgina. í bókinni er sögð af því fræg saga er Halldór Kiljan sótti sextugs- afmæli sonar síns, Einars Kiljans Laxness, hinn 9. ágúst 1991 og kann- aðist ekki við fyrri konu sína, Ingi- björgu Einarsdóttur. Á hinn bóginn hafi Auður Sveinsdóttir, seinni kona Laxness, ekki þurft að kvarta, því rösku hálfu ári áður hafði skáldið afsalað sér nær öllum eigum sínum í hendur henni. Auðurinn til Auðar Auður Sveinsdóttir gerði kaupmála við __ Laxness 13. des- ember 1990, og voru vottar að réttri dag- setningu, undir- skrift og fjárræði þau Svala Thorl- acius, hæstarétt- arlögmaður, og Ólafur Ragnars- son, útgefandi í Vöku-Helgafelli. Samkvæmt honumvorusér- eignir Auðar fasteignin Gljúfrasteinn með lóð og bílskýli og allt innbú á Gljúfra- steini og einnig allt innbú á Fálkagötu. Var innbúið talið nákvæmlega upp, og voru þar á meðal verðmæt listaverk eftir Sigurjón Ólafsson, Kjarval, Svavar Guðnason, Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúla- son, Barböru Árnason, Guðmund Einarsson frá Miðdal og Ásmund Sveinsson og rússneskir og kín- verskir dýrgripir ýmsir. Að öðru leyti skyldi um fjármál þeirra Lax- ness og Auðar fara eftir almennum reglum. Kaupmálanum var þinglýst hjá sýslumanninum í Hafnarfirði 9. janúar 1991. Þessi gerningur merkti, að dætur þeirra Laxness og Auðar erfðu eignir skáldsins nær óskiptar, en ekki eldri börn þess, María og Einar. Sem kunnugt er seldi Auður Lax- ness ríkinu Gljúfrastein árið 2002 fyrir 66 milljónir króna. Var allt í lagi? Sú spurning vaknar hvort Nóbel- skáldið hafi verið fyllilega sjálfrátt þegar kaupmálinn var gerður, en síðustu ár ævi sinnar hrakaði and- legri heilsu hans mjög. I því sam- hengi er bent á það, sem fram kemur í ævisögu Laxness eftir Halldór Guðmundsson, sem út kom fyrir tveimur árum, en hún var rituð í nánu samstarfi við fjölskyldu skálds- ins, öfugt við ævisagnaritun Hann- esar Hólmsteins. Halldór Guðmundsson segir í bók sinni um Laxness, að síðasta áratug ævinnar hefði hann borið merki heilabilunar. „Eftir á að hyggja telur nánasta fjölskylda hans, að sjúkdóm- urinn, ef hægt er að kalla hann svo, hafi hugsanlega byrjað fyrr.“ Hall- dór segir einnig: „Um og upp úr 1990 varð málstol meira áberandi, hann vantaði orð, jafnvel algengustu orð.“ Þjóðleg jól í Árbænum Jólasýning Arbæjarsafns hófst formlega í gær en þar gefst gestum og gangandi tækifæri á aö sjá hvernig jólaundirbúningur var í gamla daga. I Krambúðinni gafst börnum tækifæri á aö smakka ekta kandís. Gjöfin sem vermir 4 PELSINN rfSTl Kirkjuhvoli • simi 5520160 L-LMJ Erilsöm helgi hjá lögreglunni I Reykjavík. Lögreglan: Fylltu fanga- geymslurnar Níu einstaklingar voru handteknir aðfaranótt sunnudags fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Helgin var óvenju erilsöm og fylltust fanga- geymslur lögreglunnar í Reykjavík í gær þannig að leita þurfti til nærliggj- andi lögregluumdæma til að finna pláss fýrir fangana. Mikið um ölvun Aðfaranótt laugardags voru sjö teknir vegna ölvun við akstur. f morgun- sárið í gær bættust svo fjórir við þann hóp og voru því alls um ellefu stútar teknir á höfuðborgarsvæðinu um helgina. f gærnótt stöðvaði lög- reglan bíl með fimm ungmennum og fundust fíkniefni á nokkrum þeirra en alls þurftu um níu manns að gista fangageymslur lögreglunnar um helgina vegna fíkniefna. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík var almennt mikið að gera í miðbænum um helg- ina og mikið um ölvun og óspektir. Ein alvarleg líkamsárás átti sér stað aðfaranótt laugardags þegar maður um þrítugt fannst illa barinn við bókabúð Máls og menningar á Lauga- veginum. Tveir menn voru færðir til yfirheyrslu vegna þessa máls en það er að sögn lögreglu enn í rann- sókn. Maðurinn sem fyrir árásinni varð liggur þungt haldinn í öndun- arvél á gjörgæsludeild Landspítal- ans. Öðrum manninum var sleppt í gærdag en óskað hefur verið eftir gæsluvarðhaldi hinum. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.