blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 30
38IFÓLK MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaðiö PIRRINGUR DAGSINS Ertu ekki hress, ertu ekki í stuði? Nei Smáborgarinn verður að viðurkenna að hann er ekki hress og sjaldnast í stuði. Hvað er Ifka málið með allan þennan hressileika? Það lítur út fyrir að búið sé að toga normið um eðlilegt geðslag fólks upp í maníu. Kannski er þetta skýringin á því hve margir eru greindir þunglyndir. Það er einfaldlega hætt að gera ráð fyrir að fólk hafi sin eigin persónueinkenni. Gísli á Uppsölum er látinn og sennilega sérvitringshátturinn með honum. Nema hægt sé að hengja á hann merkimiða og kalla ódæmigerða einhverfu, tilfinninga- raskanir eða aðrar klisjur sem geðlæknar fá greitt fyrir að draga út úr rassgatinu á sér. Nú tíðkast að koma út úr skápnum, með kynhneigð sína, áfengssýki eða annað sem fólk er að burðast með. Smá- borgarinn hefur ákveðið að koma út úr skápnum sem sérvitringur sem skortir pólitíska rétthugsun. Smáborgaranum finnst ekkert athugavert við það að nenna ekki að svara símanum þegar hann hringir og rífa allt draslið úr sam- bandi áður en hann fer að sofa, ef hann nær þá að sofa. Við svefnleysi notar hann imovane og lexotan við pirringi. Alveg brilljant lausn á einföldum vandamálum, það þarf sko ekkert hátæknisjúkrahús til að lækna hans einföldu kvilla. Smáborgar- anum finnst líka ósanngjarnt að þurfa að greiða annarra sjúkrakostnað með skött- um sfnum og allt sfmabetl er algjört eitur í hans beinum. Hver er sjálfum sér næstur er mottó Smáborgarans. Kannski er Smáborgarinn hálfgerð- ur skröggur inn við beinið, og þó ekki, "gleymdu ekki þínum minnsta bróður" virkar nú ágætlega á Smáborgarann, en ef Smáborgarinn lendir f því að bjarga sínum minnsta bróður þá verður það ekki síst vegna vonar um að fjölmiðlar taki myndir af honum og hann fái að segja frá í Kastljósinu, já hver vill ekki sinn skammt afis mínútna frægð? Ef maðurá að vera hress er líka mikilvægt að létta á hjarta sfnu öllum þeim pirringi sem hægt er að koma fyrir í einum pistli. Sennilega dugarþað þó ekki einu sinni til. Þetta kall- ast persónueinkenni og Smáborgarinn er ánægður með sín rétt eins og fólk erstolt af börnum sínum, líka þeim sem eru til vandræða. HVAÐ FINNST ÞÉR? Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna Hvað finnst þér um lengingu opn- unartíma verslana í desember? „Mér finnst þetta komið út fyrir öll mörk. Þetta er gífurleg opnun. Ég leyfi mér að efast um það að þetta sé nauðsynlegt, ég held að fólk noti bara tímann öðruvísi. Mér sýnist t.d. þegar ég fer í búðir á laugardagsmorgni að það sé ekki mikið af fólki að versla. Þetta er bara gífurlegt álag fyrir fólk sem vinnur þarna. Ég hef miklar áhyggjur af þessum afgreiðslutíma því varan hlýtur fyrir vikið að verða bara dýrari. Svo er hægt að spyrja sig að því hvort að fólk versli eitthvað meira ef búðirnar eru opnar lengur.“ Verslanir lengja opnunartíma sinn í desember. Opið til 22 og sumstaðar lengur. Will Smith leikur óánœgða ofurhetju Will Smith mun leika aðalhlutverkið í mynd um óánægða ofurhetju sem á í kreppu vegna aldurs síns. Myndin heitir Tonight, He Comes og verð- ur leikstýrt af Jonathan Mostow. Mun Mostow fresta tveimur verkefnum, Swiss Family Robinson og Terminator 4, til að ljúka við ofurhetjumyndina. Columbia Pictures kvikmyndasamsteypan stefnir á að hefja framleiðslu í Los Angeles næsta sumar. Will Smith var að ljúka við að leika í myndinni The Pursuit of Happiness sem hann lék í með syni sínum Jaden, og Thandie Newton, en henni er leikstýrt af Gabrielle Muccino. Weir leikstýrir Depp Will Smith mun leika aðalhlutverkið í mynd um óánægða ofurhetju sem á í kreppu vegna aldurs síns. Myndin heitir Tonight, He Comes og verður leikstýrt af Jonathan Mostow. Mun Mostow fresta tveimur verkefnum, Swiss Family Robinson og Terminator 4, til að ljúka við ofurhetjumyndina. Columbia Pictures kvikmyndasamsteypan stefnir á að hefja framleiðslu í Los Angeles næsta sumar. Will Smith var að ljúka við að leika í mynd- inni The Pursuit of Happiness sem hann lék í með syni sínum Jaden, og Thandie New- ton, en henni er leikstýrt af Gabrielle Muccino. Nýtt andlit Chanel Hin þvengmjóa leikkona Selma Blair náði sér í samning við Chanel. Sam- kvæmt glanstímaritinu Glamour verður hún hið nýja andlit Chanel Visi- on, og kynnir hátísku í gleraugum. Hún er nú þegar mikill aðdáandi hins klassíska tískuhúss og af henni hafa birst margar tækifærismyndir í Chan- el- kjólum, nýjum sem gömlum, og einnig þekkir hún hinn sívinsæla hönnuð Karl Lagerfeld fjarska vel. Selma kaus einnig Chanel-kjól þegar hún giftist Ahmet Zappa, syni hins fræga Frank, á síðasta ári. Karl tók meira að segja sjálfur myndirn- ar fyrir hina nýju gleraugnaherferð. Selma segir: „Ég á mjög gott samband við Karl. Það er auðvelt að vera mynduð af honum, því mér líður svo vel í kring um hann. Stundum þegar ég vinn með öðrum ljósmyndurum biðja þeir mig sífellt um að ganga lengra. En þeir þekkja mig ekki. Með Karli, þá nást fram mínir persónulegu gallar, hver ég er sem stelpa, ekki sem fyrirsæta.“ eftir Jim Unger Hins vegar hefði ég verið alveg til í að hitta Roger Moore - eða bara sjá hann tilsýndar. Það hefði verið nóg. Rakst á Össur og Steingrím J. í bænum í dag, þeir voru á leiðinni í hádegisverð með Moore ásamt utanríkismálanefnd. Þangað var Jónína Bjartmarz líka að skunda. Hún sagði að hún hefði frekar viljað snæða með Sean Connery. Ekki ég. Roger Moore var fyrsta átrúnaðargoð mitt í sjónvarpi. Þá lék hann Dýrlinginn, Simon Templ- ar. Þetta var eiginlega fyrsta þátta- röðin sem sýnd var í sjónvarpi á íslandi. Ég var sjö ára. Á þeim ár- um dreymdi alla stráka á íslandi um Dýrlingsbíl. En það var ekki til neitt sjónvarp heima hjá mér, svo ég lagði á mig að fara alla leið til frænku minnar á Laufásvegi til að sjá Dýrlinginn. Egill Helgason á www.visir.is Úthringi-æði góðgerðarfélaga Rétt fyrir jól renna á menn ýmiss konar æði. Eitt af þeim er úthringi- æði góðgerðafélaga. í vikunni hefur ég fengið fimm slík símtöl en eigin- maðurinn ekkert, reyndar var í einu símtalinu spurt eftir öðru hvoru okkar. Undirrituð hefur unnið við úthringingar sjálf og veit því hversu niðurdrepandi það er að fá hrana- leg og jafnvel dónaleg svör fólks sem stundum skellir nánast á áður en úthringjandinn nær að kynna sig og hvaða málefni hann hringi út af. Því reynir maður að bíða eftir að viðkomandi hafi klárað fyrstu setn- ingu áður en tilkynnt er að númer- ið sem hringt var í sé bannmerkt í símaskrá. Fólk biður margfaldlega afsökunar og lofar að skrá nafnið manns niður þannig að ekki verði hringt aftur. Af fenginni reynslu er vitað að það eru orðin tóm. Þetta er ekki það eina við slík- ar hringingar sem getur angrað mann. Af hverju er bara hringt í kvenmanninn á heimilinu? Jú, staðreyndin hlýtur að vera sú að konur eru miklu líklegri til að gefa til góðgerðarmála. Körlum er ekki einu sinni gefið tækifærið. Þetta er einnig ein af ástæðum þess að und- irrituð hefur ekki áhuga á að gefa í símasafnanir. Guðrún Pálína Ólafsdóttir á www.deiglan.com Samkvæmt Röntgen-myndinni er hún föst í fætinum á þér. © Jtm Unaor/tílst by Untect Media. 2001 HEYRST HEFUR... UtvarpSagaheld- u r enn áfram þrátt fyrir að hinn duglegi dagskrár- gerðarmaður Gústav Níelsson, sagnfræðingur, hafi gengið úr rúmi á dögunum og það í miðj- um þætti. í hans stól hefur sest ekki minni þungavigtarmaður, Grétar Mar Jónsson skipstjóri og varaþingmaður frjálslyndra. Sagan segir hins vegar að þröngt sé orðið fyrir dyrum hjá Útvarpi Sögu, skuldirnar séu þungar og málaferli fyrrverandi dagskrár- gerðarmanna yfirvofandi. Nú sé því róinn lífróður í von um að aug- lýsingasala fyrir jólin rétti bátinn af. Arnþrúður Karlsdóttir útvarps- stjóri á Sögu er sögð vongóð, enda helsti keppinauturinn nánast búinn að leggja upp laupana, en Talstöðin er nú aðeins endurvarp fyrir Nýju fréttastöðina, NFS... PegarSamfylkinginvarstofnuð á sínum tíma gekk ýmislegt á við að berja saman framboðslista flokksins, enda þurfti þar að sætta ólík sjónarmið og gæta jafnvægis milli flokkanna og flokksbrot- anna, sem að henni stóðu. Var það víða gert með uppstillingu eða af- hólfuðum prófkjörum. 1 kjördæm- inu Norðurlandi eystra sem svo hét hafði kratinn Sigbjörn Gunn- arsson sigur, en það hentaði ekki flokksskrifstofunni og var ekki látum linnt fyrr en hann gaf sæti sitt eftir fyrir alþýðubandalags- konunni Svanfríði Jónasdóttur þó hún hafi lotið í lægra haldi í prófkjörinu. Nú boðar Sigbjörn að hann hyggist leita fyrir sér í bæj- arstjórnarpólitíkinni á Akureyri og er haft fyrir satt að það muni hann gera undir merkjum Sjálf- stæðisflokksins. Velta menn því fyrir sér hvort flótti sé að bresta á krata innan Samfylkingarinnar, sem telja að sjónarmið sín hafi al- gerlega orðið undir eftir að nýr for- maðuritók við... Athygli vekur að Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, veigrar sér við því að taka afstöðu til þess hvort Reykjavíkurflugvöllur verði að vera áfram 1 Vatnsmýrinni, enda hæpið að ríkisstarfsmenn blandi sér í pólitísk álitamál með þeim hætti. Undirmaður hans, Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri, kin- okar sér hins vegar ekki við það og segir lífsnauðsynlegt að hafa sjúkraflugvöll við nýja hátækni- sjúkrahúsið. En hann kemur ekki auga á hið augljósa í málinu, sumsé að kannski sé staðsetning hátæknisjúkrahússins ekki ákjós- anleg í Þingholtunum... Stuðnings- menn Hall- dórs Ásgríms- sonar innan Framsóknar- flokksins urðu fyrir miklum vonbrigðum með könnun Gallups. Töldu þeir bæði Halldór og Fram- sókn á mikilli siglingu og töldu að könnunin myndi sýna það rækilega. Fylgi Framsóknar sam- kvæmt Gallup var þó aðeins tæp- lega n%. Fyrr í haust var talað um það meðal háttsettra flokksmanna að Halldór yrði að rífa flokkinn upp í haust annars yrði farið í að skipta um formann. Halldór lýsti hins vegar yfir í Silfri Egils um síðustu helgi að hann hyggðist leiða flokkinn í næstu kosningum. Verði flokkurinn ekki kominn í betra horf um áramótin er líklegt að í Framsókn eins og Samfylk- ingu fari menn bráðum að brýna kutana.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.