blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blclöiö Alþingi: Umdeilt tóbaksvarnarfrumvarp lagt fram á Alþingi / samrœmi við óskir starfsmanna hótel-og veitingahúsa. Skerðing á eignarétti og atvinnu- frelsi segir Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður. Tóbaksreykingar verða óheimilar á veitinga- og skemmtistöðum frá og með í. júní árið 2007 ef frumvarp heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra um breytingar á tóbaksvarn- arlögum verður samþykkt á Alþingi. Veitingahúsamenn eru almennt ánægðir með þessi lög og telja að þetta muni verða framfaraskref fyrir veitingahúsarekstur á Islandi. Viðbúið að einhverjir lendi í erfiðleikum Meginmarkmið frumvarpsins er að vernda þá starfsmenn sem vinna á veitingahúsum og þeim stöðum þar sem reykingar eru nú leyfðar. Vísað er i frumvarpinu til gildandi vinnuverndarlaga og þeirra vísinda- legu sannana sem liggja fyrir um heilsuskaða og dauðsföll af völdum óbeinna reykinga. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, eru lögin í fullkomnu samræmi við sam- þykktir aðalfundar starfsmanna hótel- og veitingahúsa frá apríl sl. þar sem því var beint til ríkisstjórn- arinnar að hún setji lög sem banni reykingar á veitingahúsum frá og með júní 2007. „Markmið laganna er að starfsfólk veitingastaðanna búi við það sama og annað starfs- fólk i þjóðfélaginu, þ.e. að vinna ekki í óheilnæmu lofti.“ Erna segir viðbúið að einhverjir veitingastaðir muni lenda í erfiðleikum vegna nýju laganna. „Það mun ábyggilega ein- hvers staðar verða erfitt, við höfum ekki dregið fjöður yfir það. Þetta er ekkert grín að standa í þessu. Þetta verður mörgum erfitt. En menn vita að þetta er að koma. Þetta er komið í mörgum löndum í kringum okkur og þetta er á leiðinni. En við vildum fá dálitla aðlögun og sérstak- lega vegna skemmtistaða og vegna þeirra sem eiga eftir að finna mest fyrir þessu.“ Gegn eignarétti og atvinnufrelsi Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýnir þetta frumvarp og segir það stríða gegn hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins um eignarétt og atvinnufrelsi. Hann segist þó hafa samúð með málinu en telur að lögin séu óþörf. „Ef menn vilja á annað borð fara þessa leið þá er eðlilegra að Samtök ferðaþjónustunnar geri það innan sinna raða. Það þarf ekki sér- stök lög frá Alþingi til þess að taka ákvarðanir um þetta.“ Þá bendir Sig- urður á að í fylgiskjali frumvarpsins þar sem vísað er til greinargerðar Lýðheilsustofnunar um skaðsemi reykinga sé ekki að finna neina rök- semdarfærslu sem réttlæti takmark- anir á eignarétti og atvinnufrelsi. „Ég er þeirra skoðunar að ef menn ætla sér að grípa til svona aðgerða og hvort sem að menn eru með því eða á móti efni frumvarpsins þá verða takmarkanir á eignarétti og atvinnu- frelsi fólks ekki rökstuddar með fullyrðingum sem þar koma fram. Því er ég á móti þessu frumvarpi og mun ekki styðja það.“ Austurland íbúum fjölgar Ibúum á Austurlandi getur íjölgað um allt að 2.000 vegna álversins á Reyðarfirði sam- kvæmt skýrslu Rannsóknar- stofu Háskólans á Akureyri. Þá gerir skýrslan ráð fyrir því að kvennastörfum muni íjölga verulega sem muni draga úr kynjahallanum á svæðinu. Von- ast er eftir því að heildar- fjöldi nýrra starfa í kjölfar tilkomu álversins verði um 880. Reykingarmönnum verður úthýst af skemmtistöðum borgarinnar ef frumvarpið nær fram að ganga. Skýrsla Fjölmiðlavaktarinnar umfjölmiðlaumfjöllun: Mikill munur á fréttaflutningi helstu miðla af Baugsmálinu Fréttablaðið birti í gær umfjöllun um skýrslu, sem Fjölmiðlavaktin (FMV) vann um Baugsmálið í fjöl- miðlum. Skýrslan var boðin fjöl- miðlum til kaups á 250.000 krónur, en svo virðist sem Fréttablaðið eitt hafi keypt hana. Þar kemur fram að stjórnmálamenn og fjölmiðla- menn hafi verið ríflega helmingur þeirra, sem tjáðu sig um málið á opinberum vettvangi. Á hinn bóginn fjallar Fréttablaðið lítið sem ekkert um fréttaflutning fjöl- miðla, sem var gerð ítarleg grein fyrir í skýrslunni. Þar mun m.a. koma fram að mikill munur var á fréttaflutningi Fréttablaðsins og Morgunblaðsins af málinu. FMV skoðaði alla fjölmiðlaum- fjöllun um Baugsmálið á tímabil- inu 10. ágúst til 18. október. Skoð- aðar voru fréttir, aðsendar greinar, umræðuþættir og hvað annað, sem viðvék Baugsmálinu. Mismunandi fjölmiðlaumfjöllun Samkvæmt heimildum Blaðsins kemur fram í skýrslu FM V að mun meira hafi verið um aðsent efni um Baugsmálið í fjölmiðlum en tíðkast um önnur fréttamál. Ekki er tekin afstaða til þess hvort áhugi hins almenna borgara hafi verið meiri á þessu máli en gerist og gengur eða hvort um skipu- lagða áróðursherferð hafi verið að ræða, eins og sumir gerðu skóna á sínum tíma. Fréttablaðið og Morgunblaðið birtu mest allra fjölmiðla um Baugsmálið og var magnið svipað þegar allt var talið, en þegar aðsent efni var undan- skilið hafði Fréttablaðið afger- andi vinning. Þá er athyglisvert í vali blaðanna á viðmælendum, að Morgunblaðið leitaði fremur til stjórnmálamanna, en Frétta- blaðið meira til fjölmiðlamanna af ýmsu tagi. Á ljósvakanum var mest umfjöllun á fréttastofu RÚV en fréttastofur Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 voru á svipuðu róli. I umræðuþáttum var á hinn bóg- inn mest um málið fjallað í Kastljósi. Saksóknari gagn- rýndur mun meir en sakborningar Á heildina litið voru miðlar 365, þar sem Baugur fer með ráðandi hlut, með 46% af umfjöllun um Baugsmálið. Þegar umfjöllunin er greind eftir því hvað í henni felst kemur i ljós að þar ber mest á neikvæðum ummælum um Sjálfstæðisflokkinn (50%) og embætti Ríkislögreglustjóra (46,6%). Hins vegar er gagnrýni á sakborningana í málinu, Baugs- menn, sáralítil miðað við aðra hlutaðeigendur eða aðeins 18,6%. Þetta vekur sérstaka athygli í ljósi þess að í könnun, sem IMG Gallup gerði fyrir Fjölmiðlavakt- ina sögðust 62% svarenda að fjölmiðlaumfjöllun hefði ráðið mestu um afstöðu þeirra til Baugsmálsins. UVS selt til Erfðagrein- ingar? Öllum starfsmönnum Urðar, Verðandi, Skuldar (UVS), um tuttugu talsins, hefur verið sagt upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum og er það sagður liður í söluferli fýrirtæk- isins. Ekki hefur fengist staðfest hver kaupandinn er og verjast hlutaðeigendur allra frétta. Urður, Verðandi, Skuld er líftæknifyrirtæki, sem sérhæft hefur sig í krabbameinsrann- sóknum. Róbert Wessman, forstjóri Actavis og stjórnar- formaður UVS, hefur staðfest að söluferli á því sé hafið, enda sé rekstur líftæknifyr- irtækis ekki hluti af kjarna- starfsemi Actavis. Actavis er einn stærsti eigandi þess. Þessi ummæli Róberts hafa valdið mönnum á markaði umhugsun, enda fá fyrirtæki á íslandi með líftækni að kjarnastarfsemi. Hafa augu manna því beinst að Islenskri erfðagreiningu, en þar á bæ vilja menn hvorki neita því né játa að fyrirtækið hafi átt í viðræðum um kaup á UVS. ,/Hlý og Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni Irski metsöluhöf- undurinn, Maeve Binchy, kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku. Þetta er hennar nýjasta bók sem gerist i dul- mögnuðu umhverfi grísku eyjanna. Einstaklega hlý og notaleg saga um ástir og mannleg örlög. Bókafélagið Ugla (3 Heiðskírt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ ^ Rlgning, lítilsháttar /// Rigning 9 9 Súld Snjókoma ' 9 ^ Amsterdam 06 Barcelona 13 Berlín 05 Chicago -07 Frankfurt 05 Hamborg 04 Helsinki 0 Kaupmannahöfn 05 London 07 Madrid 09 Mallorka 16 Montreal -04 New York 0 Orlando 15 Osló 02 París 06 Stokkhólmur 03 Þórshöfn 06 Vín 03 Algarve 14 Dublin 06 Glasgow 06 Slydda Snjóél Skúr f n° €f o° 0 2° * ,® f • 1° Á morgun fi Veðurhorfur í dag kl: 18.00 • 3” '//z° Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 5°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.