blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 17

blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 17
blaðið FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 VÍSINDI I 17 Titanic sökk hraðar en áður var haldið Fundur tveggja stóra hluta úr hinu sögufrœga stórfleyi Titanic semfundust nýverið á hafsbotni benda til þess að lúxusskipið hafi sokkið mun hraðar en talið var áður. Hlutarnir úr skipsskrokknum sem fundust voru afar mikilvægir í samsetningu skipsins og mynduðu saman þann hluta af botni skips- ins sem vantaði á það þegar Titanic fannst fyrst árið 1985, en skipskrokk- urinn sjálfur var uppgötvaður af könnuðinum Robert Ballard á 13.000 feta dýpi um 380 mílur suð- austur af Nýfundnalandi. Roger Long, flotaarkitekt sem rannsakaði brotin, segir að allt bendi til þess að botn skipsskrokksins hafi losnað en stafn og skutur þess sokkið í fram- haldi af því. Skuturinn, sem var enn flothæfur og krökkur af fólki þegar botninn losnaði af, er talinn hafa steypst niður á botn norður Atlants- hafsins um það bil 5 mínútum á eftir undirhluta Titanic. Eldri rannsóknir höfðu komist að þeirri niðurstöðu að skipið hefði brotnað í tvo aðalhluta, stafn og skut, sem var einmitt aðferðarfræðin sem miðað var við þegar ferðalag Titanic á hafsbotninn var endurskapað í Óskarsverðlaunamynd James Cam- eron frá árinu 1997. Átti að vera ósökkvanlegt David Brown, sagnfræðingur sem hefur rannsakað Titanic gaumgæfi- lega, sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf talið að það hefði tekið skutinn um 20 mínútur að sökkva niður í hyldýpið í stað þeirra fimm mínútna sem nú er haldið fram að það hafi tekið. „Það kom í ljós að Tit- anic var miskunnarsamt. Þetta tók styttri tíma,“ sagði Brown á blaða- mannafundi fyrr í vikunni. Titanic var á sínum tíma sagt ósökkvanlegt fley. Það sigldi hins vegar á ísjaka þann 14. apríl árið 1912 þegar það var í jómfrúarferð sinni yfir Atlantshafið. Um 1.500 farþegar sem voru um borð létust í kjölfarið. Nýju hlutarnir sem fund- ust úr skipinu fundust um þriðjung úr mílu frá þeim stað sem skutur flaksins hafði fundist fyrir tuttugu árum í leiðangri sem var farinn í ágúst síðastliðnum á vegum sjón- varpsstöðvarinnar History Channel. Heimildarmynd um fundinn verður frumsýnd á sjónvarpsstöðinni þann 26. febrúar næstkomandi. t.juliusson@vbl.is Titanic kostaði á sínum tíma um 1.500 manns lifið þegar skipið sökk eftir árekstur við ísjaka. Aus Liebe zum Automobil Verð áður 1,990:000 kr. Tilboðsverð 1.870.000 kr. 187.000 kr. útborgun og 24.690 kr. afborgun á mánuði * Verð áður 2,490:000 kr. Tilboðsverð 2.340.000 kr. 234.000 kr. útborgun og 30.890 kr. afborgun á mánuði * Umboðsmenn um land allt: Höldur hf„ Akureyri, sfml 481 6020 • HEKLA, Borgamesi, alml 437 2100 • HEKLA, IsaflrOi, slml 456 4666 HEKLA, Reyöarfiröi, siml 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbœ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossl, síml 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, slml 590 5000 www.hekla.ls, heklaOhekla.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.