blaðið - 08.12.2005, Qupperneq 32
32 I BÆKUR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaðið
Guðni og Gascoigne
Nýlega kom út hjá Eddu útgáfu
fótboltasaga Guðna Bergssonar
sem Þorsteinn J. skráir. Ferill
Guðna var einkar glæsilegur og
hann náði áður en yfir lauk að
verða fyrirliði úrvalsdeildarliðs
í ensku deildinni. Eftir að hafa
verið í Val lá leiðin til Þýskalands
um skeið en fyrsta alvöru atvinnu-
mannasamninginn gerði hann
við Tottenham. Þar lágu saman
leiðir hans og Paul Gascoigne og
segir hann meðal annars sögur
af honum og skrautlegri hegðun
hans í bókinni.
Skynsama deildin
„Tottenhamliðinu var ekið á útileik-
ina á stórum tveggja hæða rútum
með litlu eldhúsi og tveimur þjónum
innanborðs. Ef um langan veg var að
fara var lagt af stað daginn fyrir leik
og gist á fjögurra eða fimm stjörnu
hóteli á leiðinni.
Eftir leikina var borðaður þriggja
rétta kvöldverður og ostar í eftirrétt.
Það fengu sér ekki allir kók eða vatn
með matnum heldur var líka boðið
upp á freyðivín eða hvítvín ef vika
var í næsta leik. Ég sat oftast við
borð sem var kallað „The Sensible
table“, Skynsama deildin, með Gary
Mabbutt fyrirliða, Erik Thorstvedt
og fleirum. Það var oft glatt á hjalla,
sérstaklega ef liðinu hafði gengið
vel. Þegar stuð var komið í strákana
kom fyrir að menn hentu ávöxtum
eða brauði hver í annan. Þegar fyrir-
liðinn bað menn vinsamlegast um
að hætta því, eða við í Skynsömu
deildinni gerðum þau mistök að
biðja menn að slaka aðeins á, þá gat
maður alveg eins átt von á því að fá
ávöxt eða brauð í hausinn. Menn
þurftu oft að leita skjóls fyrir svona
árásum. Svo var músíkin skrúfuð í
botn, ærandi danstónlist og gamlar
ballöður í bland, með Carpenters
og Drifters. Þá féll allt í ljúfa löð og
menn sungu með af mikilli innlifun.
Það kom líka fyrir þegar við vorum
að aka til eða frá útileikjum að áhang-
endur andstæðinganna sýndu okkur
ýmiss konar dónaskap með orðum
og athöfnum. Sumir félaganna áttu
þá til að rjúka út í glugga og Gazza
var oft fremstur í flokki. Menn rifu
seðlabúnt upp úr vösum sínum og
veifuðu þeim framan í fólkið. Síðan
bleyttu þeir kannski 20 punda seðla
með munnvatni og klesstu þeim á
ennið á sér.
Ég tók að sjálfsögðu líka þátt í fjör-
inu í rútunni og á öðrum skemmt-
unum leikmanna. Það var gert grín
að mönnum alveg miskunnarlaust
og það tók mig svolítinn tíma að
læra að svara almennilega fyrir mig.
Ekkert var heilagt og kærustur leik-
manna jafnvel uppnefndar. Þannig
var til dæmis ein kölluð „Nine iron”
með vísun í sveigjuna á hausnum
á golfkylfu númer 9. Nefið á aum-
ingja stúlkunni þótti minna nokkuð
áþað.
Jólaveislan eða „The Christmas
party“ var alveg sérkapítuli. Menn
HOISTEN
HOISTEN
HOLSTEft
HOlSTfft
WOISTE*
HOLSTEN
HOtSTOi
HOISTE/I
HOLSTfN 1 j HOLSTENi
HOLSTEN
holsten,
HOLSTE/v
HOtSTEN
byrjuðu að fá sér drykki strax upp
úr hádegi með matnum og svo var
haldið áfram allan daginn og fram á
nótt. Það var engin sérstök hátíðarst-
emning yfir þessum mannfagnaði.
Enginn jólasveinn mætti á svæðið
heldur sáu léttklæddar, dansandi
stúlkur um skemmtiatriðin. í einni
svona jólaveislu sofnaði félagi okkar
heldur snemma. Þá tóku nokkrir
sig til og báru hann út á næstu lest-
arstöð. Þar klæddu þeir hann úr föt-
unum og settu hann allsberan
og steinsofandi í
næstu lest sem var
að fara norður í
land. Þegar hann
vaknaði var
hann kominn
langleiðina til
Skotlands og
sá hvar gömul
heldri kona
horfði hissa
á hann. Það
fór engum
sögum af
því hvar
hann fór
úr lest-
inni eða
hvernig
h a n n
komst
aftur
t i 1
Lundúna. Síð-
ustu ár hafa blaðamenn í
auknum mæli skrifað um þessi jóla-
boð hjá ensku liðunum og sagt fréttir
af því þegar eitthvað hefur farið
úrskeiðis. Það hefur orðið til þess
að framkvæmdastjórar og forráða-
menn liðanna hafa hreinlega sagt
sínum mönnum að halda sig á mott-
unni eða jafnvel aflýst boðunum.
Það var ákveðin grúppa innan
Tottenhamliðsins sem tók vel á því í
drykkjunni. Það kom fyrir að fáeinir
leikmenn mættu angandi af áfengi á
æfingar á föstudögum, daginn fyrir
leik. Ég man að ég spurði einhvern
þeirra einu sinni af hverju þeir væru
að skemmta sér á fimmtudögum.
,Af hverju farið þið ekki frekar út á
þriðjudegi eða miðvikudegi, fyrst
þið viljið endilega fá ykkur í glas? Þá
er lengra í næsta leik.” Skýringin var
einföld: „Thursday night is a great
night out.” Það er frábært að fara út
að skemmta sér á fimmtudögum.
Þetta var ekkert einsdæmi
hjá Tottenham
frekaren
ö ð r u m
liðum á
Englandi
á þessum
tíma. Svona
var bara
enski kúltúr-
inn. Það var
æft af hörku
og menn lifðu
fyrir líðandi
stund. Það þótti
sjálfsagt að fá sér
í glas eftir leiki
og skemmta sér í
miðri viku ef því
var að skipta. Menn
stunduðu þetta þó
ekki almennt. Sam-
keppnin innan liðs-
ins sá yfirleitt til þess
að menn lögðu sig alla
fram við æfingar og í leikjum.
Við vorum atvinnumenn og flestir
höguðu sér samkvæmt því.
Stjörnudýrkunin var líka áber-
andi hjá Spurs. Aðdáendum liðsins
fannst það mjög stór stund í lífi
sínu að hitta einhvern úr liðinu. Það
sama var uppi á teningnum í Bolton
þó að nálægð leikmanna við samfé-
lagið væri meiri þar en í Lundúnum.
Oft kom það fyrir að ókunnugt fólk
rifjaði upp fyrir mér í smáatriðum,
þegar það hafði hitt mig eitt and-
artak mörgum árum áður. Það er
skrýtið að eiga sér aðdáendur. Það er
mikilvægt að láta það ekki brey ta sér.
Ég reyndi alltaf að halda mig á jörð-
inni og vona að mér hafi tekist það.
Hættan er sú að maður missi jarð-
tenginguna og fari að telja sjálfum
sér trú um að maður sé merkilegri
eða mikilvægari en maður er. Þetta
er forréttindalíf. Maður lifir í vernd-
uðu umhverfi sem atvinnufótbolta-
maður, frítíminn er nægur og launin
mjög há. Það er séð um mann að öllu
leyti. Búningurinn bíður straujaður
í klefanum fyrir leiki og fótboltas-
kórnir liggja stífbónaðir við hliðina
á honum.
Eftir annan leikinn minn með
Tottenham keyrði ég út af White
Hart Lane í bílnum mínum. Þá biðu
eftir mér 70 eða 80 manns sem vildu
fá eiginhandaráritun. Tilfinningin
var undarleg. Ég var ennþá „bara”
Guðni Bergsson. I þeirra augum var
ég hins vegar einn af lærisveinunum
og Paul Gascoigne sjálfur Jesús
Kristur.
Iþróttasálfræðin og Gazza
Ég get ekki sagt að Paul Gascoigne
hafi verið jafnmeðvitaður um mik-
ilvægi góðrar andlegrar og líkam-
legrar heilsu. Hann var auðvitað
einbeittur í fótboltanum, lagði sig
allan í æfingar og leiki, en agaður
var hann ekki. Það var auðvelt að
kynnast Gazza. Hann var opinn og
hress og það var alltaf mikið í gangi
hjá honum. Hann kom til íslands
með enska landsliðinu í maí 1989
og lét hafa eftir sér í viðtali í DV að
hann hefði aldrei lent í verra veðri
á ævinni en á Islandi. Gazza hafði
tekið með sér stól í sturtuna eftir
landsleikinn og setið þar í hálftíma
til að ná í sig hita. „Veðrið er senni-
lega það eina sem ég get sett út á á
Islandi. Maturinn er mjög góður og
ísinn alveg frábær! Ég elska ís og
súkkulaði og skammast mín ekkert
fyrir það.“
Þegar Gazza var ekki á æfingum
eða að spila með Tottenham og
enska landsliðinu var hann öllum
stundum með vini sínum, Jimmy
Gardner. Sá varð heimsfrægur fyrir
það eitt að vera vinur Gascoignes.
Hann var einatt kallaður Jimmy
Fivebelly sökum allstórrar ístru,
sem þótti skiptast í fimm hluta.
Gazza bjó mun lengur á Swallowhót-
elinu en flestir aðrir. Það tók hann
meira en ár að finna sér hús í út-
hverfi Lundúna en Tottenham hélt
áfram að fá reikninga frá hótelinu
eftir að hann flutti. Þegar málið var
athugað nánar kom í ljós að gamli
góði Jimmy hafði komið sér fyrir í
herberginu hans og búið þar ókeypis
mánuðum saman. Það hafa orðið til
margar goðsagnir um Gazza, sumar
eru réttar en aðrar bara uppspuni
eins og gengur. Eitt get ég þó staðfest.
Hann var ósjaldan að stríða okkur fé-
lögum sínum, stinga skeiðum inn
í samlokur svo lítið bar á eða setja
einhvern óþverra í sokkana eða nær-
buxurnar hjá manni.
Hann var reyndar ekki einn um að
vera stríðinn í liðinu. Eftir einn deild-
arleik, þar sem við sátum nokkrir í
kringum borð og vorum að fá okkur
í glas, stóð einn úr hópnum upp og
fór afsíðis með glasið sitt. Félaginn
kom svo aftur nokkrum mínútum
síðar með glasið og ég sá að hann
hafði lagt servéttu yfir það. Síðan
setti hann glasið mjög laumulega á
borðið, pantaði sér annan drykk og
hélt áfram djamminu þar sem frá
var horfið. Smám saman lagði óg-
urlegan fnyk yfir borðið. Við litum
hver á annan og það fór af stað þessi
venjulega spurningasyrpa um hver
hefði nú rekið svona hressilega við.
Enginn kannaðist við að hafa gert
það og fljótlega beindist sterkur
grunur að glasinu á miðju borðinu.
Servéttunni var svipt af og þá kom
í ljós eitthvað brúnt, sem greinilega
átti frekar heima í klósettinu. Þetta
var náttúrulega bilað og ekki til eftir-
breytni en samt var mikið hlegið að
þessu. Það gat stundum verið stutt
í þennan „bodily function“húmor
strákanna.
Það voru fleiri hjá Spurs sem létu
allt vaða. Einu sinni vorum við að
hita upp fyrir útileik þegar einum
liðsfélaga minna varð mál að pissa.
Hann beygði sig niður, setti annan
fótinn fram fyrir hinn og lést vera
að teygja á lærvöðvanum. Síðan tók
hann vininn laumulega út og kastaði
af sér vatni þarna í miðjuhringnum
á vellinum. Við hlógum eins og vit-
lausir menn allt í kringum hann og
30.000 áhorfendur tóku ekki eftir
neinu. “
Vélin sem þú hefur beðið eftir!
Finepix S9500 sameinar það besta úr venjulegum stafrænum myndavélum og D-SLR.
DÖÍ0ZH
■ Innbyggð 28-300 mm linsa (10.7x)!
9.0 milljón díla Super CCD HR flaga með “Real Photo” tækni.
Aðeins 0,8 sekúndur að kveikja á sér og verða tökuklár! Tökutöf er aðeins 0,01 sekúnda!
■ Hægt að stilla handvirkt og stýring á aðdráttarlinsu er á linsuhringnum!
Vélin tekur kvikmyndir og hægt er að breyta aðdrætti meðan á töku stendurl
Með háhraða USB 2.0 tengi fyrir skráraflutning í tölvu.
Skór fyrir auka flass!
Verð kr.
69.900
Sjá nánar: www. fujifilm.is / www.ljosmyndavorur.is
Ljósmyndavönjr Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 04501 Myndsmlðjan Egilsstöðum