blaðið - 12.12.2005, Síða 6

blaðið - 12.12.2005, Síða 6
61 INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blaöid Unnur Birna fegurst allra Reykjavíkurmœrin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sigraði í keppninni Miss World á laugardag og er hún þriðja íslenska stúlkan sem hlýtur þennan eftirsótta titil. Hún á viðburðaríkt ár í vœndum þar sem hún mun meðal ann- arsferðast um heiminn og vinna að mannúðarmálum. Stúllkurnar sex sem komust f úrslit. Frá vinstri: Ungfrú Kórea, Unnur Birna, ungfrú Frakk- land, ungfrú Púertó Rfkó, ungfrú Mexíkó og ungfrú Tansania. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin Ungfrú heimur á laugardag við glæsilega athöfn í Kína sem sjón- varpað var frá til milljóna manna um heim allan. Næsta ár verður við- burðaríkt í lífi hinnar ungu Reykja- víkurmeyjar sem meðal annars kemur til með að ferðast víða um heim og safna fé í þágu barna sem eiga um sárt að binda og vekja at- hygli á mannúðarmálum. Þá má fast- lega búast við því að Unni Birnu bjóð- ist fjöldi tilboða um fyrirsætustörf í kjölfar sigursins. Unnur Birna er 21 árs og hefur meðal annars hefur unnið í lögreglunni og lagt stund á mannfræði. Hún hugðist hefja nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík í haust en ljóst er að þau áform frest- ast um sinn. Unnur Birna er þriðja íslenska stúlkan sem vinnur þennan eftir- sótta titil en hinar voru Hólmfríður Karlsdóttir árið 1985 og Linda Pét- ursdóttir árið 1988. Þá vann Guðrún Bjarnadóttir titilinn Miss Interna- tional árið 1962. Þá má geta þess að móðir Unnar Birnu, Unnur Stein- son, tók sjálf þátt í keppninni Miss World á sínum tíma og segir Unnur að hún hafi veitt sér mörg gagnleg ráð fyrir keppnina. „Ég hélt ekki að ég myndi vinna. Þetta kom algerlega á óvart,“ sagði Unnur Birna eftir að úrslitin voru ljós. Fulltrúi Suður Ameríku, ung- frú Mexíkó, Dafne Molina Lona, lenti í öðru sæti en í því þriðja ung- frú Puerto Rico, Ingrid Marie Ri- vera Santos. Sigurinn kom mörgum á óvart því að þrátt fyrir að Unnur Birna hafi yfirleitt verið ofarlega á lista í könnunum yfir sigurvegara hafði ungfrú Filipseyjum, Carlene Aguillar, öðrum fremur verið spáð sigri. Unnur Birna sagðist í viðtali við AFP-fréttastofuna vera sérstak- lega þakklátt hinum stúlkunum í keppninni og að hún hefði eignast marga lífstíðarvini í þeim hópi. Vekur athygli víða um heim Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um sigur Unnar Birnu Vilhjálms- dóttur í Miss World fegurðarsam- keppninni á sunnudaginn. Breska götublaðið The Sun kallar hana Is-jómfrúna og Extrablaðið sænska talar um perlu Norður-Atlantshafs- ins. Margir minnast sérstaklega á störf Unnar í lögreglunni og gengur þýska ritið Fokus svo langt að segja að hún beri vopn við störf sín sem er greinilega á misskilningi byggt. Ungfrú Víetnam færir Unni Birnu hamingjuóskir. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur blaóió BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Gjafakörfur matgæðingsins eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni & Smáratorgi Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag á holar@vbl.is og þúgætir eignast eintak af bókinni AMEN, gamansögur af íslenskum prestum. Úrval af peysum OL° íEAl RALPH LAUREN l.aujjjavegi 40 Sími 561 1690 Unnur Birna veifartil áhorfenda eftir að hafa verið krýnd Ungfrú heimur árið 2005. Hennar bíður nú viðburðaríkt ár þar sem hún mun meðal annars vinna að góðgerðamálum. Jólaaiöf veiðimannsins! Gefðu gleðilegt sumar í jólagjöf! Sölustaðir: ESSO stöövarnar - veiðibúöir og víðar Frl heimsending á netpöntunum - www.veidikortid.is [€ssdi Veiðikortið 2006 Kortið gildir sem veiðileyfi í 23 veiöivötn vitt og breitt um landiö. Veiðikortið er fjölskylduvænt og stuölar að notalegri útiveru. Ný vötn eru: - Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðs - Ljósavatn - Hraunsfjöröur Nánari upplýsingar um önnur vötn eru á vef Veiðikortsins www.veidikortid.is Það kom Unni Birnu gjörsamlega í opna skjöidu þegar hún sigraði hinn eftirsótta titil Miss World.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.