blaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 16
16 I VIÐTAL MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blafiið Söngkona í aldarfjórðung Velgengnin sambland afheppni, hœfileikum og mikilli vinnu <&S&r Sigriður Beinteinsdóttir er ein ástsælasta söngkona þjóð- arinnnar. Hún sló í gegn með HLH flokknum fyrir rúmum 20 árum og söng lengi með Stjórn- inni. Sigga hefur náð næstbesta árangri Islendinga í Eurovision- keppninni þegar hún lenti í fjórða sæti árið 1990 með lagið Eitt lag enn sem hún söng ásamt Grétari Örvarssyni. Þrátt fyrir að hafa verið í brans- anum í 25 ár er Sigga enn að gefa út tónlist og er með mörg járn í eldinum „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum,“ segir Sigga. „Ég er að kynna nýja diskinn minn Allt eða ekkert sem er safndiskur og kemur út í tilefni 25 ára afmælis míns í söngbransanum. Diskarnir eru tveir og þar má finna brot af því besta af söngferli mínum og spannar lög frá þeim tíma sem ég söng með HLH flokknum og fram til dagsins í dag. Á öðrum disknum eru róleg lög en hinn er fjörugari og hressari. Ég hef því miður ekki komist í tónleikaferð til að fylgja diskunum eftir en ég hef hugsað mér að fara hringinn í kringum landið í febrúar og mars og verð þá líklega með fjögrura manna hljómsveit með mér. Mér finnst kom- inn tími til að sinna landsbyggðinni því þar er jú líka fólk sem kaupir tón- listina mína.“ Sigga segir diskinn seljast vel en hún er líka ánægð með þá diska sem íslenskir tónlitarmenn eru að gefa út fyrir jólin. „Það er mikið af góðu efni að koma út en af þvi að mark- aðurinn er lítill er alltaf eitthvað sem verður undir og fær ekki næga athygli. Mér finnst Garðar Cortes yngri koma sterkur inn og hann er greinilega að springa út sem söngv- ari. Þá er Ragnheiður Gröndal að gera góða hluti og Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar hafa svo sannar- lega komið á óvart.“ Þess má geta að Guðrún og Friðrik eru að syngja gömul lög á disk og eru í þriðja sæti yfir söluhæstu diskana um þessar mundir. Starfrækir söngskóla í Noregi í dag leggur Sigga land undir fót þegar hún fer til Noregs þar sem hún starfrækir söngskóla sem er svip- aður þeim sem hún starfrækti hér á landi fyrir ári. „Ég hef starfrækt þennan skóla í tvö ár en systir mín sem býr í Noregi sér um daglegan rekstur og markaðssetningu skólans. Hvert námskeið endar á því að að krakkarnir syngja inn á disk og ég er að fara að fylgjast með því núna. Það starfa sjö norskir söngkennarar í skólanum en nemendur skólans eru frá 12 ára aldri. Markhópurinn í söngskólann er unglingsaldurinn og hægt er að velja um mismunandi lengdir söngnámskeiða “ Norðmenn hafa tekið söngskólanum vel, svo vel að nú í haust var opnað nýtt útibú skólans í miðborg Oslóar en hitt útibúið er í Asker og Bærum sem er rétt við Osló. Sigga hætti rekstri söngskólans hér heima í upphafi árs og hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Góð stemmning í ís- lenskri stjörnuleit Eins og margir vita er Sigga einn fjörgurra dómara í íslensku stjörnu- leitinni (idolinu) en þetta er í þriðja skipti sem íslensk idol-stjarna verður valin. „fslenska stjörnuleitin gengur vel og við erum með sterka söngvara í úrslitum. Ég tel að þetta sé sterkasti 35 manna hópurinn sem við höfum fengið frá upphafi keppninnar. Þetta eru mjög efni- legir krakkar sem eflaust eiga eftir að ná langt í framtíðinni. Stemmn- 99.......................................... Björgvin Halldórsson heyrði mig syngja í upptöku- veri þegar hann var í HLH flokknum. Hann hringdi síðan í mig og bað mig í framhaldi af því að syngja með HLH flokknum og þar með fór boltinn að rúlla. Það er auðvitað guðsjöf að geta sungið en það er mikil vinna að halda sér á floti í þessum bransa." ingin hjá okkur dómurunum er líka mjög góð.“ í haust bættust Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárða- son við dómarahópinn. Segir Sigga þá vera góða viðbót og að þeir séu mjög hressir. „Mér finnst léttara yfirbragð yfir stjörnuleitinni nú en áður. Dómararnir fá meira svigrúm til að gaspra og fyrir vikið verður þátturinn skemmtilegri. Simmi og Jói standa svo auðvitað alltaf fýrir sínu með hnittnum athugasemdum og sprelli. Það er heiður að fá að vera einn af dómurunum í þessari keppni en ég tek bara eitt tímabil í einu og hef ekkert ákveðið með framhaldið. Þættirnir eru teknir upp í törnum og þá eru dagarnir mjög langir. Suma daga byrjum við klukkan sjö á morgnana og erum að fram yfir miðnætti. Þetta er samt skemmtileg vinna og félagsskapurinn er góður.“ Idolið er þó ekki það eina sem Sigga tekur sér fyrir hendur þessa dagana en hún hefur verið að syngja í Smáralind undanfarnar helgar og mun halda því áfram fram að jólum. „Þetta er hluti af Jólalandi og er skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Það er búið að leggja mikla vinnu í þetta og það hefur verið troðfullt fram að þessu. Á þessari sýningu syng ég eingöngu jólalög." Borðar skötu og dansar í kringum jólatéð „Ég er mikið jólabarn og mér finnst aðventan og jólin mjög skemmti- legur tími. Eg er byrjuð að skreyta heima hjá mér en hef ekki haft tíma til að klára það vegna mikillar vinnu. Það var alltaf siður í fjölskyldunni að amma mín, sem einnig er alnafna mín, hélt jólaboð á aðfangadagskvöld þar sem drukkið var kakó, borðaðar kökur og dansað í kringum jóla- tréð. Núna er amma orðin 92 ára en heldur samt ennþá jólaboð þótt und- anfarin ár hafi jólaboðið verið fært yfir á jóladag. Þá kemur fjölskyldan saman, þiggur veitingar og dansar í kringum jólatréð. Fjölskyldan hefur stækkað og við erum líklega á milli 50-60 manns sem erum í boðinu. Þrátt fyrir að ég sé komin á fullorð- insár held ég þeirri hefð að dansa í kringum jólatréð.“ Sigga heldur sjálf jólaboð á að- fangadagskvöld og býður upp á ham- borgarhrygg. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir rjúpur svo hamborgar- hryggurinn varð fyrir valinu. Ég er ekkert farin að spá í hvað ég vilji í jólagjöf en mér finnst samvera með fjölskyldunni skipta miklu máli um hátíðarnar." Sigga er alin upp við að snædd var skata á Þorláksmessu en pabbi hennar er ættaður að vestan og þaðan er hefðin komin. „Á Þorláks- messu fer ég til pabba og mömmu og borða skötu en ég er að syngja í Smáralindinni þennan dag og hef því ekki tima til að elda hana sjálf.“ Golfari með bíiadellu Sigga segist vera í sambúð en vill annars lítið tala um sitt einkalíf og segist alltaf hafa aðskilið einkalífið frá vinnunni. Sigga segist stundum verða fyrir ónæði fólks þegar hún fari út að skemmta sér en það sé yf- irleitt fólk sem sé búið að fá sér vel í glas. Hún segist þó ekki vera mikið úti á lífinu en sæki meira í önnur og heilbrigðari áhugamál. „Ég er farin að spila golf og finnst BlaÖiÖ/SteinarHugi það mjög gaman. Þetta er góð leið til að hreinsa hugann og hlaða batter- íin. Annars er ég mikil bíladellukell- ing og er nýbúin að gera samning við B&L. Ég var að fá nýjan Range Rover sport sem er minni gerðin af Range Rover og er mjög flottur bíll.“ Þrátt fyrir að eiga hálfgerðan fjalla- bíl segist Sigga ekki fara mikið á fjöll en segist stundum keyra austur fyrir fjall. Atvinnusöngvari frá 1987 Sigga segist hafa lifað af söngnun í 18 ár. Hún segir vinnuna felast í því að búa til verkefni, fá hugmyndir og selja þær, búa til plötur og halda tónleika. „Þegar maður er í þessum bransa má segja að maður sé alltaf í vinnunni en oftast á ég frí á mánu- dögum. Þessa dagana er ég að vinna verkefni fýrir Nóa Siríus. Af tilefni 85 ára afmælis þeirra fylgir geisla- diskur konfektkössunum frá þeim. Ég sá um að velja lögin á þennan disk en syng einnig lag sem Þor- valdur Bjarni samdi. Þá er ég líka að vinna að verkefni fyrir Islands- banka.“ Sigga segir að ísland sé lítill markaður og því ekki hægt að lifa eingöngu af plötusölu. Þess vegna er hún með mörg járn í eldinum. „Ég hugsa ég verði ekki að syngja um þessi áramót en til margra ára spilaði ég með Stjórninni á gamlárs- kvöld og nýárskvöld. Stjórnin hélt tónleika á NASA síðastliðið laugar- dagskvöld sem verða líklega síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í bili,“ segir Sigga. „Ég hef alltaf verið bjartsýn og jákvæð og finnst það skipta miklu máli, þvi þá ganga hlutirnir betur. Það er auðvitað guðsgjöf að geta sungið en það er líka mikil vinna að halda sér á floti i þessum bransa og fá nýjar hugmyndir. Hluti af þessu öllu saman er líka heppni en það var fyrir algera tilviljun að Björgvin Hall- dórsson heyrði mig syngja í upptöku- veri þegar hann var í HLH flokkun. Hann hringdi síðan i mig og bað mig að syngja með hljómsveitinni og þá fór boltinn að rúlla.“ hugrun@vbl.is KRINGLUNNI Sími: 568 6440 I busahold@busahold.is Stálpottasett á góðu verði Brúðhjónalistar og gjafakort búsáhöld

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.