blaðið - 12.12.2005, Síða 22

blaðið - 12.12.2005, Síða 22
30 I ÍÞRÓTTIR MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blaöÍA ÍRYGGÐU ÞER ASKRIFT cnsm B O LT t N N^F’ I SIMA 800 7000. A WWW.ENSKI.IS EÐA I NÆSTU VERSLUN SIMANS. Sjáið myndirnar á www.biiamarkadurinn.is V *i ^ ■— Si!<t<IYflTI^Tl?OT/<W Sm&imn+i 46 E * '** c KA7 i«nn Knattspyrna: Heimsmeist- aramót félags- liða byrjað Heimsmeistaramót félagsliða byrjaði í dag með viðureign suður-arabíska liðsins AL lttihad og egypska liðsins AL Ahly. Það var Mohammed Noor, fyrirliði AL lttihad, sem skoraði sigurmark leiksins og tryggði sínu hði sigur í fyrsta leik mótsins. Þetta var opnun- arleikur heimsmeistaramóts félagshða sem haldið er í Tokyo í Japan. Leikmenn Liverpool lögðu af stað til Japans í gær og eiga sinn fyrsta leik á fimmtudaginn gegn Sidney FC frá Ástralíu eða Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka. Tahð er að keppnin um titilinn verði á milli Evrópumeistara Liverpool og Suður Ameríku meistar- anna, Sao Paulo ffá Brasilíu. ítalski boltinn Hér sést Mohammed Noor fyrirliði AL Ittihad fagnar marki sínu sem tryggði sigur í opnunarleik mótsins Juventus eykur forystu sína Sjö leikir fóru fram í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta í gær. Leikmenn Juventus fengu Cagliari í heimsókn. Heimamenn tóku öll þrjú stigin í leiknum með 4-0 sigri. Nedved skor- aði eitt mark, Trezeguet með tvö og Vignati gerði sjálfsmark. Með sigrinum jók Juventus forystu sína í ítölsku deildinni. Messina tók á móti Chievo Verona. Heimamenn fóru með sigur í leiknum, 2-0 og voru það þeir Napoli og Zampagna sem skoruðu mörkin. Ascoli tók á móti Reggina og gerðu liðin eitt mark hvort. Fini gerði mark heimamanna en Paredes jafnaði rétt fyrir lok leiks. Livorno vann Lazio 2-1. Mörk heima- manna gerðu Ascentis og Lucarelli en mark gestanna skoraði Pandev. Roma fékk Palermo í heimsókn og unnu gestirnir góðan sigur 2-1. Cass- ano skoraði fyrir Roma en Biava Totti, leikmaður Roma, er hér í harðir baráttu við leikmenn Palermo Trezeguet fagnar hér fyrra marki sínu þegar lið hans vann góðan 4-0 sigur. og Caracciolo fyrir gestina. Parma gerði 1-1 jafntefli við Sampdoria á heimavelli. Mark heimamanna gerði Corradi en Bonozzoli jafnaði fyrir Sampdoria. Udinese tók á móti Lecce. Vucinic gerði tvö mörk fyrir gestina en Natale minnkaði muninn á síðustu mínútu leiksins fyrir heimamenn sem töpuðu 2-1. Stórleikur umferðarinnar er viður- eign AC Milan og Inter Milan en leikurinn hófst eftir að Blaðið fór í prentun. Enski boltinn Ég er ekki grófur leikmaður Michael Essien, leikmaður Chelsea, segist ekki vera grófur leikmaður. Þessi 23 ára leikmaður hefur verið kærður til UEFA fyrir ljót brot á Hamann, leikmanni Liverpool, í leik í meistaradeild Evrópu síðastlið- inn þriðjudag og gæti átt yfir höfði sér leikbann. „Eg var ekki að reyna að meiða Hamann og dómarinn skyldi það. Þess vegna refsaði hann mér ekki eins og margir segja að hann hefði átt að gera.“ Þessi ljóta tækling fór framhjá dómara leiks- ins en UEFA hefur áhveðið að taka þetta mál upp. „Þetta var tilraun til að ná í boltann, ekki leikmanninn.“ Essien hefur hringt í leikmanninn og beðið hann afsökunar. Michael Essien, til vinstri, segist ekki vera grófur leikmaður AÐ LEIKSLOKUM í KVÖLD KL. 21.00 Knattspyrnusérfræðingarnir Willum og Gummi Torfa fara yfir mestu tilþrifin ásamt mistökunum sem áttu sér stað í leikjum helgarinnar. Eriksson styður Ferguson Þjálfari enska landsliðsins í fót- bolta, Sven-Goran Eriksson, telur að Alex Ferguson sé enn sá rétti fyrir Manchester United. „Þið skuluð ekki gagnrýna Sir Alex Ferguson eftir allt sem hann hefur gert fyrir félagið," sagði Eriksson. Hann hélt áfram og sagði: „Hann er búinn að vera frábær ár eftir ár og United er eitt besta lið heims.“ Eins og kunn- ugt er féll United út úr meistaradeild Evrópu síðastliðinn miðvikudag eftir 2-1 tap gegn Benfica, en ályktað hefur verið að það kosti félagið 1,5 milljarð íslenskra króna. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1995 sem félagið spilar ekki í Evrópukeppni eftir áramót. Tapið gegn Benfica hefur fengið marga spekingana til að hug- leiða framtíð stjórans á Old trafford. Stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að trúa að það sé best að skipta um stjóra í brúnni og fá nýtt og ferskt blóð á Old Trafford. Ferguson sjálfur lætur eins og allt sé eins og það á að vera og talar um að halda áfram að byggja liðið upp. Sérfræðingar segja að Ferguson fái að klára þessa leiktíð, en verði lát- inn fara í vor.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.