blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaðiö
Mœðrastyrksnefnd:
Jólaúthlutun í fullum gangi
Jólaúthlutun Mæðrastyrks-
nefndar hófst á föstudaginn þegar
þrjú hundruð manns fengu af-
henta matar- og gjafapakka fyrir
jólin. Úthlutun hélt svo áfram
í gær og verður í gangi fram á
fimmtudag.
Ekki sama örtröðin
I fyrsta skipti ár þurfti fólk að sækja
sérstaklega um jólaúthlutun með fyr-
irvara en þetta var gert til að koma í
veg fyrir biðraðir og til að innkaup
yrðu í samræmi við eftirspurn. Að
sögn Margrétar K. Sigurðardóttur,
gjaldkera Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur, hefur úthlutun gengið
mjög vel og nýja fyrirkomulagið
sannað sig með ágætum. „Fólk á
ekki að þurfa að standa lengur úti
í biðröð og líka að þegar fólk er
búið að sækja um þá erum við búin
að merkja við hvern og einn hvað
hann á að fá stóran pakka og þá á
þetta að ganga nokkuð fljótt fyrir
sig. Þetta er ekki sama örtröðin
og var.“ Nú þegar hafa vel á þriðja
þúsund manns sótt um en umsókn-
arfrestur var framlengdur um einn
dag þannig að heildartölur eru ekki
enn komnar í hús.
Allirfá jólapakka
Að sögn Margrétar fá umsækjendur
velútlátinn jólapakka með öllu því
nauðsynlegasta til hægt sé að halda
upp á jólin. „Fólk fær jólamat til
fjögurra daga sem samanstendur af
kjöti, kaffi og öllu mögulegu. Svo fá
menn annað hvort hamborgarhrygg
eða hangikjöt. Rauðkál og grænar
baunir og það sem fólk notar í jóla-
matinn. Svo fá allir jólapakka við
hæfi eftir kyni og aldri.“
Wm- ■33 ÍM
.. L '_ s y
Sjáifboðaliðar á vegum Mæðrastyrksnefndar undirbúa jólaúthlutun í húsnæði nefndarinnar við Sætún í gær.
Blaðiö/Frikki
Leiðrétting
í frétt í laugardagsblaði Blaðsins var
villa í texta er fjallaði um tækni-
ífjóvganir. Þar féll út orð í einni
setningu. Setningin sem um ræðir
var á þessa leið: „Fé það sem ætlað
var til tæknifrjóvgana á þessu ári
var töluvert áður en samningurinn
rann út.“ Þar átti að standa: „Fé það
sem ætlað var til tæknifrjóvgana á
þessu ári var uppurið töluvert áður
en samningurinn rann út.“ Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
TAKIÐ
AF YKKUR SKÓNA!
Siglt til Eyja frá Bakkafjöru?
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra kynnti sér í gær líkan sem sett
hefur verið upp í Siglingastofnun.
Þar eru aðstæður í Bakkafjöru
í Landeyjum endurskapaðar til
þess að kanna mögulegt ferjulægi
fyrir siglingar til Vestmannaeyja.
Nefnd sem vinnur að bættum sam-
göngum milli lands og Eyja skoðar
nú þá kosti sem í boði eru. Til greina
kemur að gera jarðgöng, endurnýja
Herjólf eða koma á ferjusiglingum
frá Bakkafjöru. Ef af því verður
mun siglingatíminn til Eyja styttast
til muna, en um hálftíma tekur að
sigla þangað frá Bakkafjöru.
Skemmtanir:
Sutherland
með tónleika
Islandsvinurinn og leikarinn Kiefer
Sutherland mun standa að tón-
leikum hér á landi á NASA næstkom-
andi fimmtudag með rokkhljóm-
sveit Rocco DeLuca. í för með þeim
verður kvikmyndatökulið frá bresku
sjónvarpsstöðinni BBC sem vinnur
um þessar mundir að heimildar-
mynd um þá félaga. Að sögn Láru
Marteinsdóttur, aðstoðarmanns
Sutherland, er þetta 13 manna hópur
sem fýlgir þeim félögum hingað
til lands en þeir munu dvelja hér
til 25. desember næstkomandi.
Jólaveðrið í Reykjavík:
Yfirgnæfandi líkur á rauðum jólum
c
rúmco
Veðurfræðingar eru farnir að
spreyta sig á því að spá fyrir um jóla-
veðrið. Á vefsíðu Veðurstofu Islands
er nú birt sérstök jólaveðurspá sem
Amerísk jólatré
netbudir.is
Landsins mesta úrval af jólatrjám
'1777
mun verða uppfærð daglega fram
að jólum. Kristín Hermannsdóttir á
Veðurstofunni segir spána meira að
gamni gerða enda sé erfitt að spá svo
langt fram í tímann með mikilli ná-
kvæmni. „Við vorum svona að leika
okkur að þessu. Þetta er ekkert ör-
uggt frekar en annað, en við munum
uppfæra þetta á hverjum degi.“
Kristin segir að eins og staðan sé í
dag, þá liti út fyrir að rauð jól verði í
Reykjavík þetta árið. „Við teljum yf-
irgnæfandi likur á því að jólin verði
rauð hér í borginni. Hins vegar eru
nokkrar líkur á því að jólin verði
hvít á Norðurlandi, eða um 50%.
Heldur meiri líkur eru svo á Rauf-
arhöfn og Egilsstöðum, eða 75%, en
allt byggir þetta á því hvernig veðrið
verður í vikunni.“ Þar skiptir mestu
máli að sögn Kristínar lægð ein sem
nálgast landið og fer yfir á fimmtu-
dag. „Sú lægð skiptir miklu máli, ef
hún færir sig eitthvað úr stað frá þvi
sem spárnar í dag gera ráð fyrir, þá
gæti allt gerst. Fimmtudagurinn
er því krítíski dagurinn í þessum
málum.“ Kristín segir að tveimur til
þremur dögum fyrir jól verði hægt
að segja til um jólaveðrið með nokk-
urri vissu.
Jólaaiöf veiðimannsins!
Veiðikortið 2006
Kortið gildir sem veiðileyfi
í 23 veiðivötn vítt og breitt
um landið. Veiðikortiö er
fjölskylduvænt og stuðlar
að notalegri útiveru.
Ný vötn eru:
- Þingvallavatn fyrir landi
þjóðgarðs
- Ljósavatn
- Hraunsfjörður
Nánari upplýsingar um önnur
vötn eru á vef Veiðikortsins
www.veidikortid.is
Gefðu gleðilegt sumar í jólagjöf ]
Sölustaðir: ESSO stöðvarnar - veiðibúðir og viðar
Frí heimsending á netpöntunum - www.veidikortid.is
£ssoj
Blaöið/Frikki
Allar líkur eru á rauðum jólum f Reykjavík.
J1 I
Ljósin í bænum
I --SUOURVCIt
Stigahliö45 • 105Reykjavík