blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 22
22 I ÝMISLEGT ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaöiö Öfgafullar útlitsbreytingar Endaþarmsaflitanir nýjasta œðið í Bandaríkjunum Orgel- og píanólög 3’ nótnahefti meö lögum og textum Steingríms M. Sigfússonar. Veislulok er létt lög, Huggun og Efþú værir stjarna, eru kirkjulög. Upplýsingar gefur Haraldur Sigfússon sími 553 5054 og Frum sími 568 1000 www.frum.is biaéið Hvað veldur? Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir þessu athæfi eru af ýmsum toga. Sú sem virðist vera gegnumgangandi er að með aldrinum þá dekkist enda- þarmsopið eðlilega, enda bakdyr líkamans. En endaþarmsaflitun er síður en svo íþrótt almúgans. Yfir- stéttarfólk í afþreyingariðnaðinum hefur oft og iðulega verið ásakað um að hafa gengist undir þannig aðgerðir. I því sambandi er hin þvengmjóa Lara Flynn Boyle nefnd drottning slíkra aflitana í mörgum hornum vefsins og ýja sömuleiðis margar heimasíðurnar að því að silf- urrefurinn Richard Gere sé sömu- leiðis aðdáandi aflitunarinnar. Fyrirmyndir nútímans eru sjaldan miklir hugsuðir eða andans menn. Þær eru vanalega mun fremur kvikmyndastjörnur líkt og þær er nefndar eru hér að ofan eða markaðsaðlagandi söngspírur með klór í hárinu. Það þykir ekki móðins að hafa hluti fram að færa. Slíkir eru uppnefndir sem „treflar" af lífsstíls- mógúlum. Ásprautuð brúnkubrynja, háreyðingarmeðferðir, þvottabrett- ismagavöðvar og álstrípur hafa tekið langt fram úr vitsmunalegum kostum sem einstaklingsprýði. Enda snýst líf nútímamannsins fyrst og fremst um að vera útlitslega frambærilegur þegar að hann dettur á „kæjann.11 Hvað er næst? Maður leiðir óneitanlega hugann að því hver endastöð útlitsdýrk- unarinnar og líkamsbreytinga er þegar að gjörðir líkt og endaþarm- saflitun eru orðnar samfélagslega viðurkenndar. Einhvern veginn vonar maður að vegurinn sé á enda en hefur samt sem áður ekki mikla trú á því. Meyjarhafstendurnýjanir, silikónfylltir barmar og endaþarm- saflitanir þurfa nefnilega ekki endi- lega að þýða fullkomnun fyrir afvega- leidda fullkomnunarsinna. Kannski að næsta skref séu fegrunaraðgerðir á innyflum. Lifrasléttingar, hjartalit- anir og beinagrindarskreytingar til að líta betur út í skurðaðgerðum og röntgenmyndatökum. En það er vit- anlega það fallegasta við framtíðina að engin veit fyrr en orðið hefur. Þó verður að viðurkennast að fátt á eftir að koma manni er býr í þjóðfélagi þar sem að endaþarmar eru aflitaðir á óvart í þessum efnum. t.juliusson@bladid.net Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak af bókinni Karlar ljúga, konur gráta. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur /2 BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Útlitsdýrkun og lífsstílsþræl- dómur hafa náð fáránlegum hæðum á undaförnum misserum. Fyrir tuttugu árum síðan þóttu það líklega öfgar og dans á brún almenns siðgæðis að fá sér per- manent og mála andlitið í krass- andi neonlitum. Gamla fólkið fussaði og sveiaði yfir þessum óþverra og var takmarkinu um að ögra fortíðinni þar með náð. í dag nægir slíkt ekki. Þegar er löngu búið að fara yfir öll mörk í sambandi við líkamsgatanir og húðflúrun og því löngu orðið ljóst að eitthvað róttækt og framandi þurfti til þess að rugga bát við- urkenningarinnar. Það þurfti nýja hluti til að frumkvöðlast í misboðningu. 1 dag eru það líklega fegrunarað- gerðir sem hneyksla mest. Þær voru löngum gagnrýndar þegar að þær tak- mörkuðust við silikonfylltar bringur og teygða andlitshúð en hafa gengið miklu mun lengra á botoxöld. Nú er vel þekkt að konur láti endurnýja meyjarhöft til að upplifa æskuna að nýju og nánast engin takmörk hvar sé hægt að sprauta silikoni lengur. 1 dag fær fólk sér slíkar fyllingar í allt frá vörum, rassi og lærum að skapa- börmum. 1 dag snýst enda allt um að líta vel út. Að vera rétt „tanaður" og „köttaður" fyrir Gilzenneger og „kæjann“ er það sem öllu skiptir. Gamla orðatiltækið um að bókina skuli ekki dæma eftir kápunni á svo sannarlega ekki lengur við. 1 dag er óþarfi að hafa neinar blaðsíður í bók- unum, ef kápan glitrar skiptir inni- haldið engu máli. Það sem tröllríður öllu í dag eru endaþarmsaflitanir. 1 yfirborðs- kenndum heimi er víst enginn maður með mönnum, né kona með konum, nema að bleikur roði um- lyki endaþarmsopið. Hvað er að gerast? Sú var tíðin að menn sögðu ekki rass opinberlega. Gumpurinn þótti forboðinn og dónalegur og alls ekki við hæfi að ræða hann hversdags- lega. Blessunarlega hafa Islendingar Ýmsar kvikmyndastjörnur hafa aflitað á sér hárið til að auka kræsileika sinn. Aðrir ganga ennþá lengra í útlitsbreytingum. og aðrir hrist þann tepruhátt af sér og opnast mikið. En öllu má ofgera og guðir mínir góðir hvað tímarnir hafa breyst síðan að brúna augað var ekkert annað en skammarlegur lík- amspartur sem nýttist ekki í annað en agaflengingar, hægðarlosanir og til þess að sitja á. Síðasta vígið hlýtur að vera fallið þegar að endaþarmsaf- litanir eru orðnar hversdagslegt brauð og eftirsóknarvert þykir að hafa hringvöðvaopið bleikt. En hvað er endaþarmsaflitun og hvernig er hún framkvæmd? Er raunverulega til fólk sem leggur þetta á sig til að líta betur út? Svo virðist vera því að þar sem er framboð, þar er vanalega eftirspurn, og það er svo sannarlega framboð á endaþarmsaflitunum. Hvað er endaþarmsaflitun? Endaþarmsaflitun snýst um að bleikja þau svæði í kringum enda- þarmsopið sem hefur tilhneigingu til þess að dekkjast eftir því sem árin líða. Engin heilsusamleg eða hagnýt ástæða er fyrir aflituninni og er því ekkert óvarlegt að álykta að hún sé fyrst og fremst og aðal- lega framkvæmd í hégómlegum til- gangi. Sumt fólk er víst ekki í rónni fyrr en endaþarmurinn er orðinn teknó-bleikur. Þessi tíska á samkvæmt veralda- vefnum rætur sínar að rekja til þess að margir viðskiptavinir snyrti- stofa í Bandaríkjunum höfðu af því miklar áhyggjur að vax- og aðrar háreyðingarmeðferðir á lendum þeirra opinberuðu svört svæði í kringum endaþarminn. Þetta þótti hin mesta lífsstílshneisa og hafist var handa við að finna upp leiðir til að yngja upp endaþarmsopið. Þá er klámvæðingin sökuð um að eiga hlut að máli í þessari þróun enda er hún ábyrg fyrir því að koma enda- þarminum inn í meginstrauminn. Átvinnumenn í þeim geira eru lík- lega meðal fárra stétta í litríkri sam- setningu þjóðfélagsins sem treystir meðal annars á endaþarminn til að brauðfæða sig og sína. Því þykir ekki mikið tiltökumál þar innanbúðar að skella sér í aflitun til þess að ná aftur bleikum roða barnæskunnar á endaþarmsopið. Hvernig er þetta gert? Þessi aðgerð er framkvæmd þannig að sérstakt aflitunarkrem er borið á endaþarmsopið í kjölfar alraksturs frá mjóbaki að nafla. Sérfræðingar í fegrunaraðgerðum fullyrða að þetta sé ekki hættulegt þar sem kremið vinni „með“ líkamanum að lýsingu hringvöðvans, en ekki „á“ honum. Þeir benda á að blökkumenn hafi lengi notast við sambærilegt krem til að lýsa húð sína af einhverjum ástæðum. Húðin á að drekka í sig kremið með þeim afleiðingum að hún verði hægt og rólega bleik sem barnsrass. Þó er varað við ofnotkun og bent á að það þurfi ekki mikið til þess að fara framúr tilætluðum árangri og sitja upp með sjálfslýs- andi endaþarmsop. Mælst er til þess að takmarka alla notkun á svona kremum við áburð tvisvar á dag. í Bandaríkjunum er hægt að gangast undir endaþarmsaflitanir á snyrti- stofum fyrir litla 75 dollara hvert skipti. Við gerð þessarar greinar varð höfundur hennar ekki var við að þjónusta af þessu tagi væri í boði á íslandi. Hvorki læknar né starfsmenn apóteka könnuðust við að krem af þessu tagi væri boðið til sölu hér á landi. En íslendingar eru þó móðins þjóð sem kann illa við að vera í eftirdragi tískunnar og vana- lega furðufljót að innleiða lífsstílsnýj - ungar. Það kæmi því lítið á óvart þó að stutt sé í að endaþarmsaflitanir verði í boði á helstu snyrtistofum borgarinnar. Höfum mikið úrval leikfanga. Spil, púsl og módel fyrir alla aldurshópa. Opið lengur alla daga til jóla 'OmSTlinORHÚSID Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.