blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 18
18 I BÖRW OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaAÍÓ Hvaö erum við að gera? I morgun var undirritaður samstarfssamningur milli Félagsvísindadeildar Háskóla íslands ogsjö samstarfsaðila, um rekstur Rannsóknarseturs í barna- ogfjölskylduvernd við félagsráðgjafaskor Háskóla íslands. Með þessu samstarfi er verið að koma til móts við ákall stjórnvalda, almennings og vinnumarkaðar um frumkvæði vísindamanna að afla þekkingar sem nýtist málefnum barna og fjölskyldna á íslandi, en hingað til hafa málefni sem þessi lítið verið rannsökuð hérlendis. Blaðið kom að máli við Anni G. Haugen, félagsráðgjafa hjá Barnaverndarstofu: ,Það eru jú nokkrir aðilar sem koma að þessum samningi, en þegar það var komið að máli við okkur, sáum við þetta sem tækifæri til að styðja við og efla rannsóknir á sviði barna og fjölskyldumála. Okkur bráð- vantar rannsóknir á stöðum barna og fjölskyldna þeirra. Bæði vantar okkur upplýsingar um hvað það er sem gengur vel og eins það sem gengur illa, og í þeim tilfellum sem ekki gengur vel, þá þyrftum við að hafa haldbærar upplýsingar um hvað getur orðið til bóta.“ Myndirþú telja að börn vœru sá þjóð- félagshópur sem verður hvað mest út- undan í örum samfélagsbreytingum? ,Ég hef ekkert fyrir mér hvað varðar rannsóknir á þessu máli, en ég held að það sé tvíþætt. Annarsvegar hafa mjög mörg börn það mjög gott og er sinnt vel, en svo er annar hópur sem hefur það slæmt og kannski enn verr en áður. Þetta málefni er til dæmis eitt af því sem ég myndi vilja sjá ein- hverjar vísindalegar rannsóknir á.“ En nú eru svo miklarkröfurgerðar til fullorðinna. Til dœmis um menntun, starfsframa, tekjur, útlit og fleira. Verða börnin ekki undir íþessu öllu? „Eflaust verða einhver börn undir, en kröfur til barna eru samt að auk- ast stöðugt líkt og kröfur til fullorð- inna. Börnin eiga að standa sig í skólanum, tónlistarnámi, íþróttum og öllu mögulegu, enda er krafa á flestum foreldrum um að veita börnum sínum þessi hlunnindi. Þó vilja mörg börn einna helst fá tíma með þeim sem þeim þykir vænt um og það að kaupa hluti og græjur eða senda á námskeið, kemur ekki í stað þarfar barna til samveru við það fólk sem á að annast þau.“ Gengi krónunar umfram veiferð barna Anni segir barna- og fjölskyldumál hafa ekki fengið næga athygli á sviði vísindalegra rannsókna hérlendis. „Þetta er svið sem við íslendingar höfum vanrækt. Hinsvegar erum við dugleg að rannsaka virkjanafram- kvæmdir og allskonar aðra hluti sem gagnast kannski frekar gengi krónunnar." Breytingar á íslensku samfélagi hafa verið gífurlegar á undanförnum árum. Á meðan lífsstíll fólks hefur umpólast, er enn verið að reyna að halda gömlum hefðum á lofti á ýmsum sviðum. Hvaða kona kannast til dæmis ekki við það að “ná ekki” að undirbúa jólin fyllilega? Vinna fulla vinnu, kaupa gjafir, baka, þrífa heim- ilið hátt og lágt, pakka inn, kaupa föt os.frv. „ Þetta er viðkvæmt mál á margan hátt. Bæði persónulega og pólitískt, en kvennabaráttan virðist ekki hafa skilað sér jafnt á þann hátt að karlar hafi haldið inn á heimilin í sama mæli og konur fóru út á vinnumarkaðinn,“ segir Anni. „Hin hefðbundnu hlutverk kvenna eru í dag á höndum margra aðila; Skóla, dagskóla, leikskóla, dagmæðra og svo framvegis og æ fleiri nýta sér að- stoð heimilishjálpar sem sinnir öllum helstu störfum sem konur gerðu áður. Þessar breytingar hafa vissulega haft sín áhrif á fjölskylduna og það er vert að rannsaka þessi mál. Því verður mjög spennandi að sjá niðurstöðurnar af þessu þriggja ára starfi,“ segir Anni að lokum. Þeir aðilar sem að samningnum koma eru; Barnaverndarstofa, Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Félagsmálaráðuneyti, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag. Árleg framlög samstarfsaðila til Rannsóknaseturs um barna- og fjöl- skylduvernd eru á bilinu 300.000 kr. til 750.000 kr. og eru flestir samning- arnir til þriggja ára. margret@vbl.is Hjallastefnan teygir anga sína til Akureyrar BæjarstóriAkureyrar, KristjánÞór Júlíusson og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Hjallastefnunnar ehf, hafa nú undir- ritað samning þess efnis að Hjallastefnan verði höfð að leiðarljósi við rekstur Hólma- sólar, en það er nýr leikskóli á Akureyri sem tekur til starfa í aprtl á næsta ári. Fæst í apótekum um land allt. Georg Hannah Keflavík, Hárhús Kötlu Akranesi, Brúskur Grafarvogi og Hársnyrtistofan Pílus Mosfellsbæ. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstóri á Akureyri, fagnar að vonum samn- ingnum: „Við erum að reka töluvert marga leikskóla á Akureyri í dag. Einn þeirra er einkarekinn enn sem komið er, en það er skóli sem Hvítasunnusöfnuðurinn rekur og gerir það vel. Að fá Hjallastefnuna til Akureyrar er liður í að bjóða upp á meiri fjölbreytni á þessu sviði. Við fögnum tilkomu hennar mjög og hún verður kærkomin viðbót við það frábæra leikskólastarf sem fyrir er i bænum. Þetta verður liður í auk- inni samkeppni á þessu sviði og að sama skapi eykur þetta valkostina sem foreldrar hér í bæ hafa,“ segir Kristján. Margrét Pála er líka ánægð með samninginn við Akureyrarbæ: „Það er mjög áhugavert tækifæri að fara af stað með þetta verkefni í nýju sveitafélagi þar sem ekki hefur verið boðið upp á Hjallastefnuna áður. Svo er vitaskuld alltaf gaman að vaxa og dafna og finna að uppeldishugsjónir Hjallastefnunnar, um jafnréttisstarf fyrir stúlkur og drengi, fái hljóm- grunn í samfélaginu. Hve margar uppeldisstofnanir nýta sér Hjallastefnuna í dag? „Það eru fyrstu leikskólarnir okkar; Hjalli eitt og Hjalli tvö í Hafnar- firði, svo er það leikskólinn Ásar í Garðabæ og loks leik og -grunnskóli að nafni Barnaskóli Hjallastefn- unnar í Garðabæ en Hjallastefnan ehf. rekur alla þessa skóla sjálfstætt. Leikskólinn Gimli í Reykjanesbæ og Ós í Reykjavík eru með þjón- ustusamning við okkur um notkun Hjallastefnunnnar og svo eru tiu til tólf leikskólar á Islandi sem starfa í anda hugmyndafræði okkar auk nokkurra á Norðurlöndum.“ Hver er munurinn á þjónustu- samningi og því að starfa í anda Hjallastefnunnar? „Þeir skólar sem Hjallastefnan rekur sjálf hafa fullt fag og rekstrarfrelsi, þar sem þróun módelsins er ekki bundin ákvörðunum óskyldra rekstarfélaga eins og til dæmis sveitarfélaga. Það sama gildir um þjónustusamning skólanna sem eru sjálfstæðir í starfi sínu. Aðrir skólar eru að miklu leyti bundnir sínum rekstraraðila þó svo þeir starfi í okkar anda. Hins vegar vinna allir þessir skólar, um 14 talsins, mikið saman að sameiginlegum málum.“ Hefur verið sýnt fram á ein- hvern mælaniegan árangur af Hjallastefnunni? „Ég skrifaði mastersritgerðina mína við Kennaraháskólann um þetta efni. Þar lagði ég mat á ár- angur Hjallastefnubarna eftir að í grunnskóla var komið. Niðurstaða mín leiddi í ljós að sem betur fer, eru „okkar börn“ áþekk öðrum börnum en ef mælanlegur munur fannst, þá var hann Hjallabörnum í hag. Sérstaklega reyndust okkar börn öruggari og jákvæðari í sam- vinnu og samskiptum við hitt kynið sem var gleðileg niðurstaða enda er markmið kynjaskipta starfsins að gera stúlkum og drengjum kleift að vinna á jafningjagrunni og af virð- ingu fyrir bæði eigin kyni og hinu kyninu."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.