blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 28
28 I MENNIWG
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaöiö
Lífið er annars staðar eftir Milans Kundera
er komin út í íslenskri þýðingu
Beittur
húmor og
skarpskyggni
Blaöiö/Frikki
Friðrik Rafnsson.J minum huga sameinar þessi bók það besta hjá Kundera; hann segir heillandi, fyndna og skemmtilega sögu sem
hefur alheimsvísun í sambandi móður og sonar."
Ltfið er annars staðar, hin fræga og
raeistaralega saga Milans Kundera
er komin út í íslenskri þýðingu
Friðriks Rafnssonar, en hann hefur
þýtt fjölda verka eftir þennan virta
tékkneska höfund sem búsettur er í
Frakklandi. Það liggur beinast við
að spyrja Friðrik af hverju hann hafi
ekki þýtt þess bók fyrr, en hún kom
fyrst út í Frakklandi árið 1973.
„Ég byrjaði að þýða bókina árið
1989 en þá datt inn um lúguna í próf-
örkum önnur saga eftir Kundera,
Ódauðleikinn, sem þá var ókomin út
í Frakklandi. Mér fannst spennandi
að þýða verkið og dreif mig í það og
bókin kom út hér á landi þetta sama
ár. Síðan hafa mál æxlast þannig að ég
hef þýtt nýjar bækur eftir Kundera og
ýmislegt annað, ss. tvær bækur eftir
Houellebecq. Þýðingin á Lífið er ann-
ars staðar lenti því í salti hjá mér,“ segir
Friðrik. „Sem bókmenntafræðingur
hef ég fjallað mjög mikið um þessa bók,
kennt hana í Endurmenntunardeild
Háskóla íslands, flutt fyrirlestra um
hana í Grikklandi og Frakklandi og
víðar og fyrir nokkrum árum skrifaði
ég smástúdíu þar sem ég bar saman
Olaf Kárason Ljósvíking hjá Laxness
og Jaromil, aðalpersónuna í þessari bók
Kundera, og velti fyrir mér tveimur
erkitýpum skáldsins hjá þessum
tveimur höfundum. Þeir drengirnir,
ljóðskáldin, eiga margt sameiginlegt,
en margt skilur þá að, enda sprottnir úr
ærið ólíkum menningarjarðvegi.
En ástæðan fyrir því að ég dreif
síðan loks í að þýða Lífið er annars
staðar er sú að fyrir um það bil þremur
árum vantaði mig tilvitnun í bókina á
íslensku. Ég hélt að ég hefði þýtt hana
fyrir löngu og leitaði að henni í bóka-
hillu hjá mér. Þá uppgötvaði ég mér til
mikiUar furðu að ég hafði aldrei þýtt
hana. Þannig að ég gekk í máhð. Þetta
er sú bók Kundera sem mér þykir einna
vænst um. Kannski hef ég bara verið að
spara mér hana af einhvers konar eigin-
girni, nísku sem þýðandi?“
Leitin að hamingjunni
Bókin hefur notið gríðarlegra
vinsælda víða um heim. Hver er að
þínum dómi lykillinn að vinsældum
hennar?
„Ástæða þess að ég hef alltaf haft
mjög gaman af henni er að í henni
njóta sín bestu eðliskostir Kundera:
beittur húmor og skarpskyggni. f
bókinni dregur hann upp makalausa
mynd af ungum dreng sem er í ansi
skondinni leit að hamingjunni og
sömuleiðis sterka og nærfærna mynd
af móður hans, sem þó er hálfgert
skrímsli. í mínum huga sameinarþessi
bók það besta hjá Kundera; hann segir
heillandi, fyndna og skemmtilega sögu
sem hefur alheimsvisun í sambandi
móður og sonar. Mér finnst líka mjög
áhugavert hvernig Kundera veltir fyrir
sér sambandi ímyndunar og veruleika
í þessari bók, hvernig við erum í raun-
inni alltaf að umskrifa samtímann og
okkar eigin fortíð og annarra. Ætli
það séu ekki þessir eiginleikar sem
hafa orðið til þess að bókin er orðin
nútímaklassíker í Evrópu. í henni nær
Kundera afar góðu jafnvægi milli þess
að segja skemmtisögu og lokka mann í
pælingar um lífið og tilveruna.“
Kundera sýnir íslensku útgáfuna
Óhætt er að mæla með þessari bók
Kundera sem er mjög fyndin en hka
mjög beitt og líklegt er að mörgum les-
endum bregði við þá mynd sem dregin
er upp af listamanninum sem egóista.
„Þetta er saga um mann sem kemst
aldrei út úr sjálfum sér. Það er kannski
ógæfa hans í lífinu að kunna ekki að
hlusta,“ segir Friðrik. „Þegar ég var að
þýða þessa bók fannst mér að margt í
henni fjallaði ekki einungis um stöðu
listamannsins, heldur einnig stöðu
athafnamannsins. „Athafnaskáld" er
frábært íslenskt orð. Islensku athafna-
skáldunum verður oft hált á svellinu
þegar þau missa jarðsambandið, rétt
eins og hann Jaromil blessaður missir
sambandið við veruleikann. Hann fær
tækifæri í ástinni og skáldskapnum,
hefði getað orðið skáld og elskhugi,
en er svo upptekinn af sjálfiim sér og
því sem hefði getað orðið að hann
nær aldrei að lifa lífinu. Það er alltaf
annars staðar. Ef Jaromil væri Islend-
ingur í dag væri hann athafnaskáld eða
verðbréfasali.“
Fyrir skömmu var Friðrik staddur i
París og heilsaði vitanlega upp á Kund-
era og eiginkonu hans á heimili þeirra:
„Þegar ég kom inn til þeirra var íslenska
útgáfan af Lífið er annars staðar það
fyrsta sem blasti við mér. Ég sagði hjón-
unum að það hefði verið fallegt af þeim
að stiha henni upp af því ég væri að
koma í heimsókn. Þá svöruðu þau því
að þau hefðu verið með hana þarna til
sýnis upp á síðkastið þar sem útgáfan
væri svo myndarleg og falleg. Jap-
anskur þýðandi hafði verið í heimsókn
hjá þeim daginn áður og þau áttu von á
ldnverskum og bandarískum þýðanda.
Þau notuðu íslensku útgáfuna sem eins
konar kennslubók um það hvernig
ætti að gefa skáldsöguna út og höfðu á
orði að Islendingar væru eina þjóðin í
heiminum sem kynni núorðið að gefa
út bækur.“
Snautleg umfjöllun
Friðrik skrifaði nýlega grein í
Morgunblaðið þar sem hann vakti
athygli á því að góð bókmennta-
verk væru að týnast í jólabókaflóði
sem einkennist af mikilli útgáfu á
sakamálasögum. „Ég hef gaman af
spennusögum en mér finnst óþarfi
og beinlínis villandi að umfjöllun
um þær yfirskyggi allan annan
skáldskap, það er svo margt merki-
legra að gerast í íslenskum samtíma-
bókmenntum," segir Friðrik. „Talað
er um hversu merkilegt það sé að
Islendingar skrifi glæpasögur en
hvað er svona merkilegt við það? Er
glæpasagnaframleiðsla helsta menn-
Milan Kundera. Friðrik tók þessa mynd
af höfundinum fyrir tíu árum. Kundera
stendur við fiskhjalla sem eru við afleggj-
arann niður að Grindavík.
ingarafrek Islendinga þessi árin?“
Finnstþér umfjöllun um þýddar
bækur oflítil hér á landi?
„Mér finnst það, já, og miða þá
sérstaklega við Frakkland. Þegar
koma út bækur þar eftir höfunda
á borð við Philip Roth eða Paul
Auster, þá sætir það tíðindum þar
í landi og mikið er fjallað um þær.
Umræðan hér er allt annars eðlis
og stundum ekki laus við þjóð-
rembu. Það er eðlilega mikill áhugi
á nýjum íslenskum skáldsögum, en
það er furðulegt hvað umfjöllun um
þýddar bókmenntaperlur, rjómann
af því sem heimurinn hefur upp á
að bjóða, er oft snautleg. Ég veit ekki
hvers vegna þetta er svona. Þetta er
kannski verðugt rannsóknarverk-
efni fyrir einhvern bókmennta- eða
félagsfræðinginn. Annars get ég svo-
sem ekki kvartað, því ég hef verið
svo lánsamur að fást við höfunda
eins og Kundera, Quignard og Hou-
ellebecq, sem bókmenntafólk hefur
greinilega kunnað að meta. Ég hitti
oft fólk sem hefur verið að lesa
nýjar eða eldri þýðingar og þakkar
mér fyrir bækurnar eins og ég hafi
skrifað þær. Ég leiðrétti það náttúr-
lega strax, en það er gaman að fá slík
viðbrögð. Mér finnst því ekki rétt
þegar talað er um að starf þýðand-
ans sé vanþakklátt. Fyrst fær maður
að fást við öndvegistexta, það er afar
gefandi, ogefviðbrögðin eru jákvæð
er umbunin tvöföld. Er hægt að biðja
um meira?“
kolbrun@vbl.is
Lene KaaDerDei
Hilmar Hilmarsson
ÁVIU
1 f^ gfiil fA t11 i gM
Lene Kaaberbel
Hilmar Hilmarsson Leiðb.verð: 3.48
Tilboðsverð: 2.390,
uhöfundur.
*****
Páll Baldvin, DV
... [Ávítaratáknið] er
í alla staði áhugaverð
- svo áhugaverð að ég
ætla strax að lesa [Dóttir
ávítarans] og bíð spennt
eftir næstu tveimur."
Úlfhildur Dagsdóttir
www.bókmenntir. is
Hilmar Hilmarsson hefur þýtt báðar bækurnar og fengið heiðursverðlaun
frá barnabókasamtökunum Ibbyfyrir þýðingu sína á bókaflokknum.
umar um Ávítarann verða kvikmyndaðar á næst ári
JENTAS ehf. www.jentas.com
Sala og dreifing: Sögur ehf. útgáfa, tomas@baekur.is, sími: 557 3100 fax: 557 3137