blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaöiö UVG: Skora á Árna að segja af sér Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokk- anna hafa verið duglegar við að álykta um mál Árna Magnússonar fé- lagsmálaráðherra undanfarið. Ungir framsóknarmenn byrjuðu á því að fylkja liði bak ráðherra sínum og kölluðu þau hann „flottan fulltrúa Framsóknarflokksins.“ Ungir jafn- aðarmenn tóku annan pól í hæðina og sögðu að Árni væri flottur, segði hann af sér. Stjórn Ungra vinstri grænna hefur nú bæst í hópinn en í ályktun frá þeim er Árni harðlega gagnrýndur og segja þau Árna eiga tvo kosti í stöðunni. Annað hvort skjóti hann málinu til hærra dómst- igs, sem reyndar er ekki til hér á landi, eða hann segi af sér. Byggingarvisitala: Hækkun milli mánaða Vísitala byggingarkostnaðar hækk- aði um 0,03% frá nóvember til des- ember samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands. Vísitalan mældist um 316,7 stig í desember og hefur hækkað um 3,9% á síðastliðnum tólf mánuðum. Visitalan í ár hefur verið að meðaltali um 5,3% hærri en árið 2004. Miðborg Reykjavíkur: Kaupmenn æfir vegna fram- kvæmda á aðventu Kaupmenn í miðbæ Reykjavíkur eru margir afar óhressir þessa dag- ana vegna framkvæmdagleði borg- arinnar í miðborginni rétt fyrir hátíðarnar. Finna þeir að því að á há- annatíma sé götum lokað og þrengt að bílastæðum eins og ekkert sé. „Þetta er aðalbjargræðistíminn fyrir kaupmenn hér í miðbænum, en það er eins og borgin hafi engan áhuga á því eða okkar umkvört- unum,“ segir Þráinn Jóhannsson, skóari. Hann segist vel skilja að sinna þurfi margvíslegum fram- kvæmdum í miðborginni, en á hinn bóginn megi finna að því að í miðri aðventunni sé svo þrengt að umferð- arrýmdinni í hverfinu og sé hún þó ekki mikil fyrir. „Síðan er fram- kvæmdatíminn sérkapítuli, því ein- földustu framkvæmdir geta tekið margar vikur eða mánuði.“ Þráinn segir að hann og aðrir at- hafnamenn í miðborginni hafi bæði kvartað undan þessu og leitað svara hjá borgaryfirvöldum. Undirtektir hafi hins vegar engar verið. „Það er aldrei hlustað á verslunareigendur hér, þó allir viti að miðborgarsvæðið þrífist ekki nema fyrir smáverslanir og þjónustuaðila. En ef kúnninn kemst ekki að okkur er þetta auð- vitað dauðadæmt." Hann bendir á að með ólíkindum sé að sjá auð bílastæði í miðbænum á /jólaföstunni, en þau blasi samt víða BlaSiö/Steinar Hugi við þar sem bílar komist einfaldlega ekki að þeim. „Ég er með rekstur víðar en hér í miðbænum og þekki það vel að svona vinnubrögð myndu aldrei líðast við Kringluna eða Smáralind. Hér í miðbænum virðist borgaryfirvöldum alveg sama.“ ■ Dunilin gerir þér kleift að töfra fram glæsilega servíettuskreytingu í takt við tilefnið. Fjölbreytt litaúrval auðveldar þér að ná fram þeirri stemningu sem þú leitar eftir. I verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni þar sem finna má fjölmargar hugmyndir að servíettubrotum og borðskreytingum. Viðskipti: Björgólfur kaupir í pólsku síma- fyrirtæki Novator Telecom Poland, símafélag undir forystu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, hefur gert tilboð í 13% hlut í pólska símafélaginu Netia. Mark- aðsvirði þess hlutar er um 12 millj- arðar íslenskra króna. Um 8% yfir markaðsvirði Novator hafði eftir lokun markaðar siðastliðinn föstudag eignast um 10% hlut í Netia og lýsti því yfir í kjöl- farið að það hygðist stefna að 25% eignarhlut. Netia er með um 30% markaðshlutdeild á pólskum fast- línumarkaði og hefur samkvæmt fréttaskeyti frá Novator forystu á sviði virðisaukandi símaþjónustu þar í landi. Tilboð Novators til hluta- fjárhafa er 8% yfir verði hvers hlutar við lokun markaðar síðastliðinn föstudag og miðað við markaðsgengi hvers hlutar er því ljóst að kaupin muni kosta Novator um 12 milljarða íslenskra króna. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, ráðgjafa Novators, eru menn bjartsýnir á að tilboðinu verði tekið. „ Menn hafa trú á því að þetta muni ganga eftir. Það verður líka að horfa til þess að þó að þetta sé 8% yfir verði síðastliðinn föstu- dag þá hafa bréfin verið að hækka og þetta er fjórðung yfir meðaltali síðustu sex til tólf mánaða. Þannig að þegar horft er til langs tíma þá teljum við að þetta muni borga sig.“ Björgólfur Thor og Novator eiga þegar verulegra hagsmuna að gæta á fjarskiptamarkaði í Búlgaríu, Finn- landi, Tékklandi og Grikklandi auk Póllands. ■ Fiskeldi: Ný baktería veldur miklum usla í eldisþorskl Bannvæn baktería sem leggst á þorsk uppgötvaðist nýverið í Noregi. Sérfræðingar telja ómögulegt að úti- loka að smitið sé nú þegar til staðar á hafsvæðum hér við land. Leggur um 40% smit- aðra fiska afvelli Bakterían sem gengur undir nafn- inu Francisella sp. hefur hingað til aðeins fundist í eldisþorski og lýsir sér í bólguhnútamyndum í líf- færum. Þá virðist bakterian leggjast á augu og nokkrir sýktir fiskar voru einnig með blóðuga bólguhnúta á roðinu. Bakterían er afar banvæn og Lavalamparnir eru komnir vr.rð aftu rð j rá; r 2500 UUijaveqf S 551 7955 Blaöiö/lngú Ný banvæn baktería getur lagst þungt á eldisþorska dæmi eru um að hún hafi lagt um 40% smitaðra fiska í eldisstöðvum af velli. Að sögn Sigurðar Helgasonar, deildarstjóra fisksjúkdómadeildar að Keldum, hefur þessarar sýkingar ekki orðið vart í þorskeldi eða villi- fiskum hér við land. „ Það er þó ekki hægt að útiloka að bakterían og smitið sé til staðar í hafsvæðinu hér við land þó að þessa sjúkdóms gæti ekki. Þegar dýrum er haldið þétt saman þá geta komið upp sjúk- dómar ekki síst þegar smit berst úr náttúrunni þar sem að kannski að- stæður eru aðrar en í eldinu." Smitast ekki yfir I menn Sigurður telur líklegt að bakterían eigi upptök sín í villifiskum og hafi upprunalega borist þannig inn í fisk- eldin þar sem hún eigi auðveldara með að breiðast út. Hann segir erfitt að meta hvort að þessi baktería hafi áhrif á gæði fisksins en hún smitist hins vegar ekki yfir í menn. „Það er ekki hægt að útiloka neitt á þess- ari stundu. Sumir sýklar valda ekki skaða á fiskinum til neyslu en hins vegar gera aðrir sýklar það þegar þeir fara út í holdið. Það er bara mis- munandi eftir sýklum.“ ■ Sony KLV-S32A10 32"LCD Sony KLV-S40A10 40"LCD Sony KLV-V40A10 40"LCD PanasonÍcTH-42PA50 www.e1co.1s Skútuvogi 6 - Sími 570 4700 Jólaopnun: 08:00-20:00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.