blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaðiö
Benjamin Netanyahu ertalinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Líkúdbandalagsins.
Hér er hann ásamt konu sinni Söru á kjörstað í Jerúsalem í gær.
Nýtt þjóðþing Afgana hefur störf:
Fyrsta þjóðkjörna
þingið í meira en 30 ár
Fyrsta þjóðkjörna þing Afganistans
í meira en þrjá áratugi var sett í gær.
Hamid Karzai, forseti landsins, sagði
að þingið væri til marks um samhug
og væri mikilvægt skref í átt til lýð-
ræðis. Hann viðurkenndi jafnframt
að þjóðin stæði frammi fýrir meiri-
háttar vandamálum svo sem fátækt,
spillingu og hryðjuverkum. Helstu
völd verða enn í höndum forsetans
þó að þingið muni geta samþykkt
lög og hafnað vali hans á ráðherrum.
Ekki hefur verið þjóðkjörið þing í
landinu síðan 1973 þegar áratuga
óaldarskeið hófst í landinu í kjölfar
valdaráns og innrásar Sovétmanna.
„Afganistan stendur á ný á eigin
fótum eftir áratuga skeið styrjalda
og hernáms,“ sagði Karzai.
249 þingmenn eiga sæti á hinu
nýja þingi og samanstendur hópur-
inn meðal annars af leiðtogum ætt-
bálka, fyrrverandi flóttamönnum,
stríðsherrum, konum og fulltrúum
ólíkra þjóðarbrota. Afganir kusu til
neðri deildar þingsins í september
og til héraðsráða. Héraðsráðin kusu
síðan tvo þriðju þingmanna í efri
deild og Karzai útnefndi þriðjung
þingmanna þeirrar deildar. Með
setningu þingsins lýkur formlega
ferli sem staðið hefur yfir síðan í
desember 2001 þegar mismunandi
hópar komu sér saman um hvernig
staðið skyldi að pólitískum um-
skiptum í landinu. Því fer þó fjarri
að stöðugleiki og öryggi ríki í land-
inu og munu þingmenn sennilega
öðru fremur vinna að þessum mála-
flokkum á næstu vikum.
Meðal gesta við þingsetninguna
voru Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna og kona hans Lynne.
Hamid Karzai, forseti Afganistans, sagði
að hið nýja þing væri mikilvægt skref í átt
til lýðræðis i landinu.
Fljðtlegt að koma við og taka með sér rétti
Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075
Sarkozy ver orð sín
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra
Frakklands, segir að hann hafi bar-
ist af hörku fyrir réttindum þeirra
fimm milljóna múslima sem talið
er að búi í landinu og að óeirðirnar
á dögunum hafi ekki haft neitt með
íslam að gera.
Sarkozy ræddi meðal annars
óeirðirnar sem geisuðu í um þrjár
vikur í borgum og bæjum Frakk-
lands í viðtali við sjónvarpsstöðina
A1 Jazeera á sunnudaginn. Kveikt
var í þúsundum bíla og í opinberum
byggingum í óeirðunum auk þess
sem þúsundir manna voru hand-
teknir. Sarkozy varði einnig lög um
aðgerðir gegn hryðjuverkum sem
nýlega voru samþykkt á franska
þjóðþinginu.
Múslimar í Frakklandi hafa lengi
kvartað undan því að þeim sé mis-
munað i samfélaginu og lifi í raun á
jaðri þess. Sarkozy var á sínum tíma
harkalega gagnrýndur fyrir að hafa
kallað óeirðaseggina „óþjóðalýð“ en
hann sagði í viðtalinu yfirleitt ekki
nota slíkt orðbragð. „Eg nota yfir-
leitt ekki götumál. Ég tala svo að
allir skilji mig. 1 lýðveldinu sem ég
bý í eru það óþokkarnir sem þurfa
að standa skil á gerðum sínum en
ekki innanríkisráðherrann," sagði
hann.
\
Omissandi
fyrir allt
áhugafóik
um knatt-
/ /
spyrnu
EWi bœkur
á tilboði
Drukknir
jólasveinar
gera usla
Fjörutíu drukknir jólasveinar
gerðu usla í miðborg Auckland
á Nýja Sjálandi á sunnudag,
hnupluðu úr búðum og réðust
á öryggisverði. Með athæfinu
vildu þeir mótmæla markaðs-
væðingu jólanna. Lögregla
sagði ennfremur að sumir
jólasveinanna hefðu fleygt frá
sér bjórflöskum, einn þeirra
hefði reynt að klifra um borð í
ferju og annar ráðist á jólatré.
Alex Dyer, skipuleggjandi
uppákomunnar, sagði að mót-
mælasveinarnir myndu ekki
linna látum fyrr en einhver
þeirra yrði handtekinn. Svipuð
mótmæli hafa tíðkast í Banda-
ríkjunum í um áratug. Lögregla
sagði að helsti höfuðverkur
hennar væri að komast að því
hver hlutur hvers hinna fjörutíu
rauðklæddu karla og kvenna
hefði verið.„Þegar fjöldi fólks
er eins klæddur er erfitt fyrir
sjónarvotta að staðfesta hver
gerði hvað,“ sagði fulltrúi lög-
reglu við Reuters-fréttastofuna.
og geróir
Nicolas Sarkozy innanríkisráöherra
Frakklands.
Arftaki Sharons kjörinn
Benjamin Netanyahu þótti sigurstranglegastur í leiðtogakjöri íLíkúdbandalaginu semfram
fór ígœr. Ariel Sharon forsœtisráðherra hyggst ekki segja afsér þráttfyrir heilablóðfall.
Félagar í Líkúdbandalaginu kusu
sér nýjan leiðtoga í gær eftir að
Ariel Sharon, forsætisráðherra,
yfirgaf bandalagið og stofnaði
eigin flokk, Kadima. Hins nýja
leiðtoga bíður það vandasama
verkefni að byggja flokkinn upp
á ný en hann tapaði bæði fylgi
og þingmönnum við brotthvarf
Sharons.
Þeir sem þykja líklegastir til að sigra
í leiðtogakjörinu eru Benjamin Net-
anyahu, fyrrverandi forsætisráð-
herra og hinn tiltölulega hófsami Sil-
van Shalom, utanríkisráðherra, sem
ákvað að vera um kyrrt innan Líkúd-
bandalagsins frekar en að ganga til
liðs við flokk Sharon líkt og sjö aðrir
ráðherrar í ríkisstjórninni gerðu.
Gæti komið til annarrar umferðar
Aðrir hægrimenn, Israel Katz, land-
búnaðarráðherra og Moshe Feiglin
eru ekki taldir eiga raunhæfa mögu-
leika á sigri en þeir gætu þó komið
í veg fyrir að annað hvort Shalom
eða Netanyahu hljóti meira en 40%
atkvæða. Þá yrði að efna til ann-
arrar umferðar sem færi fram eftir
að minnsta kosti viku. Netanyahu
hefur þráfaldlega mælst með afger-
andi forskot á keppinauta sína í skoð-
anakönnunum. I skoðanakönnun
sem gerð var fyrir dagblaðið Maariv
í síðustu viku sögðust 45,5% félaga
í Líkúdbandalaginu ætla að greiða
honum atkvæði sitt en aðeins 22%
Shalom.
Leiðtogakjörið fór fram aðeins
degi eftir að Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra, var fluttur á sjúkrahús
eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Hann ætlar ekki að segja af sér og
hyggst halda áfram í stjórnmálum
þrátt fyrir áfallið.
Er mikill kvíði, depurð eða þunglyndi að hrjá þig
eða þína? Leitaðu aðstoðar. Leiðin út úr svart-
nættinu erstyttri en þú heldur. Hafðu samband
við heilsugæsluna, hringdu í Hjálparsímann 1717
eða leitaðu til Geðsviðs LSH eða FSA.
Landlæknisembættlð