blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaöið
AF SANNLEIK-
ANUM OG
SAMFÉLAGSKÝL-
UM
Blaöamenn DV stæra sig einatt af því
í ræðu og riti að þeir séu nú eina blaðið
á markaðnum sem stingi á samfélags-
kýlin og upplýsi landann um það sem
máli skiptir og það sem hinir fjölmiðlarn-
ir hafi ekki þor til að gera. Stanslaus
uppslátturá kynferðisafbrotamálum er
til að mynda það sem DV byggir auknar
sölutölur sínar á. Ekki að ritstjórn „þess
annarságæta" blaðs finnist neitt
athugunarvert við slíka sölumennsku,
að þeirra mati er þetta ekki sensúalismi
á lægsta plani heldur fyrirmyndar rann-
sóknarblaðamennska, sem hin mesta
þörf erfyrir í íslensku samfélagi. Svona
horfir heimurinn ólíkt við fólki.
Smáborgarinn hefur um langa hríðfylgst
með blöðum landsins og þeim misjafna
sauð sem þar skrifar. Á undanförnum
árum hefur honum orðið það æ, Ijósara
að hlutverk blaðamanna virðist fyrst og
fremst snúast um að halda óttamörkum
lesenda sinna lifandi og helst hrella þá
sem mest, sérlega ef söluþörfin eykst.
Þetta er auljóslega sölutækni ritstjórn-
ar DV sem með hverri forsfðunni seilist
lengra í sjokkinu.
Smáborgarinn var enda sjokkeraður
þegar hann las forsíðu DV í gær. Þvílíkt
samfélagskýli að stinga á! Jólasveinninn
er ekki til!, stóð þar stríðsletrað. Tækni-
lega séð ber ritstjórn enga ábyrgð á þvi
þar sem þetta var tilvitnun í síra Flóka
Kristinsson, guðsmanninn sjálfan sem
telur óraveg milli heilags Nikulásar og
eigin trúarbragða. Jú, auðvitað spyr Smá-
borgarinn sjálfan sig hvort skattpening-
ar hans fari bara í tóma vitleysu þarna
í háskólanum. Er ekkert kennt af viti í
guðfræðinni?
En á meðan síra Flóki messar hinn
mikla „sannleika" yfir söfnuði sínum á
Hvanneyri, sér ritstjórn DV ástæðu til
að messa yfir landanum. Það breytir
litlu hvort ritstjórn DV telur sig vera að
upplýsa landann um hinn mikla sann-
leika um sírann eða sveinka. Hvort sem
heldur er fullkomin vantrú á eigin getu
til að breyta heiminum. Gæslalappirn-
ar eru bara tæknilegur útúrsnúningur
til að firra sig ábyrgð. Sem er reyndar
alveg í takt við lúalega framkomu blaða-
manna DV almennt. Þeir hafa hingað til
ekki skirrst við því að beita lygum til að
upplýsa landann um sannleikann. Eða
smyrja viðbjóðnum til að selja. Eða geng-
ur þeim eitthvað annað til?
HVAÐ FINNST ÞÉR?
BMið/Frikki
SigurðurM. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins
Hvaö finnst þér um kaup
Árvakurs í útgáfufélagi Blaðsins?
„Blaðið getur ekki annað en batnað. Aftur á móti veit ég ekki hvað rak
eigendur Blaðsins að selja Morgunblaðinu. En öll svona aukin keppni á
milli fjölmiðla er af hinu góða þannig að það eru spennandi tímar fram-
undan.“
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, keypti síðastliðinn föstudag 50% hlut í útgáfufélagi Blaðsins.
Clinton með
skilaboð fyrir Elton
Bill Clinton tók upp skilaboð í formi myndbands fyrir
steggjapartíkvöld hjá Elton John. Myndbandið sem
er mínúta að lengd verður spilað í hundrað þúsund
króna kabarett-kvöldi Eltons, sem haldið verður á næt-
urklúbbnum Too2Much í Soho-hverfinu í London. Þar
munu gestir á borð við Sting og George Michael heyra
hamingjuóskir Clintons, í tilefni þess að Elton gengur í
það heilaga með kærastanum David Furnish næsta mið-
vikudag. Clinton segir meðal annars: „Ef fleiri væru eins
og Elton, myndi heimurinn vera betri staður.“
Kate og Jack fara í búðir
Það er nóg að gera hjá Kate Moss um þessar mundir. Hún fór út að borða með nýj-
um vini sínum, Lindsay Lohan fyrr í vikunni, og nú hefur sést til hennar að gæða
sér á ís með öðrum nýjum vini. Hún dvelur í LA eftir að hafa nýlokið fyrirsætustörf-
um þar og eyðir frítíma sínum með frægum vinum sínum eins og Jack Osbourne,
sem nýverið hefur komið sér í gott form. Þau virtust þó ekki hafa miklar áhyggjur
af hitaeiningum, og skófluðu í sig is í einni verslunarferðinni. Þau eiga bæði nýlega
meðferð að baki og hafa sameiginlegan áhuga á ís, og þetta gæti því orðið hið besta
vinasamband.
Doherty gœti setið inni í sjö ár
Pete Doherty, söngvari Babyshambles, á yfir höfði sér sjö ára
fangelsisvist eftir að hafa verið tekinn fastur fyrir að hafa verið
með eiturlyf, í þriðja skipti á þrem vikum. Farið var með Pete á
lögreglustöð í London eftir að lögreglan stoppaði bíl hans klukkan
átta að morgni. Við leit í bílnum fann lögreglan efni sem talin voru vera
heróín og krakk, og í viðbót við aðrar kærur sem fyrir voru
gæti rokkarinn þurft að dúsa í fangaklefa í allt að 7 ár fyrir
þetta. Vinur hans sagði: „Þetta var dropinn sem fyllti mæl-
inn fyrir lögregluna, og Pete má búast við því versta. Hann
hefur tvisvar áður verið stöðvaður með eiturlyf en sloppið
við það að greiða tryggingarfé. Nú eru þrjár kærur á hendur
honum fyrir eign á heróini og krakki. Lögreglan tekur þetta
grafalvarlega því hann brýtur ítrekað af sér, þótt hann hafi
rétt áður sloppið með skrekkinn.“
eftir Jim Unger
Þetta er fyrsta skemmtisiglingin mín.
Vitið þið til hvers bjallan hringir?
HEYRST HEFUR...
öf lugri
h e i m a -
síðu Mannlífs
ræðir Reynir
Traustason
ritstjóri um
deildur Jón
B a 1 d v i n s
Hannibalsson-
ar við fyrrverandi tengdason
sinn: „Italski fréttastjórinn
Marco Brancaccia á í stöðug-
um bréfaskriftum við Sýslu-
manninn í Borgarnesi þar sem
hann segist ekki fá að tala í síma
við dóttur sína. Italinn hefur
undanfarin tvö og hálft ár átt
í forræðisdeilu við barnsmóður
sína, Snæfríði Baldvinsdóttur,
dóttur Jóns Baldvins Hannibals-
sonar. Brancaccia sakaði meðal
annars Jón Baldvin um að hafa
misnotað stöðu sína sem sendi-
herra í Washington til þess að
hjálpa dóttur sinni að nema
barnið á brott frá Mexíkó. Síðar
fékkhann sendiherrann dæmd-
an fyrir meiðyrði í Héraðsdómi
Reykjavíkur...”
f VJfaldimar
Wnokkur
Birgisson
> »stjóri Frétta-
| blaðsins virð-
j ist eiga mjög
I bágt þessa
dagana. Þann-
ig hafa kaup Morgunblaðsins
á helmingshlut í Blaðinu far-
ið öfugt ofan í hann og sendi
hann völdum aðilum tölvupóst
í gærmorgun þar sem hrokinn
og taugatitringurinn er aug-
ljós. Þannig fordæmir hann
samkeppnismiðlana og sparar
ekki stóru orðin, eins og lenska
er með þá sem óttast um eigin
hag. Þannig reynir Valdimar
þessi með öllum hætti að fegra
eigið blað á kostnað annarra og
fer í hefðbundnar hundakúnst-
ir 365 miðla þegar kemur að
samanburði á lestri blaðanna.
Samkeppni er auðvitað ekkert
nema böl - sérstaklega þegar
fjarar undan eigin miðlum -
eða hvað Valdimar?
v i -
on Group
gengur vel
og segir
sagan að
starfsmenn fyrirtækisins hafi
fengið andvirði 50 þúsund
króna í hlutabréfum í fyrir-
tækinu í jólagjöf. Starfsmenn
eru um 2500 þannig að hér er
um umtalsverðar upphæðir að
ræða. Félagið er einmitt að rata
á markað á næstunni og hlýtur
að teljast mjög álitlegur fjárfest-
ingakostur, enda hafa Magnús
Þorsteinsson og félagar verið
að gera góða hluti þar innan-
húss.
Pað er spennandi að sjá
hvort Baugur gerir alvöru
úrþvíað '
kaupa Berlingske
Orkla
media, sem gefur meðal ann-
ars út Berlinske Tidende í Dan-
mörku. Kaupverðið nemurhins
vegar um 90 milljörðum króna
og fjölmiðlarekstur er langt frá
því að vera áhættulaus. Hefð
er fyrir fríblöðum í Danmörku
og blöð eins og Metro liggja
víða frammi. það er hins vegar
óþekkt að þau séu borin í öll
hús eins og hérlendis. Hvort að
auglýsingamarkaðurinn í Dan-
mörku ber slíkt blað á alveg
eftir að koma í ljós - hugmynd-
in er alla vega djörf en spurning
hvort menn þora að taka þetta
skref.