blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
ERLENDAR FRÉTTIR I 11
Mörgæsir í dýragarði einum í Japan eru
látnar hreyfa sig á veturna til að halda sér
í formi og losna við aukakílóin.
Mörgæsir í
megrun
Starfsmenn dýragarðs í norður-
hluta Japans hafa gripið til þess
ráðs að fá mörgæsir til að hreyfa
sig meira til að losna við aukakílóin.
Mörgæsirnar eru látnar ganga
um 450 metra leið tvisvar á dag að
sögn Tetsuo Yamazaki talsmanns
garðsins. „Alveg eins og í mönnum
safnast upp fituforði yfir vetrarmán-
uðina og magn blóðsykurs eykst,“
segir Yamazaki. Hann segir að mör-
gæsirnar hreyfi sig minna á veturna
til að þola betur kuldann og því
liggi eðlilegar ástæður að baki fitu-
söfnuninni. Eðlileg þyngd mörgæsa
á veturna er frá 15-18 kg og aðeins
ein þeirra er þyngri en 18 kg þannig
að þær eiga varla við raunverulegan
offituvanda að stríða.
Líknardráp leyfð
á sjúkrahúsi
Sjúklingar sem haldnir eru ólækn-
andi og banvænum sjúkdómum
munu geta fengið aðstoð við að
deyja á sjúkrahúsi í borginni Laus-
anne í Sviss. Talsmaður sjúkrahúss-
ins sagði að ákvörðunin hefði verið
tekin eftir langa íhugun. Hann bætti
við að sjúklingar sem vildu fá aðstoð
við líknardráp þyrftu að uppfylla
ströng skilyrði. Nýju reglurnar taka
gildi í upphafi næsta árs
Sjúklingum sem haldnir eru
ólæknandi sjúkdómum verður
leyft að gangast undir líknardráp
svo fremi sem þeir eru andlega heil-
brigðir, of veikir til að snúa heim
til sín og hafi ítrekað lýst yfir vilja
sínum til að deyja.
Hingað til hafa sjúkrahús í Sviss
ekki viljað veita aðstoð við líknar-
dráp og hafa neitað svissnesku líknar-
drápssamtökunum Exit um aðgang
að sjúklingum sem óska þess. Þetta
hafði í för með sér að sjúklingar sem
vildu fá aðstoð við líknardráp þurftu
að yfirgefa sjúkrahúsin til þess.
Með nýju reglunum munu sjúkling-
arnir fá aðgang að utanaðkomandi
læknum eða félögum í Exit.
Gamalreyndir læknar við sjúkra-
húsið í Lausanne segja að ákvörð-
unin hafi verið tekin eftir nærri
þriggja ára íhugun og að hún endur-
spegli afstöðu Læknafélags Sviss og
Siðanefndar þjóðarinnar.
Sjúklingar sem haldnir eru ólæknandi
banvænum sjúkdómum munu fá aðstoð
við líknardráp á sjúkrahúsi í Sviss.
KÖTLUGOS ER HAFIÐ !
Bókin fékk fyrstu verðlaun Lafleur útgófunnar 2005
Loftmynd af byggingum í Afganistan þar
sem talið er að Bandaríska leyniþjónust-
an hafi starfrækt leynilegt fangelsi.
Pyntingar
stundaðar í
Afganistan
Átta fangar í fangabúðum Banda-
ríkjamanna í Guantánamoflóa á
Kúbu segjast hafa sætt pyntingum í
leynilegum fangelsum í Afganistan
að sögn mannréttindasamtakanna
Human Rights Watch. Mennirnir
sögðu að þeir hefðu verið hand-
teknir í ýmsum ríkjum í Miðaustur-
löndum og fluttir í fangelsi i Afgan-
istan. Þar máttu þeir dúsa án matar
eða drykkjar í algeru myrkri, hlekkj-
aðir við veggi á meðan hávær rapp-
eða þungarokkstónlist glumdi í
eyrum þeirra. Human Rights Watch
telur að Bandaríska leyniþjónustan
(CIA) hafi rekið fangelsið sem hafi
verið lokað síðla árs 2004.
Viðbúnaður lögreglu skilar
árangri:
Komið í veg
fyrir kyn-
þáttaóeirðir
Lögregla í Sydney, stærstu borg
Ástralíu, segir að mikill viðbúnaður
hennar við strendur borgarinnar
um helgina hafi komið í veg fyrir að
kynþáttaóeirðir blossuðu upp á ný.
Um 2000 lögreglumenn stóðu vörð
og stöðvuðu meðal annars bíla og
handtóku eða vísuðu grunsamlegu
fólki frá. í aðgerðunum um helgina
lagði lögregla fram ákærur á hendur
nærri 150 manns. Fulltrúi lögregl-
unnar sagði að margir hefðu verið
staðráðnir í því að komast í gegnum
eftirlit hennar. Margir íbúar héldu
sig frá strandsvæðunum um helgina
þrátt fyrir að sumarblíða væri ílofti.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort hin fræga jóladagsveisla
á Bondi-strönd verði leyfð í ár en
þúsundir ferðamanna taka að öllu
jöfnu þátt í henni.
Komin út bæði ó
þýsko og íslensku..
Katla - saga Kötluelda eftir Werner Schutzbach gýs miðvikudaginn 21.desember.
Gosið nær hámarki klukkan 20.30 á tveimur stöðum samtímis:
Á Hólmaslóð 4, í Reykjavík og í Brydebúí, Vík í Mýrdal
Tvöföld Kötluhátíð, þar sem Kötlubók verður til sölu á sérstöku
kynningarverði!
Sannkallað meistaraverk
sem hefur að geyma allar upplýsingar
sem til eru um Kötlu frá upphafi og
hefur kostað höfundinn 30 ára þrotlausa
heimildarvinnu.
Bókin er myndskreytt af höfundi sem fékk
Fálkaorðuna fyrir skrif sín um íslenska
náttúru og hlaut Lafleur verðlaunin fyrir
bestu bókina 2005.
Bókin fæst í öllum helstu
bókabúðum, sem og í
Listasetri Lafleur, 101 Rvk.
og í Brydebúð í Vík.
Katla - saga Kötluelda er bók sem
allir sannir íslendingar verða að
eignast!