blaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 37
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
DAGSKRÁ I 37
■ Spurning dagsins
Hver af jólasveinunum kemur fyrstur og hver kemur síðastur?
Inga Jóna
Gunnarsdóttir
Giljagaur kemur
fyrstur og Stúfur
síðastur.
Magnús Arnason
Ég held að
Stekkjastaur
komi fyrstur og
Kertasníkir komi
síðastur.
Auður Björnsdóttir
Giljagaur kemur
fyrstur og Stúfur
er síðastur.
Sóley Björk Stefáns-
dóttir
Ég hef ekki hug-
mynd um það.
Ársæll Hreiðarsson
Stekkjastaur
kemur fyrstur
og ég held að
Kertasníkir komi
síðastur.
Eiríkur Jóhann Aðal-
steinsson
Stúfur kemur síð-
astur og Stekkja-
staur fyrstur.
EITTHVAÐ FYRIR...
...söguglaða
■ Stutt spjail: Ragnheiður Ásta
Ragnheiður Ásta er þulurá Rúv
Sjónvarp,
Ríkisútvarp-
ið 75 ára, kl.
20.15
Reglubundnar
útsendingar
Ríkisútvarps-
ins hófust 20.
desember 1930.
I þessari dagskrá er fjallað um fjöl-
þætta starfsemi Útvarpsins. Stiklað
er á stóru í sögu Ríkisútvarpsins,
rætt við frumherja í dagskrárgerð
og flutt tónlist eftir tónskáld sem
hafa starfað hjá því.
...ráðvillta
Stöð 2, Jack
Osbourne
Adrenaline
Rush (1:3), kl.
20:40
Glænýir þættir
með Jack Osbo-
urne, hinum
ráðvillta syni
Ozzy Osbo-
urne. Jack hefur gengið í gegnum
miklar og erfiðar raunir á unglings-
árum sínum. Eftir að hafa sigrast á
vímuefnafíkn tók hann sig nýverið
taki og gjörbreytti um lífsstíl.
...sóða
Skjár 1, Allt í drasli, kl. 20:30
Allt í drasli hóf göngu sína síðasta
vetur og vakti mikla lukku og sýndu
þau skötuhjúin ótrúleg tilþrif við
hreingerning-
arnar og gáfu
landsmönn-
um ótalmörg
heilræði um
hvernig best
er að bera sig
að við tiltekt-
ina.
Hvernig hefurðu það í dag?
„Ég hef það mjög gott, ég nýt lifsins með
stórri fjölskyldu minni og vinum."
Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum?
„Ég kom fyrst fram í Ríkisútvarpinu þegar
ég vartveggja og hálfs árs en þá söng ég í
útvarpinu. Þá las ég upp í útvarpinu þegar
ég var sjö eða átta ára. Ég var tvítug þegar ég
gerðist þulur á Rúv enda var það eina stöðin
í þá daga."
Hvernig kanntu við starfið sem þú ert i?
„Ég kann afskaplega vel við mig í starfinu, ég
á afskaplega skemmtilegt samstarfsfólk og
hlakka alltaf til að fara i vinnuna og ætla að
vinna eins lengi og ég get, ætli ég verði ekki
borin út spriklandi þegar ég verð sjötug."
Langaði þig að vinna í fjölmiðlum þegar þú varst lítil?
„Pabbi minn var þulur og það þótti afskap-
lega merkilegt starf. Þegar við fórum út á
land þá voru stundum myndir af honum
uppi á vegg hjá fólki alveg eins og á dönsk-
um sveitasetrum þar sem myndir eru alls
staðar af drottningunni. Nei en mig langaði
samt ekki að verða þulur, mig langaði til að
læra tungu-
mál en
ég
hef afskaplega mikið yndi af íslenskri tungu,
þá langaði mig að læra eitthvað i sambandi
við málið. Einn daginn langaði mig að
verða sminka og annan ætlaði ég að verða
dýralæknir, sagnfræðingur og hitt og þetta.
Ég sat við eldhúsborðið heima hjá foreldrum
mínum og sá að auglýst var eftir konu til
þulastarfa og sótti um það og hef verið í
starfinu síðan."
Manstu hvort það hafi eitthvað komið þér á óvart
þegar þú byrjaðir i starfinu?
„Nei veistu það, ég þekkti starfið, það liggur
við að þegar genin segi manni hvað maður
á að gera og þó mér hafi aldrei dreymt um
þetta starf i upphafi þá vissi ég alveg út í
hvað ég var að fara. Þegar ég kom á fyrstu
vaktina þá þekkti ég fólk þar frá því ég var
barn."
Hvað er það vandræðalegasta sem hefur gerst fyrir
þig í útsendingu?
„Ég fékk einu sinni hláturskast þegar ég las
auglýsingu sem hljómaði svona 'losið ykkur
við umframþungann', ég er frekar hláturmild
og ætlaði aldrei að geta hætt að hlæja. Þá
kom sú saga upp að ég hefði verið ófrisk og
þess vegna hefði ég hlegið svona mikið en
það var ekki málið, heldur fannst mér orða-
lagið tilgerðarlegt og fyndið. Þá varð ég mér
til skammar en ég held reyndar að fólk hafi
bara tekið því vel og haft gaman af þvi."
Geturðu lýst dæmigerðum degi hjá Ragn-
heiði Ástu?
„Ég er svo heppin að vera
vaktamanneskja því mér finnst
afskaplega gott að vinna vakta-
vinnu. Ég vinn í síðasta lagi til hálf
eitt á nóttunni, stundum vinn ég
á morgnana og stundum seinni
partinn. Stundum hef ég lítinn
næturgest hann sonarson minn en það
eru skemmtilegustu dagarnir þegar barna-
börnin eru hjá mér. Það eru enginn dagur
dæmigerður. Ég hugsa mikið um föður minn
og á bara góða daga."
Hvert er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt?
„Ég horfi ekki mikið á sjónvarp,
horfi frekar á norrænu stöðvarn-
ar og enska krimma. Ég var lika
ofsalega hrifin af þáttunum
Angels in America. Það mætti
vera meira af glæsilegum sin-
fóníutónleikum."
Söru Jessicu
Parker ofbýður
líkamsvöxtur
Victoriu
Sarah Jessica Parker hefur látið í
ljós reiði sínayfirþví að Vic-
toria Beckham birt-
ist með fullkom-
inn vöxt aðeins
nokkrum
vikum eft-
ir að hún
hafði fætt
son sinn
með keisara
skurði. Sarah
sem sjálf átti
son sinn
es Wilke
þremur árum
segir Vic-
toríu vera
slæmt for-
dæmi fyrir
nýbakaðar mæður og mælir með
því að þær skuli ekki taka Victoríu
sem fordæmi. „Sem betur fór sagði
læknirinn minn við mig þegar ég
var ólétt að ég yrði að borða vel og
viðhalda þyngdinni þannig að barn-
ið fengi öll þau næringarefni sem
það þyrfti“ sagði Sarah.
Robbie
Williams
í lifstykki
Söngvarinn Robbie Williams hefur
miklar áhyggjur af því að fitna og
hefur byrjað að ganga í lífstykkjum.
Hann hefur fjárfest í magabelti sem
hann fer í áður en hann fer út að
hlaupa í 40 mínútur þrisvar í viku.
Chris Heath höfundur ævisögu
Robbie segir að flesta daga sé hann
í jakkafötum eins og geimfari og
klæðist fötum sem hjálpa honum
að fela aukakílóin.
Jólakveðja
Nýlega kom út geislaplata með jóla-
lögum völdum af Gerði G. Bjarklind
og Ragnheiði Ástu. Platan inniheld-
ur á einni geislaplötu þær perlur jóla-
laganna sem þær stöllur hafa leikið
milli hinna sérislensku jólakveðja
Þorláksmessukvölds áratugum
saman í útvarpi allra landsmanna.
Kristinn Sigmundsson, Vilhjálmur
og Ellý Vilhjálmsbörn, Ellen Krist-
jánsdóttir o.fl. Ijá þessum gullmola
rödd sína í upprunalegum útgáfum
laganna.
Lagalisti:
Bráðum koma blessuð jólin -
Sinfóníuhljómsveit Islands
Hin fyrstu jól - Hljómeyki
Skín í rauðar skotthúfur - Gradú-
alekór Langholtskirkju
Nóttin var sú ágæt ein - Kristinn
Sigmundsson og Mótettukór Hall-
grimskirkju
Ding Dong - Kór Langholtskirkju
Bjart er yfir Betlehem - Stúlkna-
kór Hlíðaskóla
Jólin eru að koma - Eddukórinn
í skóginum stóð kofi einn -
Sigurður Flosason, Eyþór Gunnars-
son o.fl.
Söngur jólasveinanna (Úti er
alltaf að snjóa) - Jón Múli og Jónas
Árnasynir
Litla jólabarn - Telpnakór úr Álfta-
mýrarskóla
Kralekar mínir komiði sæl - Ómar
Ragnarsson og telpnakór
Nú er Gunna á nýju skónum -
Gradúalekór Langholtskirkju
W .1-
Á jólunum er gleði og gaman -
Eddukórinn
Hin eilífa frétt - Ríó tríó og
Gunnar Þórðarson
Gilsbakkaþula - Savannatríóið
Það á að gefa börnum brauð - Þrjú
á palli
Jól á hafinu - Vilhjálmur
Vilhjálmsson
Snæfinnur snjókarl - Guðmundur
Jónsson
Minn eini jólasveinn - Ellen Krist-
jánsdóttir
Sleðaferð - Sinfóníuhljómsveit Is-
lands
Hvít jól - Ellý Vilhjálms og Ragn-
ar Bjarnason
Jólin koma - Vilhjálmur Vil-
hjálmsson
Þorláksmessukvöld - Ragnhildur
Gísladóttir og Brunaliðið
Amma engill - Borgardætur
Klukknahreimur - Manuela
Wiesler
Með gleðiraust og helgum hljóm
- Dómkórinn í Reykjavík
Hátíð fer að höndum ein - Kór
Langholtskirkju
Dómkirkjuklukkur - hátíðar-
hringing
20%
ofslckdur
út
desember
O
o
EURO SKO
KRINGLAN 568 6211