blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaöiö
Fjármál hins opinbera
Afkoma ríkis-
sjóðs batnar
Heildartekjur ríkissjóðs námu rétt
tæpum 95 milljörðum króna á
þriðja ársfjórðungi þessa árs og hafa
aukist um 21% milli ára. Á sama
tíma hafa gjöld aukist um 6,9% og
því hefur afkoma ríkissjóðs batnað
verulega. Þetta kemur fram í tölum
sem Hagstofa Islands birti í gær. Þar
kemur ennffemur fram að á sama
tima og ríkissjóður bætir stöðu sína
versnar staðan hjá sveitarfélögum.
Tekjur þeirra á þriðja ársíjórðungi
námu tæpum 26,8 milljörðum
króna en gjöld sveitarfélaga námu
hins vegar um 25,3 milljörðum.
Tekjur sveitarfélaga hafa aukist rnn
24% milli ára á sama tíma og rekstr-
argjöld aukast um tæp 40%. Rekstr-
arafgangur nú upp á um 1,5 milljarð
króna er því mun lakari rekstrarnið-
urstaða en á sama tíma fyrir ári.
Líknarmál:
Slegist um styrktarfé
Tvennir styrktartónleikar verða á sama degi milli jóla og nýárs. Ekki sömu markhópar
segja tónleikahaldarar.
Tvennir stórir styrktartónleikar hafa
verið auglýstir á sama degi í næstu
viku.Annartilstyrktarkrabbameins-
sjúkum börnum og hinn til styrktar
fórnarlömbum á jarðskjálftasvæð-
unum f Pakistan. Óheppileg tilviljun
segja tónleikahaldarar.
Ólíkar dagskrár
Báðir tónleikarnir verða haldnir
föstudaginn 29. desember næstkom-
andi og eru báðir í stærri kantinum.
Annar verður haldinn í Háskólabíói
milli klukkan fimm og sjö en hinn
í Austurbæ klukkan níu. Einar Bárð-
arson, hjá Concert efh, sér um tón-
leikana í Háskólabíói en þetta er í sjö-
unda sinn sem þeir tónleikar verða
haldnir. Hann telurþetta ætti ekki að
Landsmenn geta valið á milli tveggja
styrktartónleika föstudaginn 29. desemb-
er nk.
vera vandamál þar sem dagskrárnar
séu með ólíku sniði. „Við höfum
haft þessa tónleika í sjö ár á þessum
sama degi og ef menn hafa eitthvað
verið að hugsa út í þessa hluti þá
ætti þetta ekki að koma neinum á
óvart. Ég held að það sé dagskráin
sem skipti máli. Dagskráin í Aust-
urbæ er með allt öðru sniði en okkar
dagskrá sem miðast fyrst og fremst
við börn og fjölskyldur. Svo eru okkar
tónleikar milli fimm og sjö en hinir
um kvöldið.“ Þá segir Einar að mikið
sé af styrktartónleikum á þessum
árstíma og því ekkert óvenjulegt við
það að svona komi upp. „Allir sem
eru í þessu fara út í þetta af góðum
vilja. Stundum tekst vel og stundum
ekki. Að þessir tónleikar skuli vera á
sama degi er óheppilegten ætti ekki
að hafa mikil áhrif. Ég held bara að
dagskrárnar séu það ólíkar.“
Alveg óvart
Hjördís Einarsdóttir, kennari, er ein
af þeim stendur á bak við tónleikana
í Austurbæ. Hún segir það miður að
báðir tónleikarnir beri upp á sama
dag en telur, líkt og Einar, að dag-
skrárnar séu það ólíkar að það ætti
ekki að koma að sök. „Þetta er alveg
óvart en sem betur fer eru okkar
tónleikar um kvöldið og því ekki
alveg á sama tíma. Við vissum bara
ekki að þetta yrði sama dag fyrr en
of seint. En þetta eru ekki nema
rúm fimm hundruð sæti sem þarf
að selja og þetta er aðeins öðruvísi
hópur sem er að fara á tónleika
klukkan níu heldur en klukkan
fimm um daginn. Við verðum bara
að vona það besta.“
JgJ SLIDOKLI SHDP 'IS
JÓIagjöfin 2005 ©6610015
■ •■•
steinum
r með bleikri skífu úr ekta bleikri periumóðurskel
i. Armbandskeðjan er með bleikum Swarovski
a eða stækka að vild.
Utsölustaöir:
Jens Kringlunm • Gilbert ursmiöur Laugavegi 62 • Helgi Sigurósson úrsmiöur
Skolavöróustíg 3 • Georg Hannah úrsmiður Keflavík ■ Guömundur B. Hannah
ursmiður Akranesi ■ Úra- og skartgripaversluf) Karls R. Guömundssonar Selfossi
Orkla Media:
Dagsbrún hugsanlegur kaupandi
Hœstiréttur:
Albani áfram í
gæsluvarðhaldi
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis
að maður, sem grísk yfirvöld hafa
óskað eftir að verði framseldur til
Grikklands, verði úrskurðaður í
áframhaldandi gæsluvarðhald fram
til 2. janúar. Héraðsdómur hafði
úrskurðað manninn í gæsluvarð-
hald fram til 13. janúar nk. en Hæsti-
réttur segir að óheimilt sé að fram-
lengja varðhaldið um lengri tíma en
tvær vikur frá því fyrra varðhaldi
lauk. 1 Grikklandi er maðurinn
sakaður um að hafa skotið al-
Blaöíö/lngó
banskan mann til bana í Þessal-
óníku hinn 25. desember 2004.
Hæstiréttur tekur í dómi sínum
hliðsjón af þeim alvarlegu sak-
argiftum sem beinast að mann-
inum í Grikklandi. Sýslumaður-
inn á Keflavíkurflugvelli hafði
ákært manninn fyrir að framvísa
fölsuðum skilríkjum við komuna til
landsins og var hann dæmdur til 45
daga fangelsisvistar. Að þeim tíma
liðnum hafði framsalskrafan borist
frá Grikklandi og hefur verið fallist
á beiðni þarlendra yfirvalda.
Sjávarútvegur
Aflaverðmæti
hefur aukist
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam
tæpum 52 milljörðum króna á
fyrstu níu mánuðum ársins
samkvæmt nýjum tölum frá Hag-
stofa íslands. Á sama tímabili í
fyrra nam það hins vegar tæpum 51
milljarði sem þýðir að aflaverðmæti
jókst milli ára um 1,6%. Verðmæti
síldaraflans jókst gríðarlega milli
ára - fór úr 2,2 milljörðum króna í
4,5 milljarða sem er 107% aukning.
Verðmæti rækjuaflans dróst hins
vegar mikið saman. Verðmæti hans
nam tæplega 700 milljónum króna
sem er 1,1 milljarði minna en 2004.
TAKIÐ
AF YKKUR SKÓNA!
o
rúmco
Lmgbolbivcxi m >04 Rvk Simi 568-7900
Þrjú norræn fyrirtæki, þar á meðal
Dagsbrún, eru bendluð við kaup á
norska fjölmiðlafyrirtækinu Orkla
Media sem m.a. rekur danska blaðið
Berlingske Tidende (BT). Þetta
kemur fram í frétt veftímaritsins
Dow Jones Newswires.
Mikill áhugi
1 fréttinni eru tvö önnur fyrirtæki
ásamt Dagsbrún nefnd sem hugsan-
legir kaupendur á Orkla Media. Ann-
ars vegar norskt fyrirtæki sem rekur
m.a. Dagbladet og hins vegar sænska
fjölmiðlasamsteypan Bonnier AB.
í fréttinni er haft eftir fulltrúa
norska fyrirtækisins að þar á bæ sé
mikill áhugi á kaupunum og menn
séu tilbúnir að greiða fyrir allt með
beinhörðum peningum. Fulltrúar
Bonnier segjast vera skoða málið en
engar formlegar samningaviðræður
séu á næsta leyti. Þá segir í fréttinni
að Dagsbrún hafi lýst yfir áhuga á
hugsanlegum kaupum og markmið
þeirra sé að ná fótfestu á erlendum
fjölmiðlamörkuðum.
Sterka stöðu á markaði
Fjölmiðlafyrirtækið Orkla Media
hefur sterka markaðsstöðu á dag-
blaðamarkaði á Norðurlöndum
en staða þeirra í öðrum fjölmiðla-
geirum er aftur á móti ekki eins
sterk. Mikill samdráttur á aug-
lýsingamarkaði olli rekstrarerfið-
leikum árið 2002 en síðan þá hefur
fyrirtækið bætt stöðu sína. Fyrir-
tækið er metið á um 884 milljónir
Bandaríkjadala eða um 57 milljarða
íslenskra króna.
Áhugi á Orkla Media er ekki
einskorðaður við Dagsbrún.
Blalió/Cúndi