blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 22
22 IBESTI BITINN FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaöiö Þegar íslensku ostarnir eru bornirfram, einir sér, á ostabakka eða til að kóróna matargerðina — þá er hátíð! Dala-Yrja Sígildur ueisluostur sem fer vel á ostabakka. Gullostur I Bragðmikill hvítmygluostur, glæsilegur á veisluborðið. Jóla-Yrja Bragðmild oggóð eins og hún kemurfyrir eða í matargerð. Gráðaostur Tilvalinn til matargerðar. Góður einn og sér. Höfðingi Bragðmildur hvítmygluostur sem hefur slegið í gegn. Jóla-Brie A ostabakkann og með kexi og ávöxtum. Camembert Einn og sér, á ostabakkann ogímatargerð. Stón-Dimon Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. Jólaostakaka með skógarberjajyllingu Kætir bragðlaukana svo um munar. Jólaosturinn 2005 Sérframleiddur ostur í œtt við Gouda. Mjúkur og mildur. Blár kastali Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. Rjómaostur A kexið, brauðið, í sósur og idýfur. Hrókur Ljúffengur hvítmygluostur með gati i miðjunni. Enginjól án nnra hrókur Islenskir ostar - hreinasta afbragð www.ostur.is Kœstar krœsingar á Þorláksmessu Besti bitinn rannsakar töfraheim skötunnar Löngum hefur loðað við Þorláks- messu yndislegur ilmur kæstra kræs- inga sem rekja sinn uppruna vestur á firði. Sá siður að snæða rækilega kæsta Þorláksmessuskötu hefur á síðustu áratugum breitt rækilega úr sér yfir landið (alþjóðamarkaðurinn er næstur!) og er í hugum margra óaðskiljanlegur hluti af jólahaldinu. Er þá venjan að setjast niður í góðra vina hópi, ýmist í heimahúsi þá eða á einhverjum þeirra fjölmörgu veitingastaða sem bjóða kæsta skötu á Þorláksmessu, halda fyrir nefið og snæða nýsoðna af sterkustu sort með hamsatólg, nýseyddu rúgbrauði, kartöflum og mjólkurglasi, þá eða bjór og jólasnafs (þó sérlegur skötu- ráðgjafi Blaðsins, Dóri Hermanns, mæli eindregið gegn því að áfengi sé neytt við'þetta tilefni - því skatan sjálf gefi næga vímu ein og sér). Besti bitinn er að þessu sinni tileink- aður kæstri skötu og tilheyrandi. Fulltrúi Blaðsins lagði þvi á sig að heimsækja fyrir skemmstu fjóra af þeim stöðum sem bjóða upp á slíkt í dag og gæða sér á hnossgætinu. Var það hin ánægjulegasta lífsreynsla í alla staði - og það þrátt fyrir að blaðamaður hafi orðið fyrir þrálátu aðkasti vegna meintrar ólyktar það sem eftir lifði dags. Skatan hans Úlfars hreinsar vel Sœgreifaskatan rífur vel i Á veitingahúsinu Þremur Frökkum við Baldursgötu hefur verið boðið upp á skötu allt frá upphafi mán- aðarins og hefur það verið vinsæll valkostur fyrir Kanarífara og aðra sem geta ekki hugsað sér að sleppa skötunni þó þeir verði erlendis á Þorláksmessu. Þar er boðið upp á tvær gerðir skötustöppu (milda hvítlauks- skötustöppu svo og venjulega), tindabykkju og venju- lega kæsta skötu í tveimur styrkleikaflokkum. Rófur, rúgbrauð, nýjar kartöflur, hamsatólg, hnoðmör og hangiflot fylgja svo að sjálfsögðu, en einhverjum gæti komið á óvart að sjá salatblöð pukrast á disknum með skötunni. Reyndust þau þó tóna ágætlega við máltíð- ina þegar upp var staðið. Sköturýnir Blaðsins pantaði sterkari gerðina af skötu og svelgdist nærri á er disk- inn bar fyrir vit hans, svo kröftuglega verkuð var hún. Kæsingin var sem sagt vel heppnuð og gaf bítandi eftir- bragð við annars ljúfan fiskinn. Hnoðmörin var einnig til fyrirmyndar, óbrennd og laus við alla remmu. Allt í allt má segja að skötuveisla aðalkokksins Úlfars á Þremur Frökkum sé til stakrar fyrirmyndar. Þingeysk gœðaskata i boði á Borginni Mikil hefð er fyrir árlegum skötuveislum Hótel Borgar og eiga þær sér fjölda fastra áskrifenda, enda komast jafnan færri að en vilja. Matreiðslumeistarar Borgar- innar bjóða í ár upp á allsherjar fiskiveislu með sköt- unni, auk hefðbundinnar skötu í ýmsum styrkleika- flokkum er þar hægt að fá skötustöppu, tindabykkju, plokkara og siginn fisk. Jólaskatan var nýkomin í hús frá Þingeyri þegar sköturýni bar að garði og er óhætt að segja að ferskur blær hennar hafi rækilega hreinsað öll vit hans, svo vel var kæsingin heppnuð. Þegar hér var komið við sögu í skötuleiðangrinum var magi sköturýnis vel þaninn eftir fyrri smakkanir, en hann gat þó ekki stillt sig um að klára skammtinn - svo ljúf- feng var Borgarskatan. Fram að þessu hafði smökkunin farið fram í fagurlega skreyttum salarkynnum hinna og þessa veitingahúsa. Meðan slík eru i sjálfu sér notaleg komst sköturýnir þó ekki hjá því að hugsa að skötulegra væri að snæða kræs- ingarnar í óheflaðra andrúmslofti. Það var svo sannar- lega að finna á Sægreifanum við Geirsgötu, enda ríkir þar hressilega heimilisleg stemning. Á Sægreifanum er boðið upp á hefðbundna kæsta skötu með ekta soðnum kartöflum (á hinum stöðunum sem hér eru til umræðu voru jafnan forsoðnar kartöflur í boði, nokkuð sem sköturýni þótti ekki viðeigandi), rúgbrauði og sméri. Vilji menn hreinsa munninn að máltíð lokinni er einnig svokallaður „Steingrímur“ í boði, grjónagrautur að hætti Sægreifans. Skatan reif hressilega í háls skötu- rýnis, sem þykist þó flestu vanur í þessum málum. Hann sveið einnig í tunguna, nokkuð sem ber vitni um sérstaklega metnaðarfulla og vandaða kæsingu. Fallegt umhverfi og fagmannlega soðin skata á Hótel Sögu Þó skata sé einungis í boði á Þorláksmessu á Hótel Sögu var yfirkokkurinn þar svo ljúfur að leyfa full- trúum Blaðsins að smakka á uppskeru þessa árs og sauð sérstaklega nokkur börð í þeim tilgangi. Skatan er borin fram á hefðbundinn hátt, með öllum gerðum af meðlæti og flotum - rúgbrauðið var einnig afar ljúf- fengt. Til þess að hlífa maganum ákvað sköturýnir nú að gæða sér á mildari gerð skötunnar. Er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður, styrkleikinn hentar byrjendum sem lengra komnum og myndaði einhvern veginn fullkominn samhljóm við huggulegt umhverfi Sögunnar. Einnig var í boði soðinn saltfiskur sem sveik ekki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.