blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 DAGSKRÁ I 37 Sienna hefur engan áhuga á Bond Er hugsanlegt að Bond verði kvenmannslaus í Casino Royale? Það virðist sem ekkert gangi að manna hlutverk Bond-stúlkunnar í nýjustu myndinni sem Dani- el Craig mun leika í. Nú hefur Sienna Miller gengið í hóp þeirra leikkvenna sem afþakka boð um að verða Bond-stúlkan. Charlize Theron átti að hrista hanastél Herra Bond en hún hætti við. Bæði Angelina Jolie og Scarlett Johansson hafa líka snúið nefjunum upp í vindinn og fúlsað við hlutverkinu í 21. Bondmynd- inni. En Sienna sparaði framleiðendum myndarinnar símtal með því að segja í viðtali að hún hafi ekki hug á Bond-stúlku hlutverkinu. Hún sagði: „Ég held að nú sé ekki rétti tíminn fyrir mig að leika Bond-stúlku. Það gæti gert lítið úr allri þeirri erfiðisvinnu sem ég hef verið að leggja á mig þetta árið.“ Hver mun nú fylla Bond-stúlkuskarðið? Það er einungis mánuður þar til tökur hefjast, og menn því teknir að svitna... ■ EITTHVAÐ FYRIR... ...illiœmda ■ Stutt spjall: Guðrún Kristín Ertingsdóttir Guðrún Kristín erþula í Sjónvarpinu. ■ Spurning dagsins Hvað er besta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Kristjón Daðason Það var körfubolti sem égfékk þegarég var yngri og var í körfu- bolta. Sara Alexía Sigríðardóttir Það er sími en ég fékk hann ífyrra og Baby Born dúkku sem ég fékk þegar ég var yngri. Þá fékk ég sleða í stórum pakka frá ömmu og afa en ég fæ alltaf stóran pakka frá þeim. Elísabet Góa Guðjonsen Það er sléttujárn sem ég fékk í fýrra frá mömmu og pabba. , 'ðkL, Kristjana jpr”'" Ragnheiður | ■ Þorsteinsdóttir M Sjónvarp. Sjónvarpið - Hið illaundirsólinni - kl. 22:00 Bresk bíómynd frá 1982 byggð á sögu eftir Agöthu Christie þar sem spæjarinn knái, Hercule Poirot, rannsakar dular- fullt sakamál. Leikstjóri er Guy Hamilton og meðal leikenda eru Pet- er Ustinov, Jane Birkin, Colin Blak- ely, James Mason, Roddy McDowall, Diana Rigg og Maggie Smith. Atriði i myndinni eru ekki við hæfi barna. ...jarðarbúa Skjár 1 - Stargate SG-i - kl. 20:45 Afar vandaðir þætt- ir byggðir á sam- nefndri kvikmynd frá 1994. Herafli jarðarbúa finnur stjörnuhlið sem opnar aðgang að áður óþekktum plánetum og sendir út lið til að kanna nýja heima. .. .körfuboltahetjur Stöð 2 - Lis- ten Up - kl. 20:40 Tony verður miður sín þegar sonur hans Michael missir allan áhuga á skólanum og það sem miklu verra er - golfinu Hka. En Tony kemur sér að sjálfsögu í vonlausa stöðu þegar krakkarnir hans finna ólögleg eit- urlyf í gömlum buxum frá honum sem hann hefur ekki notað síðan á 8. áratug síðustu aldar. Leyfð öllum aldurshópum. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það fínt fyrir utan hálsbólguna. Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? Ég hef starfað sem þula hjá Sjónvarpinu síðan 1999. löngu búin að gleyma að ég hefði nokkurn tímann sent inn umsókn. Þá var hringt í mig og mér var boðið að koma og spreyta mig sem þula. Ég kom alveg af fjöllum þegar það var hringt í mig en þá var ég á fullu í kennslu og nýbúin að eignast tvíbura en ákvað að slá til. Hvemig blandast þulustarfið við kennarastarfið og förðunarstarfið? Mérfinnst það koma vel útfyrir mig að vera í mismunandi störfum og er mjög skemmtilegt allt í bland. Ég er reyndar í fríi frá kennslunni þessa stundina en ég starfa við að farða ásamt starfinu í Sjónvarpinu. Þá rekum ég og maðurinn minn, ásamt tveimur öðrum hjónum, eitt stærsta rafverktakafýrirtæki á landinu svo það er oft ansi mikið að gera. Langaði þig að vinna í fjölmiðlum þegar þú varst yngri? Nei það varalltaf mín heitasta óskað verða kennari en ég tókákvörðun um það þegar ég var átta eða nlu ára gömul. Þaðkomóvænt tilað ég byrjaði að vinna sem þulaeftirað ég sendi inn um- sókn um sumar- starfárið 1991 til að breyta um sumarstarf. Ég heyrði ekk- ert frá þeim fyrren árið 1999 þegar ég var Hvað er það vandræðalegasta sem hefur gerst fyrír þig í útsendingu? Það var frekar fyndið þegar ég var í fyrstu útsendingunni minni en þá reyndi ég að notfæra méröndunaræfingu sem ég hafði lært í jóga og þegar ég blés kröftu- lega frá mér þá setti útsendingarstjórinn mig í loftið örlítið of snemma þannig að það má segja að ég hafi blásið kröftug- lega framan í þjóðina. Þetta var mitt fyrsta skipti sem þula og ég hafði ekki sagt nokkrum manni frá því að ég væri að byrja að vinna í Sjónvarpinu. Geturðu lýst dæmigerðum degi hjá Guðrúnu? Við fjölskyldan vöknum fýrir sjö og ég kem tvíburunum fram, gef þeim að borða og undirbý þá fyrir skólann og kem þeim af stað. Þá taka við ýmsar útréttingar og áður en ég veit af er dagurinn liðinn og ég fer að sækja börnin og kem þeim heim. Þá fer ég af stað upp í Sjónvarp en ég er mætt þar klukkan fimm á vakt. Ég er þartil klukkan hálf ellefu á kvöldin. Hvað er uppáhalds sjónvarpsefn- iðbitt? Áhugaverðir heimildaþættir ís- lenskir sem erlendir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef mjög gaman af íslensku sjón- varpsefni og vildi fá meira af því í sjónvarp. Viltu segja eitthvað að lokum? Ég óska landsmönn- um gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jón Bergur Helgason Ætli það séu ekki tölvuleikir. JOLAKAFFI Njóttu ilmandi jóla Jólakaffi með sætum berja- og súkkulaðikeim. Eins og flestum er kunnugt um giftist söngvarinn Elton John sambýlis- manni sínum til margra ára, David Furnish, í vikunni. Fræga fólkið fjöl- mennti í brúðkaupsveisluna en lenti í umferðarteppu á leiðinni. Þar má nefna söngkonuna Victoriu Beckam sem var skreytt 6 milljón punda hálsfesti. Aðrir gestur voru meðal annars Sharon Stone, Claudia Schif- fer, Liz Hurley, og Dougray Scott sem notuðu timann meðan þau biðu og töluðu í síma, sendu skilaboð og hver veit nema þau hafi leikið nokkra Snake-leiki í símanum sínum. Það voru þó ekki slæmar veitingar sem biðu gestanna enda var meðal annars boðið upp á steikur og nóg af súkkulaði knallettum. Æskuvinkona Elton sagði í umferðarteppunni: „Þetta gæti jeingöngu gerst hjá Elton.“ Elton söng Your Song við athöfn- ina sem var tileinkað David. ■ Umferðarteppa í brúðkaup hjá Elton John á leið Jólatilboð: kr» 39,900. V/SA Sendum í póstkröfu um land allt Hágæða 8,5” DVD spilari í bílinn Fjöldi aukahluta fáanlegir M.H.M. ehf. ■ Auðbrekka 24 • 200 Kópavogur Sími 564 6600 • Fax 564 6611 • www.mhm.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.