blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 10
10 IERLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaöiö
Grœnfriðungar trufla hvalveiðar:
Greenpeace-samtökin trufluðu
veiðar japanskra hvalfangara í gær
Japanar segja veiðarnarfullkomlega lögmœtar og íhuga málshöfðun
Félagar í alþjóðlegu umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace trufluðu veiðar japanskra hvalveiðiskipa í gær.
Grænfriðungar trufluðu japönsk
hvalveiðiskip í Suðurhöfum ná-
lægt strönd Suðurskautslandsins
í gær og í fyrradag. Hvalveiði-
menn og Grænfriðungar saka
hvor aðra um að hafa valdið tjóni
á skipum með því að sigla á þau.
Sex japönsk hvalveiðiskip eru á
vísindaveiðum á þessum slóðum.
Tvö skip Grænfriðunga eru á svæð-
inu og hafa félagar í samtökunum
siglt í veg fyrir hvalveiðiskutla á
gúmmíbátum.
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, varaði bæði Japani og
Grænfriðunga við hvers kyns að-
gerðum sem gætu reynst hættulegar.
,Ég styð ekki aðgerðir sem leggja líf í
hættu eða brjóta gegn lögum,“ sagði
hann en Howard hefur oft gagnrýnt
hvalveiðiáætlun Japana.
Japanska sjávarútvegsstofnunin
sagði að skip Grænfriðunga hefði
siglt á eitt hvalveiðiskipið og verið
sé að íhuga hvort mál verði höfðað
gegn nokkrum félögum umhverfis-
verndarsamtakanna sem reyndu að
komast um borð í japönsku skipin.
.Vísindaveiðar okkar eru i samræmi
við alþjóðlegt samkomulag og er
fullkomlega lögmætt," segir Hideki
Moronuki, yfirmaður hvaladeildar
stofnunarinnar. Hann sagði enn-
fremur að Grænfriðungar hefðu
ítrekað verið upplýstir um þetta og
sjómenn hefðu úðað vatni í átt að
þeim til viðvörunar.
Grænfriðungar segjast ætla að
halda aðgerðum áfram í að minnsta
kosti mánuð til viðbótar eða á
meðan eldsneytisbirgðir séu nægar.
Hrefnuveiðar auknartil muna
Japanir hættu hvalveiðum í at-
vinnuskyni árið 1986 vegna banns
Alþjóðahvalveiðiráðsins og hófu
vísindaveiðar ári síðar. Margir hafa
gagnrýnt vísindaveiðarnar og sagt
að aðeins sé um leyndar atvinnu-
veiðar að ræða. Þrátt fyrir andstöðu
á alþjóðavettvangi lýstu Japanir því
yfir í sumar að þeir hefðu í hyggju
að nærri tvöfalda þann fjölda hrefna
sem þeir veiða árlega.
Blaðamanni
sleppt úr fangelsi
Afganskurblaðamaður sem dæmdur
hafði verið í fangelsi fyrir guðlast
hefur verið látinn laus. Áli Mohaqiq
Nasab var handtekinn í október og
dæmdur til tveggja ára fangelsis-
vistar sem var harkalega mótmælt
af ýmsum mannréttindasamtökum.
Við yfirheyrslur á miðvikudag
sagði Nasab að hann væri múslimi
en ekki trúníðingur og fékk með
þvi dómnum breytt í sex mánaða
skilorðsbundna fangelsisvist. Dóm-
arinn tók fram að Nasab yrði undir
eftirliti stjórnvalda á meðan á skil-
orði stæði til að hann myndi ekki
taka upp fyrri hætti.
Nasab, sem tilheyrir minnihluta
sjítamúslima, hafði skrifað fáeinar
greinar sem leiddu til þess að sjíta-
klerkar fóru fram á handtöku hans
og sumir lögðu jafnvel til að hann
yrði grýttur til bana. Meðal annars
hafði hann skrifað að það væri ekki
glæpur að ganga af múslimatrú og
ekki ætti að liggja dauðarefsing
við því og ekki ætti að hýða þá sem
drýgja hór. Fyrir tveimur árum
voru tveir blaðamenn dæmdir til
dauða fyrir guðlast en þeim tókst
að flýja úr fangelsi og fengu hæli á
Vesturlöndum.
Sérhannaðir ítalskir
silfurskartgripir
með eðalsteinum
&GULL
irðargötu 13 15 sími 565 4666
Perúskir lögreglumenn bera klstu félaga síns sem myrtur var ásamt fleirum í fyrirsát í frumskógum landsins.
Bláslð til sóknar
gegn skæruliðum
Ríkisstjórn Perú bregst hart við morðum á átta lögreglumönnum.
Neyðarástandi lýstyfir og her og lögregla efld.
Forseti Perú hefur lýst yfir neyð-
arástandi í sex héruðum og lofað
því að losa þjóðina við þá skæru-
liða Skínandi stígs sem enn leika
lausum hala. Samtökin eru talin
bera ábyrgð á dauða átta lögreglu-
manna sem drepnir voru eftir
fyrirsát. Ráðist var á lögreglu-
mennina á þriðjudag á af-
skekktum þjóðvegi í frumskóg-
inum, ekki íangt frá bænum
Aucayacu.
„Þeir munu fá að borga fyrir þetta.
Ríkisstjórn mín er reiðubúin að
veita lögreglu og herafla landsins
allan þann útbúnað sem á þarf að
halda," sagði Alejandro Toledo, for-
seti, og kallaði morðingjana hryðju-
verkamenn sem gengju erinda eitur-
lyfjasmyglara. Síðar lýsti hann yfir
tveggja mánaða neyðarástandi í sex
héruðum í frumskógum Perú þar
sem kókaplantan er ræktuð. Enn-
fremur sagði hann að ríkisstjórnin
hefði samþykkt að sett yrði á lagg-
irnar sérstakt neyðarráð sem myndi
sjá um að koma á nauðsynlegum fé-
lagslegum umbótum á svæðinu.
Eftir að neyðarástandi hefur
verið lýst yfir er hægt að nema tíma-
bundið úr gildi ýmis borgararéttindi
svo sem réttinn til fundarhalds, auk
þess sem lögregla og her fá víðtæk-
ari heimildir til að gera húsleitir.
Skæruliðar tengjast
kókaínsmyglurum
Ríkisstjórn Toledos heldur því fram
að kókaínsmyglarar vinni með
hinum maóísku uppreisnarsam-
tökum Skínandi stíg. Samtökunum
tókst næstum því að knésetja rík-
isstjórn Perú á níunda áratugnum
og í upphafi þess tiunda. Þau báru
ábyrgð á fjöldamorðum, aftökum á
stjórnmálamönnum, sprengingum
og skemmdarverkum. Mjög hefur
dregið úr mætti samtakanna eftir
að stofnandi þeirra Abimael Guz-
man var handsamaður árið 1992.