blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 28
28 Í HEIMSPEKÍ
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaðið
Engin bók inniheldur
allan sannleikann!
...við viljum heldur ekki sjá bækur sem gera kröfu tilþess
Pönkhjúkkan og anarkistinn Sig-
urður Harðarson (eða Siggi Pönk
eins og hann er jafnan kallaður)
er fjári fjölhæfur. Auk þess að
vera hjúkrunarfræðingur í fullu
starfi og söngvari langlífustu og
öflugustu grændkorsveitar
landsins (Forgarður Helvítis)
hefur hann einnig verið lengi
í framvarðasveit íslenskra rót-
tæklinga og með starfi sinu þar
opnað ansi marga huga fyrir
óhefðbundnum stjórnarháttum
og lífsstíl. Hann er virkur í
hópnum Andspyrnu sem hefur á
sínum tiltölulega stutta líftíma
gefið út bækur og bæklinga
er varða m.a. anarkisma og
frjálslyndi.
Að sögn Sigga er frekari útgáfu-
starfsemi á döfinni næstu mánuði,
m.a. er í burðarliðnum þýðing á
hinu stórgóða riti Crimethinc hóps-
ins, „Days of war, nights of love“.
Nýjasta útspil Sigga og félaga í And-
spyrnu er hins vegar öllu umfangs-
meira verkefni, því nú í september
opnuðu þeir óhefðbundið bókasafn
úti á Granda.
í dreifiriti sem ætlað er safninu til
kynningar er að finna ágæta útlistun
á tilgangi þess og markmiðum. Þar
segir: „Það er ekki til nein ein bók
sem inniheldur allan sannleika. Við
viljum heldur ekki sjá neina bók sem
gerir kröíu til þess. Svo við bjuggum til
bókasafn með bókum sem segja sögur
af ástum, anarkisma, sexi, sósíalisma,
pönki, pólitík, heimspeki, ævisögum
baráttufólks, umhverfisvernd, lífsrétt-
indum dýra, kynjapóhtík byltingum,
barningi og baráttumálum hugsjóna-
fólks úr öllum áttum, svo fátt eitt sé
nefnt, því manneskjum sem kenna
sig við Andspyrnu er ekkert mannlegt
óviðkomandi.
Safnið okkar er lítið, en margar
af bókunum okkar finnur þú ekki í
almennu bókasöfhunum. Þetta er þjón-
usta fýrir einstaklinga sem vilja lesa
sér til um spennandi fýrirbæri eins
og skipulag án yfirvalds, daglegar að-
gerðir andspyrnufólks, fólk sem skoðar
heiminn peningalaust og einstaklinga
sem skapa sér sína eigin ímynd...“
Rekið í sjálfboðavinnu og fjár-
magnað með tónleikahaldi
Ein af sérstöðum þessa ansi merki-
lega bókasafns er að bækur þess eru
lánaðar algjörlega að kostnaðarlausu
- samfélagsþjónusta er ekki verra orð
en hvað annað yfir þá starfsemi sem
stunduð er af Andspyrnu. „Bóka-
safnið er rekið í sjálfboðavinnu og að
mestu fjármagnað með tónleikahaldi,
en við höfum haldið nokkrar And-
spyrnuhátíðir þar sem rjómi íslenskrar
neðanjarðartónlistarhefurkomið fram,“
segir Siggi. „Bækurnar á safninu koma
héðan og þaðan - oftast fáum við þær
gefins ffá anarkistum og öðrum róttæk-
lingum héðan og þaðan í heiminum og
þeir sem ferðast erlendis sjá um að ferja
þær heim. Andspyrnusafnið er ekki
endilega anarkistabókasafn. Við leit-
umst við að hafa á boðstólnum bækur
sem varða gagnrýna hugsun, fijáls-
Orgel- og píanólög
3_ nótnahefti meö lögum og textum Steingríms
M. Sigfússonar. Veislulok er létt lög, Huggun og
Efþú værir stjarna, eru kirkjulög.
Upplýsingar gefur
Haraldur Sigfússon
sími 553 5054 og
I Frum sími 568 1000
www.frum.is
ómsrumLisio
Opið til kl. 23 og 9-12 aðfangadag
Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid
BlaöiO/lngó
lyndar pælingar, rokk og ról... og fleira.
Þeir sem hafa áhuga geta þar lesið sér til
um aðra möguleika í menntun og sam-
félagsskipulagi. Við erum líka með heil-
mikið af skáldsögum og ljóðabókum,
auk nokkurra skemmtilega skrýtinna
bóka.“
„Knowyourenemy"
Þrátt fyrir að greina megi ákveðnar
línur í safnakosti Andspyrnu segir
Siggi að flestar bækur ættu heima þar.
„Ef að okkur væru t.d. færðar bækur
um yfirburði arfska kynstofnsins
myndum við láta þær hggja frammi, í
hillu merktri „know your enemý'. Við
lánum út bækur um mikilvægi þess að
ríkið stýri öllu, þó svo það sé andstætt
stefnu félagsins. Viðtökur við framtak-
inu hafa annars verið mjög góðar þrátt
fyrir að of fáir viti af okkur enn sem
komið er. Þeir bókaormar sem koma
til okkar eru hins vegar afar spenntir
og segja vinum sínum frá safninu.“
Bókasafn Andspyrnu er staðsett í
Tónhstarþróunarmiðstöðinni, Hólma-
slóð 2, en einnig er útibú að finna í
versluninni Ranimosk við Klapparstíg.
Safnið er opið frá kl. 16-20 á fimmtu-
dögum, föstudögum og laugardögum.
haukur@vbl.is
Þraut siðustu viku:
Áður óþekkt eyja finnst rétt norðan
við Grímsey. íbúarnir þar tala íslensku
(heppilegt!) en skiptast hins vegar í
tvær fylkingar. í annarri eru þeir sem
segja alltaf satt, svokahaðir sattarar, en í
hinni þeir sem segja alltaf ósatt, svokall-
aðir ósattarar. Nú rekumst við á þrjá
íbúa eyjunnar, þau Pétur, Jónu og Siggu,
sem segja við okkur eftirfarandi:
Pétur: Ég er sattari eða Jóna er
ósattari.
Jóna: Ég veit fyrir víst að Pétur er
sattari og að Sigga er ósattari.
Sigga: Ég ogjóna erum ólík.
Hver þeirra eru sattarar og hver ósattar-
ar?
Enginn var með lausnina við þraut
síðustu viku, en þess skal getið að hún
var í þyngra lagi. Þegar slíkar þrautir
verða ákveðið flóknar er hentugt að
kanna kerfisbundið þá möguleika sem
til greina koma og rita einnig hjá sér
ahar þær „uppgötvanir“ sem maður
gerir. I tilviki þremenninganna Péturs,
Jónu og Siggu er allt eins gott að byrja
Þorsteini1 Gylfason
leit við hjá Kant
Þeir félagar eiga erindi við allt áhugafólk
um heimspeki
Nýverið kom út hjá Háskólaútgáf-
unni bókin Innlit hjá Kant
eftir Þorstein Gylfason heit-
inn. Er því lýst sem stuttu og
aðgengilegu inngangsriti um
frumspeki og þekkingarfræði
Immanuels Kant, sem löngum
hefur verið talinn einn áhrifa-
mesti heimspekingur Vestur-
landa. Byggir verkið á nokkrum
útvarpserindum sem Þorsteinn
flutti um Kant árið 1981 í tilefni
af tveggja alda afmæli rits hans,
Gagnrýni hreinnar skynsemi.
Endurskoðaði Þorsteinn og meitl-
aði fyrirlestrana fyrir kennslu við
HÍ og er afraksturinn nú kominn á
prent, eins og áður sagði. Telst það
mikið fagnaðarefni því Þorsteinn
var fróður um efnið og innblásinn
er hann ræddi það, eins og allir þeir
sem hafa setið kennslustund
ijá honum geta vottað.
„Þorsteinn fjallar á meistara-
egan hátt um ævi Kants og
’ lUgmyndaheim og veitir
innsýn í helstu kenningar
ans um rúm og tíma,
brsakalögmálið, hlutina í
sjálfum sér og mörk mannlegrar
þekkingar. Auk þess setur Þor-
steinn fram rökstudda gagnrýni á
kenningar Kants. Innlit hjá Kant
á erindi við allt áhugafólk um heim-
speki og hugmyndasögu jafnt sem
nemendur í heimspeki,“ segir í
fréttatilkynningu.
haukur@vbl.is
TWí
IIISSéEmI^Œm
Uggur, ótti og
endurtekning Kierkegaards
Soren Kierkegaard,
sem talinn er einn
djúpsæastihugsuður *f
nítjándu aldar, tekst
íþessumritumávið
ögrandi spurningar
um tengsl trúar og
siðferðis og tengsl
trúar og fagurfræði. Uggur og ótti og
Endurtekningin birtust upphaflega
sama daginn, 16. október 1843, í Kaup-
mannahöfn. Þau komu bæði út undir
dulnefni. Jóhannes de Silentio var
skráður höfundur Uggs og ótta en End-
urtekningin var sögð vera eftir Const-
antin Constantius. Það er því algengt
að sjá þau tvö gefm út saman, bæði á
frummálinu og í erlendum þýðingum.
Mikilvægt er að hafa í huga við lestur
á ritum Kierkegaards að hann er öðru
fremur kristinn hugsuður. Þótt líf hans
hafi að miklu leyti einkennst af baráttu
gegn kristnum dómi eins og hann birt-
ist í dönsku kirkjunni, þá er öll hugsun
hans eiginlega útlegging á inntaki þess
að vera kristinn. Rit hans eru eins
konar tilraunir um mannlífið - hann
greinir mismunandi tilvistarkosti og
sýnir inntak þeirra og stefnu. Hann
lætur síðan lesandanum eftir að draga
lærdóma af greiningunni, vitandi það
að skilningur hans mun aldrei verða
raunverulegur nema í eigin h'fsreynslu
ogbreytni.
bara á byrjuninni, þ.e. á Pétri. Ef hann
er sattari (segir alltaf satt) þá koma til
greina þrír möguleikar, en ef hann er
ósattari (segir alltaf ósatt) aðeins einn.
Því er skynsamlegt að byrja á því að at-
huga hvort hann geti verið ósattari. Ef
svo er, þá er hann hvorki sattari né Jóna
ósattari. Þá er hann ósattari og Jóna
sattari. En ef Jóna er sattari þá er Pétur
sattari sem er í mótsögn við það sem
við gáíum okkur í upphafi (að Pétur
væri ósattari). Það gengur því ekki að
Pétur sé ósattari og hann hlýtur þess
vegna að vera sattari.
Hugum þá að Jónu. Ef hún er sattari þá
kemur aðeins eitt til greina, en ef hún er
ósattari þrennt. Gerum því ráð fyrir að
hún sé sattari og sjáum hvað kemur út
út því. Ef hún er sattari, þá er Pétur satt-
ari, og það stenst, og Sigga ósattari. Ef
Sigga er ósattari, þá er ekki satt að hún
og Jóna séu ólíkar. Það þýðir að ef Sigga
er ósattari þá er Jóna það líka, en það
er í mótsögn við það sem við gerðum
ráð fyrir (sem var að Jóna væri sattari).
Jóna hlýtur því að vera ósattari. Næst
að Siggu. Ef Jóna er ósattari þá hlýtur
annað hvort að vera ósatt að Pétur sé
sattari eða að Sigga sé ósattari, nema
í Endurtekningunni ber Kierkegaard
saman hugmyndir fom-Grikkja um
endurminninguna og hina kristnu
lífssýn sem hann kennir við endur-
tekninguna. Hann segir hér sögu af
manni sem á í ástarraunum og sýnir
hvernig þessar hugmyndir varpa ljósi
á reynslu hans. Samkvæmt ritinu virð-
ist lífsleiknin vera fólgin í því að fagna
hinu hversdagslega lífi sem er í eðli
sínu endurtekning. Þýðing Þorsteins
Gylfasonar á þessu riti Kierkegaards
kom fyrst út hjá Helgafelli árið 1966
en hefur lengi verið ófáanleg.
Stílsnilld Kierkegaard er rómuð
og óvíða birtist hún betur en í Ugg
og ótta. í þessu riti leggur hann út af
sögunni af Abraham og ísak í Gamla
testamentinu. Hvernig getur Guð kraf-
ist athafnar sem frá siðferðilegu sjón-
armiði er morð? Kierkegaard notar
sér söguna um fórn Isaks til að draga
fram kjarna kristinnar trúar og þær
kröfur sem hún gerir til einstaklinga.
Það felst í viðhorfi Kierkegaard að
lifandi kristni sé þrotlaust verkefni ein-
staklingsins í milliliðalausu sambandi
sínu við Guð. Umfjöllun um bækurnar
er að finna á Heimspekivefnum.
Þar sem ekkert rétt svar barst við
gátu síðustu viku mun sá sem svarar
best að þessu sinni vinna tvöföld verð-
laun, Bláu bók Wittgensteins og Ugg
og ótta og Endurtekninguna. ■
hvoru tveggja sé. En við vitum nú þegar
að Pétur er sattari og þá hlýtur að vera
ósatt að Sigga sé ósattari. Það þýðir
þá að Sigga er sattari. Lausnin er því
að Pétur og Jóna eru sattarar en Jóna
ósattari.
í tilefni jólaasarinnar og af tillits-
semi við lesendur í tímaþröng verður
gáta þessarar viku í léttari kantinum.
Listunnandinn úr þraut vikunnar
fyrir nokkrum vikum er kominn aftur
á kreik. Hann er enn á ný að skoða
málaða andlitsmynd þegar hann er
spurður að því af hverjum myndin sé.
Hann svarar:
„Hópur systkina minna er enginn,
telur núll karla og konur,
en sonur föður þessa manns er
móður minnar sonur.“
Af hverjum er myndin sem maður-
inn er að skoða?
Svör sendist á haukur@bladid.net
Gleðilegjól!