blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 30
30 IÍPRÖTTIR FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 Maöiö Handbolti: U-15 landslið drengja í fyrsta sinn hefur verið valinn æf- ingahópur 15 ára drengja og yngri í handbolta. Drengirnir eru fæddir 1990 og síðar og landsliðsþjálfarar eru þeir Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson. Hópurinn kemur saman fyrstu helgina í janúar og er skipaður eftirfarandi piltum: Markverðir eru: Arnór Stefánsson, lR, Stefán Huldar Stefánsson, Haukar, Kristján Arnarson, Haukar, Kristófer Mörtuson, KA, Sigurður E. Guðlaugsson, Selfoss, Aðrir leikmenn: Björn Daníel Sverrisson, FH, Ólafur Guðmundsson, FH, Aron Pálmarsson, FH, Halldór Guðjónsson, FH, Sigurður Ágústsson, FH, Arnar Gauti Guðmundsson, FH, Ari Freyr Oddsson, ÍR, Þorgrímur Ólafsson, ÍR, Jónatan Vignisson, ÍR, Heimir Morthens, ÍR, Hörður Morthens, Grótta, Einar Bjarni Ómarsson, Grótta, Einar Héðinsson, Selfoss, Guðmundur Árni Ólafsson, Selfoss, Ragnar Jóhannsson, Selfoss, Örn Davíðsson, Selfoss, Sverrir Eyjólfsson, Stjarnan, Jón Steinar Þórarinsson, Stjarnan, Guðmundur Magnússon, Fram, Örn Ingi Bjarkason, Afturelding, Oddur Grétarsson, Þór Akureyri. Um er að ræða mjög svo lofsvert framtak hjá HSl og þarna eru piltar sem við eigum ef til vill eftir að sjá leika með A-landsliðinu eftir um það bil 5-7 ár. William Gallas Juventus ætl- araðreyna aðkaupa Gallas Luciano Moggi, aðalfram- kvæmdastjóri ítalska stórliðs- ins Juventus, er samkvæmt heimildum ítalska blaðsins Tuttosport, í viðræðum við umboðsmann franska leik- mannsins William Gallas sem leikur með Chelsea á Englandi. Gallas hefur ekki verið sáttur hjá Chelsea eftir að Jose Mour- inho tók við liðinu. Hann vill vera fastamaður í liðinu en svo hefur ekki verið. Samkvæmt frétt Tuttosport ætlar Moggi að kaupa Gallas fyrir leiktíma- bilið 2006-2007 og ætlar að nota vinskap Patricks Vieira og Gallas. Það má því segja sem svo að um eins konar franska byltingu verði að ræða hjá Juve ef af þessu verður því að Frakkinn Willy Sagnol sem leikur með Bayern Munchen fer til Juventus næsta sumar. Handbolti: Úrvalsliði kvenna í handbolta boðið til Spánar Fyrir um það bil viku síðan barst Handknattleikssambandi Islands boð um að íslenska kvennalands- liðið í handknattleik léki kynningar- leik gegn úrvalsliði héraðsliðs Aust- urias á Spáni. Leikurinn fer fram í borginni Gijon á Spáni 28. desember og lands- liðsþjálfari íslands, Stefán Arnarson, átti ekki heimangengt vegna per- sónulegra ástæðna. HSÍ ákvað þó að þekkjast boðið og þjálfararnir Aðal- steinn Eyjólfsson og Kristján Hall- dórsson völdu hóp sem ekki verður skráður sem landsliðshópur heldur úrvalslið. Hópur íslands er aðeins skipaður 12 leikmönnum og leik- menn frá Haukum og Val gáfu ekki kost á sér í ferðina vegna anna. Eftirtaldir Ieikmenn voru valdir: Markverðir: íris Björk Símonardóttir, Grótta, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK. Aðrir leikmenn eru: Arna Sif Pálsdóttir, HK, Elísabet Gunnarsdóttir, Stjarnan, Harpa Sif Eyj ólfs dóttir, Stjarnan, Kristín Clausen, Stjarnan, Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan, Sólveig Lára Kærnested, Stjarnan, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, FH, Gunnur Sveinsdóttir, FH, Þóra B. Helgadóttir, FH, Hildigunnur Einarsdóttir, Fram. Dregið í undanúrslitum í enska deildabikarnum Það fór eins og flestir knattspyrnu- unnendur vonuðust eftir að Manc- hester United og Arsenal sluppu við að mætast í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Ar- senal mætir Wigan Athletic og Manchester United mætir Black- burn Rovers. Arsenal komst með naumindum í undanúrslitin en Arsenal jafnaði metin gegn Doncaster á síðustu sekúndum framlengingarinnar. Ar- senal vann síðan í vítaspyrnukeppn- inni. Manchester United átti ekki í teljandi erfiðleikum með Birming- ham og vann sannfærandi útisigur 1-3- Leikið verður heima og að heiman í undanúrslitunum og fyrri leikirnir fara fram 9.-n.janúar. Þá tekur Wigan á móti Arsenal og Blackburn mætir Manchester Un- ited á heimavelli sínum Ewood Park. Seinni leikir liðanna fara svo fram á tímabilinu 23.-25. janúar og þá fá Arsenal og Manchester United heimaleikina. Manchester United hefur aðeins einu sinni sigrað i enska deildabik- arnum og það var árið 1992 en Ar- senal hefur tvisvar sinnum sigrað í keppninni og það var árin 1987 og 1993- FerSahatil WestHam? Alan Pardew, íf amkvæmda- stjóri enska úrvalsdeildar- liðsins West Ham, er sagður ætla að bjóða í Louis Saha, leikmann Manchester United, þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í Daily Mail í gær og þar segir að Pardew ætli að bjóða 7 milljónir sterlingspunda i Saha en það er jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna. Pardew bauð 5,5 milljónir sterlingspunda í Ándy Johnson framherja Crystal Palace en því tilboði var hafnað. Alan Pardew ætlar sér að bæta við fram- herja í janúar og nú er aðeins spurning um hvort Sir Alex Ferguson tekur tilboði Pardew. Maradona handtekinn enn og aftur Ómissandi fyrir allt áhugafólk um knatt- spyrttu Elclri bœkur l / Argentínska goðsögnin Diego Arm- ando Maradona var í gær handtek- inn á flugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að hann hafði verið með frekju og yfirgang á leiðinni í flugvél. Maradona hafði kvöldið áður verið þátttakandi í góðgerð- arleik með fyrrum hetju Brasilíu, Zico, og var á leið til síns heima á ný í Buenos Aires í Argentínu. Mar- adona var alltof seinn í innritun og fyrir framan hann var mikil biðröð af fólki. Hann reyndi þá að ryðja sér leið í gegnum mannþröngina með frekju og yfirgangi sem endaði með því að allt varð hreinlega vitlaust og lögreglan var kölluð til. Maradona lét ekki segjast þó lögreglan reyndi að róa hann niður og brást hinn versti við sem endaði með því að hann var handtekinn og meðal ann- arsgefiðaðsök að hafa veitt mótspyrnu við handtöku. Diego Marad- ona var síðan færður til yf- irheyrslu og samkvæmt fréttum frá Brasilíu var tekið lyfjapróf af kapp- anum til að kanna hvort hann hafi verið undir áhrifum eiturlyfja. Maradona sem er 45 ára hefur eins og flestum er kunnugt um átt við mikið fíkniefnavandamál að stríða um margra ára skeið og þetta er að verða sagan endalausa af vandræða- gangi þessarar miklu knattspyrnu- hetju. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur. www,desífjn.ís design u Hlíöasmára 11 • 201 Kópavogur Símí 414 8070 • www.design.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.