blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 34
34 I KVIKMYNDIR FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaöið REGflBOGinn SfMl 55190C JÓLAMYNDIN 2005 Magnaður spennutryllir frá Baltasar Kormaki. Frabæra tónlist eftir Mugison m.a. hið vinsæla titillag. A Líttle Trip TO-HEAVEN mzu o aisiauur K B B A N KI niiftnverdi lyríi viðskiptavini KB banka E€D>§ ryan reynolds amy smart FEIIASTI SYNINGAR HEFJAST ANNAN I JOLUM! Jólamyndin 2005 Hún er að fara að hitta foreldra hans ...hitta bróður hans ...og hitta jafnoka sinn Golden Globe verðlaunanna thefamilystone Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna HUGSApU STÓfíT 4 smnRB\i bíú SIMI564 0000 IláWl Yndisleg jólamynd fyrlr alla fjölskylduna thefamílystone SÝNINGAR HEFJAST ANNAN í JÓLUM! sAiu*r jd n pxorcism 1_i t> t rwrir imr IV I il;eil.ist;iTerírf' SýndM.8oglO a Little Tri: fra oskarsverðlauhaleikstjoranum peter jackson Veitingar og tónlist á Þorláksmessu i Óperunni Það verður klassísk stemning í and- dyri íslensku óperunnar á Þorláks- messukvöld. Afstressandi óperutón- list mun hljóma um salinn og hafa nokkrir þekktir óperusöngvarar boðað komu sína og munu taka lagið. Davíð Ólafsson, bassi, stjórnar dagskránni eins og honum einum er lagið. Léttar veitingar verða til sölu og allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir þá sem eiga eftir að kaupa síð- ustu jólagjafirnar er enn von, því hægt verður að kaupa gjafakort á einhverja hinna glæsilegu viðburða vormisseris í Óperunni. Húsið verður opið frá kl. 19 til 23. Mánudagur S6.desember - NASAvið Austurvöll Þriðjudagur 37. desember - Kaffi Krókur Sauöárkróki Fimmtudagur 39. desember - NASA við Austurvöll Föstudagur 30. desember - NASA við Austun/öll Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum SKfFUNNAR og tttldl lS KK ogEllen - Jólin eru að koma: ★★★★★ Jól allan ársins hring Jóladiskar eru eitthvað sem fólk tengir yfirleitt, ótrúlegt en satt, jólunum. Oftast koma út nokkrir nýir jóladiskar á hverjum jólum og sumum þykir það nauðsyn- legur hluti af jólaundirbúningi að breikka tónlistarsafnið sitt og kaupa nýja jóladiska til að koma sér í réttu stemninguna. Það er samt ósköp mismunandi hve jóla- legir jóladiskarnir eru og stundum fær maður á tilfinninguna að þeir séu meira gerðir til að auka á seðla- innihald útgefanda og/eða tón- listarmannanna en að auka á jóla- stuðið hjá kaupendum. En á þessu eru sem betur fer undantekningar og öðru hverju skýtur einn og einn jóladiskur upp kollinum sem inni- heldur hið margumtalaða jólastuð. Diskur KK og Ellen er einn af þeim og ásamt því að innihalda jólastuð og jólastemningu í ríkum mæli er þar líka að finna hátíðlegheit, ang- urværð, húmor, glettni, einlægni og svo ótrúlega góða tónlist að það er töfrum líkast. Diskurinn er ein- stakur og algjörlega óflokkanlegur. Hann er jú vissulega með jóla- lögum á, en gerir það að verkum að ég fer í alvörunni að óska mér þess að alla daga væru jól, en það hefur mér hingað til ekki dottið í hug, og frekar hlegið að þeirri hug- mynd þegar lagið góða sem fjallar um það heyrist í útvarpi. Diskur- inn Jólin eru að koma er líklega næg ástæða ein og sér til að hægt sé að halda gleðileg jól og þótt ég væri alein með hafragraut í jóla- matinn og eitt kerti til ylja mér á og enga pakka, en ætti þennan disk að hlusta á, væri ég hæst- ánægð, svo ríkur er þessi diskur af jólahughrifum. Raddir systkin- anna Kristjáns og Ellenar blandast fullkomlega og það eru þær sjálfar, ásamt látlausum og hógværum út- setningum hinna gullfallegu jóla- laga og -sálma sem hljóma svona yndislega, og búa til hinn sanna jólaanda. Stundum finnst manni eins og Ellen sé rétt um tíu ára ennþá, svo ótrúlega falleg og sak- leysisleg sem rödd hennar hljómar. Þetta verður allavega ekki leikið eftir í bráð, svo vel heppnaður er þessi diskur. Þetta er einfaldega besta jólaplata sem komið hefur út á íslandi. Gleðileg jól, allan ársins hring. heida@bladid.net Sala á Þorláksmessu til styrktar Palestínu: Öryrkjabandalagi Palestínu afhent söfnunarfé á jóladag Líkt og í fyrra verður Félagið ísland- Palestína með sölu á bolum, palest- ínskum kafía klútum, nælum og disknum Frjáls Palestína til styrktar stríðshrjáðum í Palestínu í mið- bænum á Þorláksmessu. Að þessu sinni verður salan á horni Banka- strætis og Laugavegs, nánar tiltekið fyrir framan verslun Nakta apans, Bankastræti 14, frá klukkan 16.00- 23.00. Með sölunni heldur söfnun- arátak félagsins fyrir öryrkja í Pal- estínu áfram en hluti af ágóðanum mun einnig renna til æskulýðsverk- efna í flóttamannabúðunum Balata á Vesturbakkanum. Góður árangur hefur náðst í söfn- unarátaki félagsins undanfarið fyrir öryrkja í Palestínu, en átakið hófst þriðjudaginn 29. nóvember á alþjóð- legum samtöðudegi Sameinuðu þjóðanna til stuðnings réttindum palestínsku þjóðarinnar með tón- leikum á Grand rokk. Alls hafa nú safnast 306.129 krónur í gegnum að- göngumiða á tónleikana, sölu á sér- hönnuðum bolum Dead og Nakta apans og frjálsum framlögum. Vara- formaður Félagsins Ísland-Palestína (FlP), Borgþór S. Kjærnested sem dvelur í Palestínu yfir hátíðarnar, mun afhenda Ziad Amro, formanni Öryrkjabandalags Palestínu (Gen- eral Union of Disabled Palestinians), söfnunarféð á jóladag í Ramallah. Öryrkjabandalag Palestínu byggir á einstaklingsaðild enda enn ekki orðin til sjálfstæð félög einstakra hópa. Hernám Palestínu bitnar á allri palestinsku þjóðinni og raunar á Israelum líka, en á engum eins og öryrkjum. Hernámið og aðgerðir Israelsher hafa orsakað fötlun hjá þúsundum manna, blindu, mænu- sköddun, eyrnardeyfu svo eitthvað sé nefnt. Með söfnuninni vill fé- lagið styðja baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði, lýð- ræði og mannréttindum með því að styðja þá sem verst eru settir. Hægt að leggja málefninu lið með framlagi á bankareikning 542-26-6990, kt, 520188-1349, merkt „öryrkjar"

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.