blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaðiö JOLASNOBB Þar sem Smáborgarinn er snobbaður verslar hann hvergi annars staðar en í miðbænum; verslanamiðstöðvar úthverfanna með sínum skarkala og Næl- ontónleikum heilla lítið og valda jafnvel önuglyndi. Áreitið verður of mikið. Einar Bárðarson, Nælon og Ædolstjörnurnar láta Laugaveginn blessunarlega í friði. Á þessum árstíma er helst að vænta þar fagurlega klæddra lúðrasveita og kóra sem syngja jólasálma og -lög. Fáum ætti því að koma á óvart að þeg- ar Smáborgarinn brá sér í jólagjafaleið- angur um daginn valdi hann miðbæinn. Jólin enda að koma og fátt notalegra en að klæða sig upp í fallega kápu og trefil, skunda milli verslana og finna varning fyrir vini og vandamenn. Við slík tækifæri hefur Smáborgarinn og gaman af því að bregða sér á kaffihús og gæða sér á kakóbolla þegar samverkun gjafapokans og þyngdaraflsins er farin að hafa þrúg- andi áhrif á hendur hans og lendar. Smáborgarinn er annars Ktið fullkom- inn og hefurviðsig ýmsa lesti sem teljast vart mannsæmandi. Einn þeirra verstu er sú unun sem hann hefur af tóbaksreyk- ingum. Hefði Smáborgarinn haft glóru í kollinum á unglingsárum hefði hann vitaskuld aldrei tekið upp á ósiðnum, en fyrst hann hafði fyrir því að byrja á sínum tíma þýðir lítið að kvarta. Öll höfum við okkar lesti, sumir borða kokteilsósu í öll mál, aðrir beita ofbeldi þegar þeir fara í vont skap og sumir, þeir reykja. Þegar Smáborgarinn bregður sér á kaffihús íjólagjafaöngþveitinu og gæðir sér á kakóbolla finnst honum þvi hressi- legt reykja með. Hann reykir og virðist ekki einn um. Á þeim húsum sem hann stundar eru reyksvæðin undantekningar- laust fullsetin, meðan hin lögvernduðu reyklausu standa auð og yfirgefin. Nú virðir Smáborgarinn rétt samborgaranna til þess að anda að sér heilbrigðu lofti í reyklausu umhverfi - hefur engan áhuga á þvi að smita þá af sínu krabbameini - og reynir að sýna þeim eins mikla tillits- semi og auðið er. Því finnst honum reyk- laus kaffihús prýðileg, svo og reyklaus svæði. Hann er hins vegar þeirrar skoðun- ar að rekstraraðilum þeirra ætti að vera í sjálfvald sett að ákvarða eigin stefnu í þessum málum - þeir sem stunda svona staði eða vinna þar eru undantekningalít- ið sjálfráða og ætti því að vera treystandi til þess að ákveða hversu mikinn reyk þeir vilja vaða, ef einhvern. HVAÐ FINNST ÞER? Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor. Hvað finnst þér um skötuna? „Mér finnst skatan góð, þó ekki kæst. Ég kann betur að meta hana mat- reidda á óhefðbundinn hátt eins og maður fær hjá Rúnari Marvinssyni á veitingastaðnum Við Tjörnina. En mér finnst skemmtileg hefð að borða skötuna á Þorláksmessu enda er ég hlynntur þjóðlegum siðum.“ BlaOiO/Steinar Hugi I dag, á Þorláksmessu, flykkjast fslendingar I skötuveislur um allt land. Mariah hafnar lúxusnum Mariah Carey hefur oft verið kölluð „díva“, en engu að síður er þó ein lúxus- vara sem hún hafnar alfarið og það eru loðfeldir. Þannig fór líka um átta loð- pelsa sem hún fékk senda frá rússneskum viðskiptajöfri á dögunum. Hann vildi gefa henni einn pels fyrir hvern vikudag og einn spari en Mariah var ekki spennt fyrir því. Hún sendi góssið allt beint tiJ Peta-samtakanna gegn valdníðslu á dýrum. I framtíðinni er líkast til betra að gefa Mariuh eitthvað annað, demanta, kampavín, eða kannski sokkapar? Aniston vill verða 2006 Leikkonan Jennifer Aniston hefur ákveðið að hún ætli að eignast barn innan árs. Hinn fyrrverandi vinur er á föstu með mótleikara sínum úr bíómynd- inni The Break Up, Vince Vaughn, en hún skildi við Brad Pitt í október. Á meðan fréttir berast frá Pitt um að hann standi í ættleiðingu barna Angelinu Jolie tekur Aniston þá ákvörðun að hún vilji sín eigin börn. Hún segir: „Ég vona að ég eignist mína eigin fjölskyldu á næsta ári. Ég hef sagt þetta áður, og vil ekki endurtaka það, en mér líkar bara vel við að vera í góðum félags- skap.“ Skilnaður Renée Zellweger endanlegur Renée Zellweger og Kenny Chesney eru aftur orðin einhleyp. Búið er að ógilda giftinguna og báðir aðilar því einstæðir á ný. Zellweger sem er 36 ára, og Chesney sem er 37, hittust í janúar, giftust í maí og skildu í september, þegar leikkonan sótti um ógildingu hjónabandsins. Þetta er fyrsta hjóna- band þeirra beggja og þau eignuðust engin börn. auglysingarc vblis Ég var að kaupa batteríspakka. Svo stendur á honum:„Rafhlöður ekki innifaldar." HEYRST HEFUR... Kjaradóm- ur um launahækkun æðstu embætt- ismanna hefur valdið veruleg- um kurr í þjóðfé- laginu og komst langleiðina með að eyðileggja jólin fyrir fjölda manns. Einar Oddur Kristjánsson, Vestfjarð- argoði og varaformaður fjár- laganefndar, hefur lýst þeirri skoðun að kalla beri þingið saman í skyndi til þess að af- nema kjaradóminn með lögum. Mörður Árnason tekur undir með Einari Oddi á heimasíðu sinni (www.mordur.is). Hann segir að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, eiga að biðja forseta um að kalla saman þingið milli jóla og nýárs til að ræða kjaramálin í ljósi hins nýja kjaradóms. Þá þurfi auðvitað að ræða einnig almenn kjara- mál, sérstaklega hvernig hælcka megi láglaun kvennastétta við umönnun, án þess að sú hækk- un verði gerð marklaus með því að allir aðrir hækki í leiðinni. Lýsir Mörður því yfir að geti af- nám kjaradóms hjálpað til þess sé augljóst að stjórnarandstöðu- flokkarnir muni eldd liggja á liði sínu... Nokkrar vanga- veltur eru uppi um það að Ey- þór Arnalds hyggist taka áskorun sjálf- stæðismanna í Árborg og gefa kost á sér til þess að leiða listann þar í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Fleira mun þó á döfinni í fjórð- ungnum, því sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi, sem nær allt frá Reykjanestá austur að Höfn 1 Hornafirði, eru þegar farnir að kvíða næstu þingkosning- um. I síðustu kosningum beið flokkurinn afhroð eftir mál Árna Johnsen og ekki löngu eftir kosningar lést efsti maður flokksins í kjördæminu, Árni Ragnar Árnason, eftir hetju- lega baráttu við krabbamein. Þrátt fyrir að sunnlenskir sjálf- stæðismenn séu í sjálfu sér ekki óánægðir með þingmennina sína mun það viðhorf vera al- mennt að flokkinn vanti afger- andi forystumann í kjördæmið. Munuýmsirframámenn flokks- ins hafa leitað til Árna M. Mat- hiesen, fjármálaráðherra, og farið fram á það að hann taki kjördæmið að sér og hefji það til fyrri vegs og virðingar. Er á það bent að hann hafi í senn menntun og reynslu til þess að skilja öðrum þingmönnum bet- ur landbúnað og sjávarútvegs- mál... Samfylldngarmenn eruorðn- ir enn ókyrrari en áður eftir að birt var skoðanakönnun IMG Gallup, sem gerð var fýrir Björn Inga Hrafnsson, vonarstjörnu framsóknarmanna í Reykjavík. Þar kom fram að flokkurinn er aðeins með rétt rúmlega 25% stuðning í Reykjavík. Sumir mátu það sem svo að loksins væri tekið að hægjast á fylgishruni flokksins, sem hefur verið viðvar- andi frá því að I ngibjörg Sólrún Gísladóttir tók við formennsku. Því er hins vegar ekki þannig farið, því niðurstöðurnar benda til þess að enn sé að kvarnast af flokknum. Reykjavíkhefur ávallt verið langsterkasta vígi Samfylk- ingarinnar og fylgið þar jafnan talsvert yfir landsmeðaltalinu...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.