blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 18
18
,SA
fmmaHammkkí»■-»u umiiin 'i> in i >i wppwa**.
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaðið
Jóga vinnur
á bakverkjum
Niðurstöður f nýlegri bandarfskri rannsókn benda til þess að jóga sé prýðileg ieið til
þess að lina þjáningar þeirra sem þjást af bakverkjum.
Fólk sem er plagað af bakverkjum
getur mögulega linað sársauka sinn
með því að stunda jóga. Nýleg rann-
sókn, sem rúmlega íoo einstaklingar
sem þjáðust af bakverkjum tóku
þátt, í leiddi í ljós að það að stunda
jóga væri betri valkostur til þess að
vinna á óþægindunum en almennar
æfingar eða sjálfshjálparbækur.
Þrátt fyrir að fólk sem stundaði
venjubundnar æfingar næði sam-
bærilegum árangri og þeir sem
stunduðu jóga þá skilaði jógaástund-
unin mun skjótari árangri. Karen J.
Sherman, sem gerði rannsóknina,
segir að mögulega hagnist þeir sem
stunda jóga bæði andlega og líkam-
lega af æfingunum og vinni þar með
á bakverkjunum á víðtækari hátt en
hinir.
Skilaði mun skjótari árangri
Framkvæmd rannsóknarinnar var
þannig að þátttakendurnir voru
sendir í annað hvort 12 vikna jóga-
meðferð, 12 vikna langa hefðbundna
líkamsrækt eða voru látnir fylgja
ráðleggingum sjálfshjálparbóka.
Jógatímarnir voru þess eðlis að
stellingarnar sem þátttakendurnir
voru látnir fara í voru aðlagaðar að
þörfum þeirra og takmarkaðist með-
ferðin þvi við stellingar sem orsök-
uðu ekki mikið álag á mjóbakið.
Þegar vikurnar 12 voru liðnar kom
í ljós að jógahópurinn hafði tekið
meiri framförum en hinir hóparnir
og fann fyrir betri virkni í bakinu.
Það tók hópinn sem stundaði reglu-
bundnar æfingar aðrar 12 vikur
að ná sambærilegum árangri og
jógahópurinn.
Notuðu minna magn
af verkjalyfjum
Sherman segir rannsóknina ekki
sýna á óyggjandi hátt að jóga skili
betri árangri en sagði að ef hún
þyrfti að velja þá myndi hún velja
jóga. Hún benti þó á eina óumdeil-
anlega staðreynd sem hafði komið í
ljós í rannsókninni: Þeir sem stund-
uðu jóga notuðu næstum því helm-
ingi minna magn af verkjalyfjum en
hinir hóparnir.
Jóga miðar að því að samhæfa
hreyfingu við öndun og einbeitingu.
Sherman segir að mögulega skili
jóga stundum því að þeir sem það
stundi verði meðvitaðari um þær
daglegu hreyfingar og líkamsstöður
sem geri bakverki þeirra verri. Hún
segir þó að sumar tegundir bak-
eymsla, til dæmis mænuskaði eða
hryggskemmdir, bregðist ekki vel
við jóga, en þeir sem þjást af bak-
verkjum sem megi rekja til vöðva-
tognunar, vefjaskemmda eða tauga
gætu vel notað jóga til að lina sárs-
auka sinn.
t.juliusson@bladid.net
Veittu vellíðan - gefóu gjafakort í NordicaSpa
Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf. ViS bjó&um upp á fyrsta flokks
snyrtimeðferðir fyrir andlit og líkama og ýmsar tegundir af nuddi.
Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð, í tiltekna meðferð og ýmsa
spa pakka. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í heilsuræktina - meðlimakort,
einkaþjálfun eða námskeið. Við aðstoðum þig við að fiena réttu gjöfina handa
þeim sem þú vilt gleðja.
Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er Nordica Spa heimur
út af fyrir sig.
Opnunartímar.
Mán-fimmtd 6:00-21:00 Laugd 9:00-18:00
Föstudaga 6:00-20:00 Sunnd 9:00-16:00
Nordica Hotol SuSurlandsbraut 2 Sími 444 5090
nordicaspaönordicaspa.is www.nordicaspa.is
Ef tilraunir ganga vel er mögulegt að lyf gegn reykingafíkn verði komið á markað innan
tveggja ára.
Lyf gegn
reykingum fœr
tilraunaleyfi
Draumurinn um að með-
höndla reykingafíkn á svip-
aðan hátt og háan blóðþrýst-
ing eða aðra sambærilega sjúkdóma
með því að einfaldlega taka töflu
hefur löngum þótt fjarlægur, en
svo þarf ekki að vera mikið lengur.
Pfizer lyfjarisinn tilkynnti nefni-
lega í vikunni að fyrirtækið hefði
fengið 6 mánaða tilraunaleyfi frá
lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna
fyrir nýtt lyf sem á að hjálpa fólki að
hætta að reykja.
Byltingarkennd nýjung
Samkvæmt tölum frá Alþjóðlegu
heilbrigðisstofnuninni (WHO) þá
deyr einhver á átta sekúndna fresti
af völdurn sjúkdóma sem rekja má
beint til reykinga. Stofnunin segir
að einungis 7% þeirra sem reyna að
hætta að reykja upp á eigin spýtur
nái að halda bindindið í lengri tíma
en eitt ár og flestir hrasa innan fárra
daga eftir að þeir leggja sígarettunni.
Þegar reykingamenn kveikja sér í
sígarettu berst nikótín til heilans
á örfáum sekúndum og bindur sig
við nikótínmóttakanda í heilanum
og virkjar umbunarferlið sem reyk-
ingarmönnum þykir svo eftirsókn-
arvert. Þetta ferli veldur mikilli
ánægjutilfinningu í stuttan tíma en
upprunalegu áhrifin hverfa þó fljótt
og vítahringur af löngunum og frá-
hvarfseinkennum fylgir í kjölfarið.
Hank McKinnell, stjórnarfor-
maður Pfizer, segir að þróun þessa
lyfs, sem ber nafnið Champix, sé
byltingakenndasta nýjung sem
komið hefur fram til að vinna á
reykingafíkn. Lyfið virkar þannig
að efni sem kallast varenicline festir
sig við nikótínmóttakara í heilanum
og á með því að koma í veg fyrir
tóbakslöngun og draga verulega úr
fráhvarfseinkennum.
Miklir hagsmunir í húfi
I fréttatilkynningu Pfizer er bent á
að reykingar séu helsta afstýranlega
dánarorsök í heiminum í dag og
auk þess mikill kostanaðarbaggi á
heilbrigðiskerfum um allan heim.
I Bandaríkjunum einum saman er
kostnaðurinn við meðhöndlun reyk-
ingatengdra sjúkdóma til dæmis
áætlaður um 150 milljarðar dollarar
á hverju ári. Því er ljóst að gífurlegir
heilsufarslegir sem og efnahagslegir
hagsmunir eru í húfi.
Tilraunir á lyfinu hafa samkvæmt
Pfizer sýnt fáar aukaverkanir og fólk
virðist þola það vel. Einhverjir þátt-
takendur í tilraunum fyrirtækisins
fundu þó fyrir smávægilegri ógleði,
höfuðverkjum, svenftruflunum og
óvenjulegum draumum. Ef lyfið
stenst tilraunaferlið þá er mögulegt
að það gæti komið á markað innan
tveggja ára. Þó er nauðsynlegt að
hafa allan vara á í þessum efnum
því að lyf sem lofuðu svona árangri
hafa áður komið á markað en ekki
skilað tilætluðum árangri.
t.juliusson@bladid. net
Auglýsingar 510 3744
blaðiði.