blaðið - 23.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2005 blaAÍÖ
Kjaradómur:
Ráðherrar með á
þriðju milljón i laun
segir formaður Rafiðnaðarsambandsins. Grunnlaun ráðherra eru aðeins brot afheildar-
launum þeirra.
Stjórnmálafræðingar eru almennt á því að þingmenn eigi að hafa há laun. 8lali6/lngó
Forsœtisráðherra:
Undrandi yfir
kjaradómi
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra. kallaði Garðar Garðarson,
formann kjaradóms, á sinn fund í
gær. Steingrímur Ólafsson, upplýs-
ingafulltrúi forsætisráðherra, segir
Halldór hafa orðið jafn undrandi
og aðrir í þjóðfélaginu yíir úrskurði
kjaradóms og því hafi hann óskað
skýringa á málinu. „Hann kallaði
því á formann kjaradóms til sín í
forsætisráðuneytið. Þar fór hann
fram á skýringar á þessari niður-
stöðu og óskaði jafnframt eftir því
að þær skýringar yrðu gerðar opin-
berar.“ Steingrímur segist ekki vita
hvenær von er á skýringum dóms-
ins.„Það er í höndum formannsins,
þannig að boltinn er hjá honum.“
Áð sögn Steingríms hefur ekkert
verið rætt um það hvort þing komi
saman milli jóla og nýárs til þess að
ræða þetta mál. „Það er mikilvægt
að taka eitt skref í einu í þessu máli
og fyrsta skrefið er að formaður
kjaradóms útskýri forsendur sínar.“
Furðuleg vinnubrögð og
óþolandi sjálftaka segir Guð-
mundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambands íslands (RÍ),
um dóm Kjaradóms. Kristinn
H. Gunnarsson telur mögulegt
að Alþingi endurskoði þau lög
sem kveða m.a. á um það hvernig
laun þingmanna og ráðherra séu
ákveðin.
Standa háskælandi fyrir
framan þjóðina
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rl, segir niðurstöðu Kjaradóms
vekja furðu og að forsendur hans
séu ósanngjarnar. „Þeir taka hæstu
prósentuhækkun og nýta hana sem
rök til þess að hækka sjálfa sig. Það
er staðreynd sem allir vita að í venju-
legum kjarasamningum fá þeir
sem eru með lægstu launin yfirleitt
nokkrum prósentustigum meira en
þeir sem eru með þessi miðlungs-
laun og þar fyrir ofan. En þessir háu
herrar taka þær prósentutölur sem
er verið að setja á lægstu taxtana.“
Þá segir Guðmundur laun ráðherra
vera mun hærri en grunnlauns-
taxtar sýni því taka þarf inn í mynd-
ina auknar lífeyrisgreiðslur. „Þessi
sjálftaka sem þeir hafa verið að
stunda af mikilli áfergju er ekki bara
fólgin í því að notfæra sér prósentu-
hækkun láglaunataxta heldur hafa
þeir verið að hrifsa til sín lífeyrisrétt-
indi og eftirlaun. Svo standa þessir
menn háskælandi fyrir framan þjóð-
ina og segja að þeir séu með svo og
svo mikið lægri laun heldur en sam-
bærilegir menn annars staðar í þjóð-
félaginu en þeir sleppa alltaf þessu
atriði. Ráðherrar eru ekki með
tæpa milljón eins og launaseðillinn
sýnir. Þeir eru með á þriðju milljón
þegar þetta er reiknað með.“ Krist-
inn H. Gunnarson, alþingismaður,
segist ekki hafa kynnt sér dóminn
sérstaklega og segir það ekki hlut-
verk þingsins að hlutast til um hann.
„Fyrst þarf auðvitað að skoða þennan
dóm og aðra eldri. Er þetta einhver
önnur þróun en menn ætluðu. Það
þarf auðvitað að fara ofan í það mál
og ef þróunin er önnur en til stóð er
eðlilegt að þingið líti á það. Þingið
á auðvitað að leggja línurnar fyrir
dóminn og dómarinn á að starfa
innan þess ramma sem lögin kveða
á um. Það er bara hlutur sem þarf að
fara yfir ef menn telja þetta vera á
annarri leið en ætlast er til.“
Fjárhagslega sjálfstæðir
Ólafur Harðarson, prófessor í stjórn-
málafræði við Hl, segir ákvörðun
um laun þingmanna vera algengt
vandamál víða um heim. „Þetta er
víða mjög algengt vandamál hvernig
ákveða eigi laun þingmanna. Sums
staðar er þetta gert af þingi og það
er alltaf mjög umdeilt. Um tíma
var þetta þannig hér að þingmenn
ákváðu þetta sjálfir og það urðu
oft upphlaup út af því. Það er mjög
erfitt fyrir þá að hækka sín eigin
laun og því voru laun þingmanna
mjög lengi hlægilega lág.“ Ólafur
segir það sína skoðun að heppileg-
ast sé að þingmenn séu ekki sjálfir
að taka þessa ákvörðun en telur enn-
fremur að þingmenn eigi að fá góð
laun. „Það er útbreidd skoðun meðal
stjórnmálafræðinga að það eigi að
launa hluti eins og þingmennsku vel.
Bæði til þess að tryggja það að hæft
fólk sækist eftir starfinu og síðan er
mikilvægt að þingmenn séu ekki
háðir öðrum tekjum eða hagsmuna-
aðilum. Hugsunin er að launin séu
þannig að þingmenn séu fjárhags-
lega sjálfstæðir.“
- alvöru sveitakrá Mosfelisbæ
Það er góður íslenskur siður tengdur jólum
að borða fisk á Þorláksmessu.
Við á Áslák erum fastheldin og viljum gjarnan sjá
sem flesta við skötuhlaðborðið okkar 23.desember.
Skötuhlaðborðið er frá 12.00 - 15.00
• Kæst skata .
• Söltuð skata c\AK/,
• Tindabikkja
• Saltfiskur
• Kartöflur
• Rófur O
Bráðið smjör 'Vy
Hamsatólg
.• Verstfirskur hnoðmör
Upplýsingar og borðapantanir í síma 5666657 & 5668822
SiÖÉ
Sendu eina fyrirsögn úr Blaðlnu í dag
á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak
af bókinni Karlar ljúga, konur gráta.
Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
blaóió
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Baugur gaf 50 milljónir
I gær var í fyrsta skipti úthlutað um 50 milljónum úr sérstökum styrktarsjóði Baugs Group. Á meðal þeirra sem fengu styrki var fslands-
deild Spes-samtakanna sem vinna að uppbyggingu barnaþorpa í Afríku. Össur Skarphéðinsson, formaður stjórnar Spes, tók við
styrknum sem nam einni milljón. Áætiað er að verja á næstu þremur árum um 300 milijónum úr styrktarsjóði Baugs Group.