blaðið


blaðið - 10.01.2006, Qupperneq 26

blaðið - 10.01.2006, Qupperneq 26
30IFÓLK MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 blaöiö SMÁ borgarinn TÆKIFÆRIS- SINNAÐAR DÆGURFLUGUR Smáborgarinn á mjög erfitt með að þola ákveðna stjórnmálamenn. Auðvitað eru þeir eins misjafnir og þeir eru margir en meirihluti þeirra virðist þódeila mjög hvim- leiðu persónueinkenni. Flestir virðast þeir tækifærissinnaðir glæframenn sem segja það sem þeir telja tryggja sér mestar vin- sældir frá viku til viku. Margir stjórnmála- menn verða því aldrei annað en dægur- fluga sem fýkur um í vinsældarokinu án nokkurrarfestu eða framtíðarsýnar. Smáborgarinn hefur oft velt því fyrir sér hvernig ungliðastarfi stjórnmálaflokk- anna er háttað. Smáborgarinn hefur þekkt margt gott fólk sem hefur haft fyrir því áhuga að breyta heiminum og gera hann að betri stað. Þetta fólk hefur svo, eins og fyrir einhvem misskilning, leiðst inn í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna þar sem það virðist heilaþvegið af ein- hverju bulli um „real" pólitík og yfirlýsta flokksstefnu og eftir það kemur vart orð af viti frá þessu fólki. Smáborgarinn veit ekki hvað er gert við þessa nýliða í pólitík- inni en fær oft ægilegar martraðir þessu tengdar enda hefur hann misst margan góðan vininn í hendur flokkanna. Þaðan virðist fólk svo ekki eiga afturkvæmt nema það tapi sæti á lista. Því miður virð- ist þetta vesalings fólk þá orðið svo ánetj- að bullinu að það gengur frekar til liðs við annan flokk en að byrja nýtt og betra líf. Svo virðist sem auðveldara sé að ganga úr öfgafullum sértrúarsöfnuði en miðjumoð- uðum íslenskum stjórnmálaflokki. Unga fólkið, sem hefur á undanförnum árum gengið til liðs við hina ýmsu stjórn- málaflokka, virðist fá sinn einkennisbún- ing og reglur um háttalag við inngöngu, rétt eins og það sé að hefja afplánun. f sjónvarpinu bregðurfyrirfólki,jafnvel und- ir þrítugu, sem minnir einna helst á grin- atriði úr Skaupinu þar sem börn eru fengin til að leika fullorðið fólk svo vart sér ífingur standa fram úr ermum. Málfar þessa fólks virðist hengt upp á þráð svo það hljómar eins og lesið hafi verið inn á það. Frasarnir svo innantómir og ægilegir að maður velt- ir því fyrir sér hvern eigi eiginlega að sann- færa. Hvenær urðu hugsjónir hallærislegar. Hvenær varð trúin á að bæta heiminn að heimóttarlegum barnaskap? Hvenær varð það eftirsóknarvert og töff að eltast við flokkslínur, að vera tækifærissinnaður, fjarstýrður og getulaus, langt fyrir aldur fram? Smáborgarinn leggur til að ungliða- hreyfingarstjórnmálaflokkanna verði lagð- ar niður, hreinlega bannaðar, svo íslensk æska verði ekki miðaldra, langt fyrir aldur fram og íslensk þjóð kafni í eigin andleysi. HVAÐ FINNST ÞÉR? Birkir J. Jónsson, alþingismaður. Ertu ekki orðinn leiöur á fríinu? „Ég var nú bara að koma til Reykjavíkur eftir að hafa verið á yf- irreið um Norðurland eystra, að heimsækja kjósendur þar. Nú er ég ásamt mínum félögum í þingflokknum að heimsækja kjós- endur hér í borginni þannig að það er nóg að gera. Það er hlut- verk stjórnmálamanna að hlusta á og ræða við sína kjósendur og við nýtum þennan tíma í það.“ Alþingismenn fóru f jólafri þann 9. desember og snúa afturtil starfa þann 17. janúar næstkomandi. Kate Beckinsale neitar framhjáhaldi Það eru alls kyns kjaftasögur í gangi um að hlutirnir séu ekki alveg að ganga upp hjá Kate Beckinsale og manni hennar Len Wiseman. En þótt til leikkonunnar hafi sést án giftingarhrings nýlega neitar hún alfarið öllum sögum. „Það er til dæmis ein slúður- saga þar sem ég á að hafa drifið mig til Englands til að eiga leynilegan ástarfund með karlkyns vini mínum,“ segir Kate. „Sannleikurinn er sá að þetta er eiginmaður vin- konu minnar og þau eru nýbúin að eignast barn. Ég á að hafa notfært mér bjúginn í ökklum hennar og haldið fram hjá með manninum hennar. Við skellihlógum nú bara að þessu. Eftir þetta hef ég sent vinkonum mínum bréf þar sem ég grínast með að mennirnir þeirra séu svo kynþokkafullir." 1 nýlegu tímaritsviðtali segist Kate vera fullkomlega hamingjusöm með manni sínum. Ástæðan fyrir því að hún hefur sést án giftingarhringsins að undanförnu sé að hún tók hann af til að vaska upp og gleymdi að setja hann aftur upp. Það eru stundum saklausar útskýringar á hlutunum. Lánadrottnar kaupa hús Courtney Love Fyrirtæki frá Kaliforníu, sem sér um húsnæðislán, keypti hús Courtney Lo- ve í Washington þegar hún gat ekki staðið í skilum. Hinn rokkaði vandræða- seggur keypti 102 ára húsið, sem er í útjaðri Capiton Forest í Littlerock, árið 1997 fyrir systur Kurt Cobain, Kim, en hún flutti út fyrir nokkrum vikum. Lo- ve hætti að borga afborganir af húsinu í desember 2003 og skuldar rúm 200 þúsund pund í óborguð lán og lögfræðikostnað. Sérstök helgi hjá Á meðan við áttum rólega helgi við að ganga frá jólaskrauti og dúlla okkur var Pink og maður hennar sko ekkert að dúlla sér. Þau voru að ganga niður sandi drifnar strendur í átt að altarinu. Pink, sem heitir réttu nafni Alecia Moore, og unnusti hennar skrifuðu undir giftingarvottorðið á Kosta Ríka um helgina. Samkvæmt tímaritinu Pe- ople komu yfir hundrað gestir, meðal annars Lisa-Marie Presley. „Við elskum ströndina svo við vorum handviss um að við vildum líka gifta okkur þar,“ sagði hin 26 ára gamla rokkstjarna. Pink bað motorkross-kappaksturshetjunnar á síðasta ári með því að halda uppi spjaldi sem stóð á: „Viltu giftast mér?“ í einni keppninni. Þau hittust fyrst árið 2001 á X-leikunum í Las Vegas og er þetta fyrsta brúð- kaup þeirra beggja. ókeypis til heimila og fyrirtækja blaöiö_ Móðir náttúra gerir ekkert út í loftið. Þú ert sjálfsagt frábær í fjallaklifri. HEYRST HEFUR... Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Bjarni Ármanns- son sé á útleið hjá Islandsbanka eftir að Straum- ur-Burð- a r á s s e 1 d i 21% hlut í bank- a n u m . Bent hef- ur verið á að litl- ir kærleikar séu með honum og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem er í kaupendahópnum í gegn- um FL-Group. Á hinn bóginn hefur Bjarni notið stuðnings frá öðrum kaupendum, t.d. Ein- ari Sveinssyni. Við spyrjum að leikslokum. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, slær ekki slöku við í æfingum fyrir íslandsmótið og lætur hann sína menn æfa átta sinnum í viku, þannig að það er ekkert ge~~ eftiríVestur- bænum, eft- ir nokkur mögur ár. Þá hefur það vakið verðskuld- aða athygli að Gunnlaugur Jóns- son, sem er nýkominn frá ÍA, verð- ur með fyrirliðabandið í sum- ar, en hinn gamalreyndi mark- vörður, Kristján Finnbogason, hefur borið það undanfarin ár með sóma. Engum sögum fer af viðbrögðum Kristjáns. Pað er enginn friður. Það fékk 300 þúsundasti Is- lendingurinn, sem fæddist í gærmorgun, heldur betur að finna fyrir. Fjölmiðlar kröfð- ust þess að fá að taka mynd af stolt- um for- eldrum með nýfætt barn sitt og fjölmörg fyr- irtæki kaupa s é r góða auglýsingu með því að koma færandi hendi. Og ekki batnar það - í dag hafa Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Hallgrímur Snorrason, hag- stofustjóri, boðað komu sína. Spurning hvort að einhverjir frambjóðendur flokkanna fara ekki birtast á í Landsspítalan- um. Sagan segir að Gunnar Birgis- son, bæjarstjóri í Kópavogi, hafi gripið til handafls þegar leikskólum í bænum var lokað vegna upp- sagna fyrir stuttu síð- an. Þannig hafi hann gripið til þess ráðs að ráða nokkra starfsmenn hins gamla fyrirtækis hans, Klæðningar, til að manna leikskólana og þá hafi börn embættismanna bæjarins líka verið kölluð til. Þetta mun hins vegar hafa farið öfugt ofan í starfsmenn leikskólanna, sem voru jú að mótmæla lágum launum. En það er seint hægt að segja að Gunnar deyi ráðalaus - það er jú gott að búa í Kópavogi.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.