blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 12
12 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaöið Haraldur Eiríksson: 1 annað sinn hélt ég til opnunar Kjarrár sl. vor ásamt veiðifélaga. Fátt er skemmtilegra en að fá að kasta á sögufræga veiðistaði þess- arar fallegu ár á undan öðrum og erfitt er að hugsa sér skemmti- legri byrjun á veiðisumrinu. Opnunin sl. sumar var engin undan- tekning, og þar sem að veiðar hefjast nú seinna júnímánaðar en áður, er alltaf öruggt að sá silfraði er mættur. Þó held ég að engan hafi órað fyrir þeirri mokveiði sem átti eftir að fylgja í kjölfarið og stóð veislan allt til lokadags, en í Þverá/Kjarrá veidd- ust yfir 4000 laxar sl. sumar. Það er viss stemmning að keyra slóðana upp að veiðihúsinu, smám saman detta úr farsímasambandi, vitandi það að hjólförin á veginum inn eftir dalnum eru aðeins eftir veiðifélagana og starfsfólk veiðihúss- ins sem keyrir vistir í veiðihúsið. Sumarið 2005 var mættur smálax strax í opnun árinnar og var veiði með ágætum. Einstaka lax veiddist sem hafði verið tvö ár í sjó, en veiði- menn fengu smjörþefinn af þeirri miklu smálaxaveiði sem fram undan var. Sem dæmi sat ég á klettinum við Mið-Prinsessu á öðrum degi og horfði á laxagöngu þjóta í gegn sem í voru tugir laxa. Var það að megninu til smálax, sem á að heita óvenjulegt á fyrstu dögum tímabils- ins. Þó sáum við stöku nagla, og sem dæmi mátti sjá tvo sannkallaða stórlaxa liggja í veiðistaðnum Potti á öðrum degi. Þar lágu þrír laxar og setti ég í þann minnsta sem var smálax, á að giska sex til sjö pund. Hinir tveir, klárlega í yfirvigt sigldu þá fram ána og sáust augnablik í Langadrætti þar til þeir lögðu undir sig hausinn og hurfu upp á heiði. Urðu fleiri þeirrar ánægju aðnjót- andi að sjá þessa höfðingja áður en þeir hurfu, en Langidráttur er beint neðan veiðihússins. Snjóskafl á bakkanum Að þessu sinni voru öll veiðisvæði að gefa afla, allt frá hinum mögnuðu Selstrengjum, og í efstu hylji sem farið var í. Fór ég líklegast lengst veiðimanna í hollinu og náði laxi í Ólafspytt efri sem er fyrir ofan veiðistaðinn Aquarium, í rúmlega klukkustundar göngufæri frá Neðra Rauðabergi og var það sérstök stemmning að landa laxinum með Einn af fyrstu löxunum úr Kjarrá sl. sumar veiddur í Langadrætti opnunarmorguninn. Til marks um hve lítið vatn var í ánni að þessu sinni þá náði það ekki upp á vatnsmælinn sem sést í bakgrunni. Ljósmynd; Asbjörn Morthens. snjóskafl á hinum bakkanum. Á leiðinni var reynt við gríðarstóran lax í Aquarium, lax sem lá einn djúpt í hylnum og leit ekki við agni. Efra- og Neðra Rauðaberg gáfu vel, svokallaðar Eyrar voru byrjaðar að halda fiski og svo var um nánast hvern einasta veiðistað sem litið var í í neðri ánni. Laxinn stoppaði hins- vegar stutt enda kjörvatn til göngu, óvenju lítið vatn miðað við árstíma og bjart yfir. Slíkt er ekki gott veiði- veður í Kjarrá. Sem dæmi um gönguhraða lax- ana sem ganga upp í Kjarrá þá hefur veiðimaðurinn ekki við þeim fótgangandi. Þetta fékk ég að reyna þegar ég ákvað að freista þess að elta fyrrnefnda laxagöngu upp úr Mið- Prinsessu, í von um að hún stoppaði einhversstaðar svo að hægt væri að kasta á laxinn. Missti ég af göng- unni fyrir ofan svokölluð Gljúfra- göng, móður og másandi eftir að hafa fylgt göngunni upp gljúfrin og mæli ég ekki með því við nokkurn mann að fara þá leið. Þeir eru vandfundnir veiðistað- irnir sem eru jafn afskekktir og við Kjarrá, og bröltið ásamt fyrirhöfn fyrir hverjum laxi gefur veiðunum mikinn sjarma. Því er farið að huga að því upp úr áramótum að gera sig klárann fyrir dagana þrjá með átaki í heilsuræktarstöðvum Reykjavíkur. Þess vegna stendur veiðiferð í Kjarrá jafnan upp úr þegar sumarið er gert upp. Verðlækkun í Laxá á Nesjum Veiðileyfi hækkað víða í verði næsta sumar en ekki allstaðar, eins og til dæmis í Laxá á Nesjum. „Við lækkum verð á veiði- leyfum um 25-30% í Laxá og gerum þá breytingu að nú verður leyft að veiða á maðk allt tímablið,” segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum. „Seiðasleppingar heppnuðust vel og ég tel að þessi skemmti- lega tveggja stanga veiðiá eigi eftir að gefa ynr 200 laxa næsta sumar. Það hefur gengið vel að bóka fyrir sumarið,” segir Þröstur ennfremur. 510 3744 blaðiö SPORTBUÐ TITAN SKOTVEIÐAR, ÚTIVIST & KAJAKAR ÖRYGGISHÓLF KR. 6.900,- 14 BYSSUSKÁPUR KR. 54ÆOO NÚ KR. 46.900,- 10 BYSSUSKÁPUR KR. 44.SÖ0.- NÚ KR 39.900,- 6 BYSSUSKÁPUR KR. 19.900,- Sportbúð Títan Veióihöllinni www.sportbud.is Krókhálsi 5G - HOReykjavík • Sími 517 8810 Langa Fancy: Hefur gefið vel í Langá frá fyrsta degi „Höfundur flugunnar „Langa Fancy“ er breskur sem heitir Alan G.Mann, kunnur og umsvifamikill athafna- maður í flugrekstri. Hann veiddi í Langá í tæpan aldarfjórðung frá 1979 og hefur veitt í Hofsá undanfarin ár”, segir Ingvi Hrafn Jónsson, er við spurðum um fluguna sem hefur gefið hvaða bestu veiðina í Langá á Mýrum en uppskrift af flugunni var birt í Blaðinu síðasta föstudag. Alan G. Mann er gríðarlega fær og veiðinn og er jafnan með flesta laxa í sínum hópi. Langá Fancy varð til 1980 í seinni af tveimur vikum sem Alan og hans hópur veiddi á miðsvæði Langár hjá Ingva Hrafni. Fyrstu dagana höfðu sem oft áður, Blue Charm, Collie dog og Green butt gefið flesta laxa, en veiðin var farin að tregast heilmikið þarna í júlílok, eftir ótrúlega hitabylgju, sól- far og hraðminnkandi vatn. Vel á annað hundrað laxar voru komnir á land á 4 stangir og áin pökkuð af laxi. Þegar haldið var til veiða síð- degis, sagði Alan félögum sínum að bíða ekki eftir sér, hann væri með hugmynd. Dró svo fram fluguhnýt- ingargræjurnar og settist út á ve- rönd, þar sem hann starði löngum á ánna, greinilega mjög hugsi. Ingva Hrafni var farið að leiðast þófið og ákvað að fara í Borgarnes að sækja vistir. Er hann kom til baka um sjö- leytið var flugan tilbúin og Alan bað Ingva að fara með sig í heimsókn til allra félaganna. Engin þeirra hafði svo mikið sem reist lax það sem af var. Alan sýndi þeim nýja meist- araverkið og bauð hverjum fyrir sig flugu gegn því að fá að kasta 5 köstum í hylinn. I stuttu máli tók hann á rúmum klukkutíma 3 laxa fýrir framan nefnið á félögum sínum. Allir náðu þeir svo laxi á þessa flugu áður en vaktinni lauk og alla tíð síðan hefur Langa Fancy annaðhvort verið toppflugan eða sú næstgjöfulasta í Langá” sagði Ingvi Hrafn ennfremur Mikil aðsókn í fluguveiði- skólan á Langárbökkum Seinna fluguveiðiskólanámskeiðið í Langá 13. -15. júní er senn fullbókað og byrjað að bóka á námskeiðið 11. - 13. júní að sögn Ingva Hrafn Jóns- sonar sem sagði í samtali að allt stefndi í að tvö hundruðasti nemand- inn útskrifaðist í vor og sem fyrr eru konur í meirihluta nemenda. Eitt lítið skilyrði fylgir útskrift kvenna, sem er að þær segi næst er þær fara til veiða með körlum „nú skal ég byrja elskan”. Mokveiði utan farsímasambands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.