blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 26
261 HEIL.SA FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 Uaöiö Borðum hollt og hreyfum okkur Margir eru eflaust að fara á stað í heilsuátak þessa dagana. Búið að kaupa líkamsræktarkortið og ísskápurinn hefur verið hreinsaður af óhollustu jólamánaðarins. Það breytir því ekki að freistingar eru á hverju strái og allt of auðvelt að grípa með sér skyndibita þegar hungrið sverfur að. Á heima- síðu Lýðheilsustöðvar má sjá upplýsingar um mikilvægi hreyfingar og hollarar fæðu. Stofnunin er nú að fara í gang með að dreyfa plakötum í skóla, íþróttahús og fyrirtæki. Dagleg hreyfing er mikilvœg Börn þurfa helmingi meiri hreyfingu en fullorðnir .Hreyfihringurinn er nýjung og á að gefa fólki hugmyndir um þá tegund hreyfingar sem hægt er að stunda", segir Gígja Gunnarsdóttir verkefnis- stjóri hreyfingar á Lýðheilsustöð. ,Með hreyfihringnum viljum við leggja áherslu á mikilvægi þess að fullorðnir hreyfi sig í hálftíma á dag en börn í minnst klukkutíma daglega. Hreyfi- hringurinn er settur fram á mynd- rænan hátt til að sýna hvernig fólk getur hreyft sig og það þannig hvatt til að vera vakandi fyrir hreyfingu í stað hreyfingarleysis. I hringnum eru sjö geirar þar sem m.a. má sjá konu að ganga og á þetta að sýna að hreyfing er einföld í framkvæmd og þarf ekki að kosta peninga. í einum geiranum má sjá eldri mann á leið i sund og á það að sýna að það er aldrei of seint að byrja.“ Gígja segir að fólk ætti að athuga ferða- mátann til og frá vinnu og nota hjól eða ganga í stað þess að nota bílinn ef möguleiki er. „Þá leggjum við áherslu á að foreldrar séu góðar fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að hreyfingu og að fjölskyldan stundi hreyfingu saman.“ Gígja segir það skipta máli að fólk hreyfi sig á þann máta sem því hreyfum okkur aíll hefur áhríf þyki skemmtilegastur. „Til að hafa orku í hreyfingu þurfum við að borða hollt svo þetta hangir dálítið saman. Hreyfing stuðlar ekki aðeins að betra líkamlegu formi heldur dregur m.a. úr likum á hjarta-, æðasjúkdómum og stoðkerfisvandamálum." YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímarfyrirbyrjendurog —— barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga ] . natturuvorurj Framleiddar síðan 1923 Kastaníukrem Cott fyrir þreytta fætur og káífa. Örvar blóðrás Hiartarkrem Mjög gott á fætur og j huð sem mæðir mÍKÍo Verndar og styrkir og í veg fyrir að núðin sp wemasm: Franzbranntwein gel Nudd-gel. Mjög gott við vöðvabólgu og narðsperrum. Eykur blóöstreymi til húðarinnar, kælir og losar um spennu í vöðvum. Vörurnar fást í: Árbæjarapóteki, Laugarnesapóteki, Lyf og heilsu,Lyfjavali og Rimaapóteki. Offita vaxandi vandamál Skyndilausnir ekki líklegar til árangurs Hjá okkur hér á íslandi er offita svo sannarlega vaxandi vandamál, þjóðin er að fitna. Árið 1998 voru helmingi fleiri karlar með BMI yfir 25 en árið 1968 og rannsóknir hafa einnig sýnt okkur að börn eru að þyngjast. Við tölum jafn- vel um að það sé eðlilegt að konur bæti á sig hálfu til einu kílói á ári eftir 25 ára aldurinn. Það á alls ekki að vera sjálfsagt að bæta á sig kílói eftir kílói. Við þurfum að spyrna við fótum og snúa þess- ari þróun við. Hvers vegna er offita vandamál? Offita er vandamál vegna þess að offitu fylgja alvarlegir fylgikvillar og vanlíðan. Helstu fylgikvillar offitu eru: • Kransæðasjúkdómar • Sykursýki Týpa 2 • Ofhárblóðþrýstingur • Röskun á blóðfitu • Mæði • Heilablóðfall • Gallblöðrusjúkdómar • Svefntruflanir • Slitgigt í hnján • Krabbamein í ristli » Brjóstakrabbamein Hvenær er yfirvigt orðin vanda- mál - hvenær tölum við um offitu? Við skilgreiningu á offitu er oftast notaður svokallaður líkamsþyngdar- stuðull (BMI). Hann er reiknaður út frá hæð og þyngd samkvæmt formúl- unni þyngd/hæð2 (kg/m2). Með því að reikna hann út er unnt að meta hvort viðkomandi sé of þungur. Sömu viðmiðunarmörk eru fyrir konur og karla. Þessi mörk gilda aftur á móti ekki um börn. Stuðull- inn tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar og greinir ekki milli þyngdar vöðva og fitu þannig að vöðvamikill og grannur einstak- lingur getur fengið háan BMI. BMI stuðullinn gefur fyrst og fremst vísbendingu um það hvar viðkomandi er staddur m.t.t. offitu. Hægt er að reikna út BMI stuðul sinn á www.doktor.is Eðlileg þyngd er BMI 18,5-25 Fyrsta stigs offita er BMI 25-30 Annars stigs offita er BMI 30-40 Þriðja stigs offita er BMI 40 og yfir Hvers vegna fitnum við? Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það hvers vegna við fitnum og hvers vegna sumir fitna en aðrir ekki. » Efnaskiptin: Eitt er víst - efna- skiptin hjá okkur eru misjöfn. Sumir eiga einfaldlega auðveldara með að safna forða en aðrir. • Borðum meira en við brennum. Til þess að fitna eða safna forða er ljóst að það þarf að borða meira en brennt er. Orkuinntakan þarf að vera meiri en þörfin og umframorkan er þá geymd sem fita í líkamanum. • Umhverfisþættir hafa auk þess mikil áhrif, kyrrseta er meiri en áður og framboð á mat gífurlegt. Það er hægt að léttast og snúa þróuninni við. Það eru þó engar skyndilausnir líklegar til þess að hjálpa þér. Fyrir- tæki keppast við að setja á markað og selja „töfralausnir”. Þessar lausnir eru ekki líklegar til árangurs, að minnsta kosti ekki til langs tíma litið. Einfaldar lausnir eru ekki til og eina leiðin til léttara og betra lífs er lífstílsbreyting. "Þú berð ábyrgðina á þínu lífi og lífi barnanna þinna" Viljir þú takast á við vandann þarft þú að taka ákvörðun um að gera það. Þá er gott að setja sér raunhæf markmið og muna að góðir hlutir gerast hægt. Þú ert að þessu fyrir sjálfan þig og hugsan- lega börnin þín og það stendur allt og fellur með því að þú haldir út og standir þig. Það getur verið gott að gera eins konar samning í upphafi, >ar sem fram koma ástæður þess að )ú leggur í þetta “langhlaup”, mark- miðin sem þú setur þér á leiðinni og þegar lokatakmarkinu er náð. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því í upphafi að þegar takmarkinu er náð er baráttan rétt að hefjast. Það eru nokkrar greinar um offitu inn á www.doktor.is þar sem hægt er að lesa sér til um það hvernig best er að standa að því að létta sig. Þar má helstar nefna: Offita - aðferðir sem virka, e. Ólaf Gunnar Sæmundsson, næringarfræðing. Offita - taktu hana alvarlega, grein unnin upp úr bæklingi sem Hjartavernd gaf út árið 2002. Offita - hreyfing, mataræði, lyf, e. Hildi Ósk Hafsteinsdóttur, næringarfræðing. Ég hvet all þá sem eiga við offitu að stríða að lesa sér til um þær leiðir sem gott er að fara til þess að takast á við vandann. Mataræði og hreyf- ing skiptir þar að sjálfsögðu mestu máli en auk þess eru til lyf við offitu. Lyfin eru aðallega hugsuð fyrir þá sem hafa BMI yfir 30 eða þá sem eru með þekkta áhættuþætti offitu. Ef vandinn er mikill er nauðsynlegt að vera í sambandi við fagfólk þegar farið er af stað. Næringarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkra- þjálfarar eða aðrir sérmenntaðir þjálfara geta svo sannarlega gefið góð ráð og veitt stuðning. Gangi þér vel, Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunar- frœðingur og ritstjóri www.doktor.is Mikilvægt aö borða mat úr öllum fæðuflokkum Fceðuhringurinn - allt hefur áhrif Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar má sjá heilsuhring og upplýsingar um holla fæðu. Hringurinn skiptist í kornvörur, grænmeti, ávexti og ber, fisk, kjöt egg, baunir og hnetur, mjólk og mjólkurafurðir og feit- meti, en í þeim flokki má finna jurtaolíu, steikarfeiti, lýsi, smjör og annað viðbit. „Heilsuhringurinn er gerður til að auðvelda fólki að borðavelsamsettanmatogholltfæði/’segirHólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri næringar á Lýðheilsu- stöð. Framsetningin er gerð til að gera þetta auðvelt." Það kannast sennilega margir við gamla fæðu- hringinn þar sem geirarnir voru misstórir og sýndu mikilvægi hvers fæðuflokks fyrir sig. Núna eru geir- arnir af sömu stærð en mismikið sett í þá til að sína mikilvægi hvers fæðuflokks. Það er mikilvægt að borða mat úr öllum flokkum og að velja margar tegundir úr hverjum flokki. í miðju fæðuhringsins er vatnsglas sem á að sýna að vatn er besti svaladrykkurinn. 1 fæðuhringnum eru engin sætindi, gosdrykkir eða djús enda eru þessar vörur ekki nauðsynlegar til vaxtar og viðhalds líkamans. I þeim er iðulega mikil orka en lítið eða ekkert af nauðsynlegum nær- ingarefnum og er það ástæða þess að þær eru óheppi- legar. Rannsóknir benda einnig til þess að neysla á sykruðum drykkjum, t.d. gosdrykkjum, geti aukið líkur á offitu. fæðuhringurinn allt hefur áhrif

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.