blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 32
32 I MENNING FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaöiö Ástkona leysir frá skjóðunni Rithöfundurinn Robert Graves lést árið 1985 og var þá níræður. Nú, tuttugu árum síðar, hefur fyrrum ástkona hans stigið fram og skýrt frá ástríðufullu sam- bandi þeirra í viðtali við Sunday Times. Aemilia Laracuen er 73 ára og býr í New York. Þegar hún hitti Graves var hann kvæntur og fjög- urra barna faðir. Hún var þrítug og hann var 67 ára gamall. Hann orti mörg þekktustu ástarljóð sín til hennar og sendi henni mörg hundruð bréf. Graves er meðal annars höfundur bókanna um Kládíus, Rómarkeis- ara, Ég Kládíus og Guðinn Kládíus, en bækurnar urðu að gríðarlega vin- sælum sjónvarpsþáttum. Graves var mikill kvennamaður og átti í ástar- samböndum utan hjónabands og þar skipti sambandið við Aemiliu hann mestu. Eftir andlát hans gerði fjöl- skyldan sér far um að leyna öllum merkjum um annað en að Graves hefði verið ástríkur fjölskyldufaðir. Aemilia minnist Graves með mik- illi hlýju og segir að aldursmunur- inn hafi ekki truflað hana. „Robert var líkamlega hraustur og vel á sig kominn," segir hún. „Hann var afburðagreindur og mjög fyndinn, þegar hann gekk inn í herbergi var eins og sólin hefði birst... Þegar maður hefur upplifað svo innilega, fullkomna ást þá er mjög erfitt að gefa hana frá sér. Ég hef aldrei aftur fundið neitt sem líkist henni. Ég sakna hans ennþá.“ Kynlíf milli þeirra var af skornum skammti því Graves þjáð- ist af getuleysi og Aemilia svaf hjá öðrum mönnum. Graves var þó mjög háður Aemiliu og stundum fór Beryl, eiginkona hans, á fund Aemiliu og bað hana um að koma til Graves þvi hann þarfnaðist hennar. Aemilia segist ekki enn skilja hvað Beryl hafi gengið til með þessu. Vinkona Graves og Beryl segir að þetta hafi ekki átt að koma á óvart þar sem Beryl hafi svo að segja aldrei sýnt mann- legar tilfinningar og eina skiptið sem hún hafi sést gráta hefði verið þegar kötturinn hennar dó. „Hún hafði hvorki áhuga á eiginmanni sínum né börnum. Hún hafði ekki áhuga á neinu nema kommúnisma og gæludýrunum sínum,“ segir vin- konan um Beryl. Graves yfirgaf konu sína um tíma til að vera hjá Aemiliu en hún vildi ekki eyða lífi sínu í að hjúkra gömlum manni og rak hann frá sér. Sambandi þeirra laukþó ekki þá heldur seinna þegar Aemilia varð ástfangin af manni sem var tuttugu árum yngri en hún og fór með honum til Indlands. Graves lagðist á spítala, 71 árs, en hann var ekki án ástkonu því 17 ára stúlka, dóttir náins vinar hans, heimsótti hann á sjúkrabeðið og játaði ást sína. Hún varð næsta ást- kona hans. Aemilia segir að ef kyn- líf þeirra Graves hefði verið gott þá hefði sambandið enst. „En þar sem við stunduðum ekki kynlíf þá var það hugur hans og hugmyndaflug sem ég laðaðist að,“ segir hún. Aemilia seldi háskóla í Kanada bréfin sem Graves sendi henni. Samkomulag var gert við Graves fjölskylduna um að ekki mætti lesa bréfin fyrr en eftir dauða Beryl. Hún lést árið 2003 og því má búast við að ekki sé langt þar til bókmenntafræðingar eða blaða- menn birti ítarlega umfjöllun um þau. Robert Graves, höfundur bókanna um Kládíus var mikill kvennamaður og nú hefur fyrr- um ástkona hans, Aemilia Laracuen skýrt frá sambandi þeirra en þau sjást hér saman á mynd. Mynd af vídeóverki Anouk De Clercq. Prjár sérsýn• ingar i Safni Metsölulistinn - allar bækur Almanak Háskóla fslands Háskólaútgáfan Endalausorka Judith Millidge Skugga Baldur - kilja Sjón 4 fslandsklukkan - kilja Halldór Laxness 5 Grafarþögn - kilja Arnaldur Indriðason 6 Lovestar - kilja Andri Snær Magnason ^ Almanak Þjóðvinafélagsins Sögufélagið Þú ert það sem þú borðar Gillian McKeith 9 Sjálfstætt fólk - kilja Halldór Laxness 10 Skítadjobb - kilja Ævar Örn Jósepsson Listarnir etu gerðir út frá sólu dagana 28.12.0S - 03.01.06 i Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar Metsölulistinn - allar bækur ^ Ultimate Hitchhiker's Guide ‘ DouglasAdams 2 The Innocent Hadan Coben Silver Spoon Phaidon 4 Eldest/Eragon Boxed Set Christopher Paolini TheChronidesof Narnia C.S. Lewis The Big Book of Su-Doku ' Mark Huckvale j T0EFL Test with CD-Rom 11. edition Pamela J. Sharpe 8 Times History of the 20'th Century Richard Overy Ed. 9 The Closers Michael Connelly Winning Jack Welch & Susan Welch Listarnir eru gerðir út frá sdlu dagana 28.12.0S - 03.01.06 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar Þrjár sérsýningar opna í Safni, Laugavegi 37, laugardaginn i4.janúar kl. 16.00. Sýningarnar eru opnar i4.janúar til ó.febrúar. Listamennirnir sem sýna eru: Anouk De Clercq - Log, Einar Falur Ingólfsson - Sögustaðir, Greg Barr- ett - kynning á nýjum verkum Anouk De Clercq Belgíska listakonan Anouk De Clercq vinnur aðallega með mynd- bandsmiðilinn, verk sem m.a. leiða áhorfandann í ferðalag um tölvu- gerða innviði bygginga, þar sem ljós og skuggar mynda arkítektú- rísk form. Hún sýnir einnig önnur verk sem byggja á ferð um tölvugert landslag, takast á við draumástand og að skapa skipulag í óreiðu. Einar Falur Ingólfsson í nokkur ár hefur Einar Falur farið um söguslóðir tiltekinna íslend- ingasagna og ljósmyndað landið og ábúendur á þeim bæjum sem koma við sögu, um 1.000 árum eftir að sögurnar eiga að hafa átt sér stað. Ljósmyndaverkin í Safni eru frá sögustöðunum úr Njálssögu; Hlíð- arenda og Bergþórshvoli. Við Hlíðar- enda er horft upp að meintum haugi Gunnars Hámundarsonar. Á Berg- þórshvoli stendur ábúandinn Eggert Haukdal á bæjarhólnum forna og í eldhúsi hans hangir gömul loftmynd af byggingu Guðjóns Samúelssonar arkitekts sem stóð þar á hólnum - á þeim sama stað sem fornleifaupp- gröftur sýndi að hús höfðu brunnið á Söguöld. Greg Barrett Greg Barrett er ungur listamaður sem sýnir nú keramikskálar sínar í Safni. I verkum sínum fæst Barrett við þá tilviljanakenndu útkomu leir- brennslunnar sem fæst við notkun mismunandi kemískra efna í bland við lífræn efni úr daglega lífinu s.s. sígarettuösku, kaffikorg og sjávar- þang. Þannig verða skálarnar um leið frásögn aflífi Iistamannsins, Iíkt og daglegt safn skissubókarinnar. Hættu að reykja Salka hefur gefir út bókina Ef ég get hætt getur þú það líka. Valgeir Skagfjörð leikari og fyrrum stór- reykingamaður deilir hér með lesendum reynslu sinni af því að hætta reykingum fyrir fullt og allt. Þetta er bók fyrir alla þá sem vilja hætta að reykja og eru orðnir lang- þreyttir á skyndilausnum. Þjóð- þekktir einstaklingar hafa reynt að- ferðir Valgeirs með góðum árangri og þar má meðal annarra nefna, Einar Má Guðmundsson rithöf- und, Eyþór Gunnarsson tónlistar- mann og Súsönnu Svavarsdóttur rithöfund. 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóörétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 5 7 9 1 2 9 1 2 8 3 7 9 2 1 8 4 3 6 4 8 7 9 1 7 4 1 4 3 1 5 2 9 7 6 4 8 3 8 7 9 3 4 5 1 2 6 3 6 4 1 2 8 9 5 7 5 1 6 7 8 4 3 9 2 9 2 8 5 1 3 7 6 4 7 4 3 2 6 9 5 1 8 2 8 7 4 5 1 6 3 9 6 3 5 8 9 7 2 4 1 4 9 1 6 3 2 8 7 5

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.