blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 28
28 I HELGIN FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaöiö Velmegunin er komin í myndlistina Peningar og falleg bros Ásmundur Ásmundsson opnar í dag myndlistarsýningu í Gallerí 101 að Hverfisgötu 18A (í bakhúsifyrir aftan Alþjóðahúsið). Hvað verður til sýnis? ,Það verður ýmislegt. Til dæmis myndir af glaðværum körlum, útprentun af limósínu í raunstærð, skúlptúrar af bolum í yfirstærðum og smámyndir af fólki. Sem sagt sitt lítið af hvoru. Sýningin gengur út á íslensku velmegunina eða vel- megun almennt. Offitu, græðgi og fleiri dauðasyndir. Það er svo mik- ill uppgangur og allir svo glaðir að maður kemst ekki hjá því að taka þátt í gleðinni.“ Fylgist með úr fjarska Nú ertu búin að vera búsettur í Berlín undanfarið eitt og hálft ár, hvað kemur til að uppgangurinn á evjunni nœr yfir Atlantshafið og til Asmundar? .Maður fylgist með úr fjarska og þar sem maður er ekki í auga stormsins þá sér maður kannski þessi mál í öðru ljósi, eða með gestsauga, en verkin eru samt ekki endilega búin til fyrir ísland einvörðungu. Þau fá bara aðra merkingu þegar maður setur þau í samhengi við menning- una hér. Velmegun hefur almennt verið mér hugleikin. Peningar, metn- aður og falleg bros virka alls staðar.“ Þetta er allt að koma Hvernigkemur velmegun að íslenskri myndlist? ,Allt lúxusliðið er farið að taka þátt í menningunni af miklum krafti. Til dæmis er Gallerí 101 rekið af Ingibjörgu Pálmadóttur og Dorrit hefur vissulega látið að sér kveða, svo maður gleymi nú ekki Baróness- unni og vinkonu Dorritar, Frans- escu Von Hapsburg að ógleymdum Björgólfsfeðgum. Seljast verk islenskra myndlistar- manna þá betur'nú en áður? ,Já, þetta er allt að koma. Velmegunin kemur sér vel fyrir Islenska mynd- listarmenn. Þetta á eftir að seljast grimmt. Til dæmis hef ég planað að selja upp sýninguna!“, segir mynd- listarmaðurinn knái að lokum. margret@vbl.is Upphaf ólukkunar föstudagsins þrettánda Musterisriddararnir brenndir á báli Filippusar hins sanngjarna Það er viðtekin trú, víða um lönd, að föstudaginn þrettánda beri mönnum að fara varlega en dagurinn hefur löngum verið kenndur við ólukku.Margir hafa leitað skýringa á þessari trú í alls kyns talnafræði og goðsögnum en þó er það í fremur nýlegri mann- kynssögu sem hin raunverulega skýring fæst. Eins og megnið af mannkynssög- unni fjallar þessi litla söguskýring um styrjaldarekstur, skattheimtu og pólitískar ofsóknir. Þannig var að Filippus hinn sanngjarni Frakka- konungur, frá árinu 1285 til 1314, hafði mikla, en eins og ævi hans sannaði, óraunhæfa drauma um að verða föðurbetrungur. Pabbi hans, Filippus þriðji, hafði lagt í árangursrikar krossferðir og notið virðingar fyrir vikið. Þannig var nú þjóðfélagsstemningin í þá daga. Pippi sanngjarni átti hins vegar ekki eins mikilli velgengni að fagna, því krossferðir hans mistókust all herfi- lega og kostuðu ríkið stórkostlegar upphæðir, eins og styrjaldarekstur misviturra leiðtoga gerir venjulega. Skattpíndum Frökkum miðalda var ekki meira um en svo að setja síðustu krónurnar í stríðsrekstur að Filippus varð að finna sér nýjar fjár- öflunaraðferðir. Þær urðu svo grunn- urinn að föstudeginum þrettánda. Metnaðarfull Qármögnun Til þess að jafna reikningana og ná inn nokkrum aukakrónum fékk Filippus þessi þá „sanngjörnu“ hug- mynd að fangelsa meðlimi riddara- reglu nokkrar sem hafði um aldabil lagt í krossferðir til Jerúsalem og auðgast vel. Þarna sá Filippus í hendi sér að ekki einungis gæti hann rakað inn peningum, með því að stela fjár- sjóðum riddarana sigursælu, heldur einnig fjármagnað eigin krossferðir. í október árið 1307, nánar tiltekið þann þrettánda og á föstudegi, lagði riddarareglan skipum sínum að Frakklandsströndum enda höfðu riddararnir verið boðaðir til fundar við Frakkakonung. Hann hafði sent út handtökuskipanir á alla riddara reglunnar og voru þeir handteknir samtímis um allt landið. Þeir voru bornir þungum sökum um guðlast, hórdóm og annað álíka athæfi sem þótti stríða gegn lögum um þessar mundir miðalda og vörðuðu brot á þeim við líflát. Þar sem rik áhersla var lögð á sönnunarbyrði á þessum tíma, líkt og í dag, og mikilvægt þótti að játning ákærða lægi fyrir, voru riddararnir pyntaðir þar til þeir gengust við þeim sökum er þeir voru bornir. Hnútasvipur, bálkestir og krossfestingar Pyntingarnar báru miklu ímyndun- arafli böðlanna vitni en aukþess sem hnútasvipurnar smullu á bökum riddaranna um landið allt, fingur og tær voru klipptar af, útlimir lemstraðir og brotnir og teygt á líkömum, eru sagnir um að leiðtogi riddaranna, jdm hafi verið kross- festur í anda Krists og svo hjúkrað aftur til heilsu. Það var gert að skipan hins „sanngjarna" sem þótti bara sanngjarnt að riddarinn fengi sína refsingu vegna „glæpa" sinna lögum samkvæmt. Nokkru siðar var hann því brenndur á báli ásamt fleiri riddurum reglunnar. Notuð voru reyklaus kol svo hinir dæmdu misstu ekki meðvitund, byrjað var á að kynda undir kynfærum þeirra, svo iljum og svo framvegis, þar til þeir létust af sárum sínum. Föstudagurinn 13. í hundr- aðasta skipti í ár Föstudagurinn þrettándi kemur upp á hverju ári en það er ekki nema á um fimm ára fresti sem daginn ber upp í októbermánuði en það er einmitt þá sem hann er kenndur við ólukk- una. Landsmenn geta því verið alveg rólegir í dag, þvi þegar föstudaginn 13. ber upp i janúar hefur hann ekki sama gildi. Frá árinu 1307 hefur föstudagurinn þrettándi komið upp í október 99 sinnum. Föstudag- urinn 13. kemur upp í hundraðasta skipti næstkomandi október og þá er kannski betra að fara varlega... ernak@bladid.net jlótel 6m ^nna 'íríréttaS d éJiótel rBorg öll kvöld 2ír. 2.goo.- Verið vglkomin

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.