blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 2
2 I IWMLEWDAR FRÉTTIR FðSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaðiö blaðiðHB Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 5103700* www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Kauphöllin: Dagsbrún lækkar enn Gengi hlutabréfa Dagsbrúnar, móð- urfélags DV, féll um o,86% í gær og mældist það næst mesta lækkun dagsins. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengi Dagsbrúnar fellur en í fyrradag lækkuðu hlutabréfin um 3,17%. Alls hafa því hlutbréf Dags- brúnar fallið um rúm 4% frá því að markaðurinn opnaði síðastliðinn miðvikudag. Vísitala neysluverðs: Matvæli hækka og verðbólgan með Vísitala neysluverðs hefur hækkað um tœpt hálft prósentustig. Matvœli og húsnœði vega þar þungt. Verðbólgan í janúar mælist 4,4% samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um nærri hálft prósentustig síðan í desember. Hækkanir á mat- vöru- og húsnæðismarkaði vega þar þungt. Forstjóri Haga segir harða samkeppni ríkja á matvælamarkaði en að verðlækkanir hafi að hluta til gengið til baka. Lækkun gengin til baka Vísitala neysluverðs mældist um 249,7 stig í janúar samkvæmt mæl- ingum Hagstofunnar. I desember var vísitalan 248,9 stig og því nemur hækkunin 0,8 stigum eða 0,32%. Mestu áhrif til hækkunar er 2% hækkun á matarverði og þá hefur húsnæðisliðurinn hækkað um 2,1% á milli mánaða. Athygli vekur að sé húsnæðisliðurinn ekki tekinn inn í mælinguna lækkar vísitalan um 0,22%. Þá vega vetrarútsölur í versl- unum þungt til lækkunar vísitölu en verð á fötum og skóm hefur lækkað um 10,3% frá því í síðustu mælingu í desember. I fréttatilkynningu frá Alþýðusambandi Islands segir að greinilegt sé að verðlækkanir síðast- Verðlækkanir á matvörum á síðasta ári hafa aö mestu gengið til baka. Blaðiö/Steinar Hugi liðið vor, í kjölfar verðstríðs lágvöru- verslana, séu að ganga til baka. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs hafi matvara lækkað um 8% en síðan þá hefur hún hækkað um 6%. Þá er því spáð að eftir að vetrarútsölum ljúki muni verðbólgan taka frekari kipp upp á við. Lágvörukeðjur styrkja stöðu sína Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þó að verðlækkanir fyrra árs hafi gengið eitthvað til baka sé mat- vöruverð núna lægra heldur en það var í janúar á síðasta ári. „Verðlækk- unin hefur þó ekki gengið til baka að fullu. Það kemur fram í gögnum Hagstofunnar að það er lægra verð á matvöru núna í janúar heldur en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að hér hafi hækkað verðlag á nánast öllu sem hægt er að nefna.“ Finnur segir að samkeppnin á markaðinum sé afar hörð og í kjölfar verðstríðsins í fyrra hafi lágvörukeðjur styrkt stöðu sína. „Það sem gerðist á fyrri hluta síðasta árs fram á mitt ár er að það var verið að gefa vörur. Lítri af mjólk, sem kostar tæpar 80 kr., var gefinn eða seldur á eina krónu. Vísi- tala sem mælir það hlýtur að segja ákveðið. Ég held að frá janúar til maí hafi lækkun á vísitölunni verið 12 til 13% á meðan kostnaður verslana hefur verið að aukast og það gefur alveg auga leið að það er ekki tekið af neinu nema álagningunni, og þar var ekki svigrúm fyrir." Álframleiðsla: . Island stærst Island verður eitt helsta álfram- leiðsluland í heimi árið 2008 samkvæmt áætlunum KB-banka um álframleiðslu hér á landi. Með byggingu álvers á Reyðarfirði mun árleg framleiðslugetan hérlendis tvöfaldast og verða alls um 760 þús- und tonn. Þá kemur fram að verði af byggingu álvers á Norðurlandi á vegum Alcoa og álvers í Helguvík mun árleg framleiðsla á íslandi nema um 1.350 til 1.400 tonnum sem er um 6% af heimsframleiðslu. JJndirskriftarlisti: Tugir þúsunda skrifa undir Tugir þúsunda höfðu ritað nöfn sín á undirskriftarlista í gærkvöldi þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og málefni. Stjórn Dagsbrúnar fær listann afhentan í dag. Mikill atgangur Byrjað var að safna undirskriftum rétt fyrir hádegi síðastliðinn miðvikudag og á fýrsta degi höfðu um tuttugu þúsund manns Má bjóða þér í te? 4 glænýjar, ilmandi og dásamlegar gerðir af Zhena's GypsyTea. Kynning í Fjarðarkaupum ídag Föstudag 13 jan. kl. 15 - 18 tekið þátt. Fleiri bættust svo við í gær en um sexleytið höfðu 26.918 manns skráð nafn sitt á listann. Það eru ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna, ásamt námsmannasamtökum víðs vegar um landið, sem standa að þessari undirskriftarsöfnun. Svo mikill var atgangurinn á tímabili að netþjónn söfnunarinnar stóðst ekki álagið og lá niðri af þeim sökum í tæpar þrjár klukkustundir í fyrradag. Rosaleg viðbrögð Borgar Þór Einarsson, forsvars- maður söfnunarinnar, segir viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum, sérstaklegaþegar horft er til þess hversu lítið listinn var kynntur. „Á þessum hraða förum við alla vega yfir 25 þúsund manns. Norðurljósasöfnunin, í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið, stóð yfir í þrjár vikur og þar voru starfsmenn fyrirtækjanna á fullu að kynna málið og þeir náðu 29.300 manns, þannig að þetta eru rosaleg viðbrögð." Borgar segir að í gærdag hafi um 11 til 13 manns Um 27 þúsund manns höföu tekið þátt f söfnuninni um sexleytið í gærkvöidi. skráð sig á hverri mínútu en stuttu áður en netþjónninn hrundi á miðvikudaginn voru um 60 manns að skrá sig á mínútu. „Maður finnur fyrir þörf til að bregðast við og þetta fannst okkur það eðlilegasta sem lýðræðisleg samtök gætu gert í opnu lýðræðislegu samfélagi. I stað þess, eins og menn hafa reynt áður, að hafa hemil á fjölmiðlum með lagasetningu, þá er miklu áhrifameira ef samfélagið sjálft bregst við með þessum hætti.“ Að sögn Borgars verður undirskriftarlistinn afhentur stjórn Dagsbrúnar í dag. Hagkaup og Bónus: Auglýsinga- skilti fjarlægð Öll auglýsingaskilti með forsíðu DV voru fjarlægð úr verslunum Bónus og Hagkaupa í gær. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna var gripið til þessara ráðstafana til þess að verða við óskum fjölmargra viðskiptavina sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með umrædd skilti. Ekki er búið aðllLaka ákvörðun um það hvort að þaij verði sett upp síðar. Olíufélögin: Bensín hækkar Atlantsolía hækkaði eldsneytis- verð hjá sér í gær um 1,50 kr. á lítrann. I kjölfarið íylgdu svo Orkan og ÓB. Olíufélögin Esso, Olís og Skeljungur hækkuðu öll eldsneytis- verð hjá sér í fyrradag um tæpar 2 krónur. Skýringin er hækkun olíuverðs á heimsmörkuðum. O Helðskirt (3 Léttskýjað Skýjað Alskýjað ✓ ^ Rignlng, lltilsháttar Rlgning 7 7 Súld * Snjókoma yý S^da Snjððl JJ Skúr Amsterdam 02 Barcelona 09 Beriín -01 Chicago 02 Frankfurt 01 Hamborg 01 Helsinki 01 Kaupmannahöfn 01 London 06 Madrid 07 Mallorka 12 Montreal 01 NewYork 05 Orlando 14 Osló 03 París 04 Stokkhólmur 01 Þórshöfn 08 Vfn -01 Algarve 14 Dublin 09 Glasgow 09 -3° Breytilegt QL*^ * 0' ■ ? Breytilegt * / / ✓ -/ ^-3° 5° ' -4° * * /// /// :* ** Ámorgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 302 0600 Byggt ó upplýsingum frá Veðuretofu (slands * Breytilegt *? *? 20 . OO'F T vlf -3 -9° .,0 ** -3 * 0 &

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.