blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaftiö Tilræðismanni páfa sleppt Mehmet Ali Agca sem reyndi að ráðapáfa afdögumfyrir 25 árum var látinn laus úr fangelsi í gœr. Margir stuðningsmenn fögnuðu honum við fangelsið en aðrir voru reiðir og hneykslaðir á því að hann skuli ganga laus. Mehmet Ali Agca, tilræðismanni páfa, var sleppt úr fangelsi í Tyrklandi f gær. Milljarðasamningur í hcettu: Blair þrýstir á Bush Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að fá George Bush, Banda- ríkjaforseta, til að samþykkja samning við Rolls-Royce verksmiðjurnar um kaup á þotuhreyflum fyrir 2,4 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 150 milljarðar ísl. kr.). Verksmiðjurnar gætu tapað hundruðum milljóna dala ef Bush ógildir ekki ákvörðun vamarmálaráðu- neytisins um að hætta við áætlunina. Breska blaðið Financial Times hefur greint frá þessu og hefur upplýsing- arnar frá ónefndum heimildar- manni innan breska stjórnkerfisins. I ágúst á síðasta ári tilkynntu General Electric og RoUs-Royce um samning um þróun og smíði á hreyfli fyrir nýja og fúllkomna herþotu Bandaríkjahers. John Reid, varnar- málaráðherra Bredands, fundaði með Donald Rumsfeld, bandarfskum starfsbróður sínum, f nóvember vegna frétta þess efnis að varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna byggi sig undir hugsanlegan niðurskurð á útgjöldum til vamarmála sem meðal annars myndu koma niður á verkefninu. Mehmet Ali Agca, tyrkneskum manni sem reyndi að ráða Jóhannes Pál II páfa af dögum árið 1981, var sleppt úr fangelsi í gær eftir að hafa dúsað á bak við lás og slá í rúm 25 ár. Stuðn- ingsmenn hans fögnuðu honum og fleygðu blómum yfir bíl hans þegar hann ók frá fangelsinu. Agca, sem er 48 ára, varði 20 árum í fangelsi á Ítalíu en var síðan framseldur til Tyrklands. Agca skaut páfann þegar hann ók í opnum bfl á Torgi heilags Péturs í Róm 31. maí 1981 og var handtekinn á staðnum. Páfi hlaut skot í kviðar- hol, og handleggi en lifði af tilræðið þar sem kúlurnar náðu ekki að skaða mikilvæg líffæri. Tveimur árum síðar hitti páfi Agca í fangelsi og fyrirgaf honum. Ekki er ljóst hvaða ástæður lágu að baki tilræðinu. Eftir að Agca hafði verið fram- seldur til Tyrklands var hann sak- felldur fyrir drápið á Abdi Ipekci, vinstrisinnuðum dálkahöfundi, árið 1979. Dómstóll í Tyrklandi ákvað í síðustu viku að láta Agca lausan á sldlorði vegna þess tíma sem hann hefði setið inni og nýlegra breytinga á hegningarlöggjöf. Undrun og reiði Margir Tyrkir voru undrandi og reiðir vegna úrskurðar dómstólsins, þar á meðal fjölskylda Ipeckis. „ Agca er ekki aðeins morðingi föður míns, Abdi Ipecki. Ég lít á hann sem þjóð- armorðingja,“ sagði Nukhet Ipecki, dóttir hans, á miðvikudag á forsíðu dagblaðsins sem faðir hennar eitt sinn vann á. „Morðingja á borð við hann sem hefur sett svartan blett á ímynd Tyrklands ætti ekki að sleppa,“ sagði Deniz Ergin, háskóla- nemi en margir Tyrkir líta á verk Agca sem þjóðarskömm. Benjamin Netanyahu leiðtogi Líkúdbandalagsins. Ágreiningur innan Líkúd Ráðherrar Líkúdbandalagsins fóru ekki að skipun Benjamíns Netanyahu, leiðtoga bandalagsins, um að segja af sér ráðherraemb- ætti í gær en hafa í hyggju að gera það í upphafi næstu viku.Ágrein- ingurinn beindi kastljósinu að innanflokksdeilum í Líkúdbanda- laginu í aðdraganda þingkosninga í krael sem fram fara í lok mars. Skoðanakannanir sýna að Líkúd- bandalagið verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi á eftir Kadima og Verkamannaflokkinum. Netanyahu hafði skipað fjórum ráðherrum Líkúd í rfkisstjórn- inni að segja sldlið við hana í gær, skömmu áður en gengið var til prófkjörs í flokknum. Stjórnmála- skýrendur í ísrael segja að ráðherr- arnir vildu sýna fram á að þeir létu ekki Netanyahu ráðskast með sig. Nikonfetar ífótspor annarra myndavélaframleiðenda: Dregið úr fram- leiðslu filmuvéla Japanski myndavélaframleiðandinn Nikon hyggst hætta framleiðslu á flestum tegundum filmumyndavéla og linsum og leggja þess í stað megin- áherslu á stafrænar myndavélar. Fyrirtækið bætist þar með í hóp ann- arra myndavélaframleiðenda á borð við Kodak og Canon sem leggja nú þegar megináherslu á stafrænar myndavélar. Nikon mun hætta framleiðslu á fimm af sjö tegundum filmuvéla og mun jafnframt hætta framleiðslu á linsum á flestar þessara véla. Talsmaður Nikon sagði að fyrir- tækið hefði tekið þessa ákvörðun vegna þess að sala á filmuvélum hefði minnkað. Á síðasta fjárhagsári sem lauk í mars árið 2005 nam sala filmuvéla aðeins 3% af heildarsölu á myndavélum og myndavélabúnaði. Salan hafði minnkað um 16% frá árinu á undan. Aftur á móti hefur sala á staf- rænum myndavélum aukist gríðar- lega að sögn fyrirtækisins og nam Blaöií/Steinar Hugi Myndavélaframleiðandinn Nikon mun leggja megináherslu á framleiðslu staf- rænna myndavéla héðan í frá. 75% af heildarsölu á síðasta fjárhags- ári. Til samanburðar má benda á að þremur árum fyrr hafði hlut- deild þeirra aðeins verið um 47% af heildarsölu. nru* \Á$ istilboð " [Koníaktónuð humarstípa mcð risarœkjum " Stciktur saltfiskur mcð sólfturkiiðum tómötum otj hvítlaukssósu 2<r. 1.500.- Vsz:rið Ví^lkomin Óttast frekari þurrka í Suður Evrópu Frakkar og Spánverjar hafa alvar- legar áhyggjur af loftslagsbreyt- ingum í Evrópu og óttast að þurrkar, sem leiddu til mannskæðra skógar- elda, uppskerubrests og vatns- skömmtunar á síðasta ári muni end- urtaka sig. Nelly Olin, umhverfis- málaráðherra Frakka segir að vegna þriggja þurrkasumra í röð sé hætta á því að vatnsskortur í landinu verði með meiri en nokkru sinni fyrr á næsta ári. Olin sagði að litlar vatns- birgðir í Frakklandi væru alvarlegt vandamál og að sums staðar séu þær meira en helmingi lægri en í meðal- ári. „Jafnvel þó að það hellirigni í tvo og hálfan mánuð mun það ekki nægja til að grunnvatnsborð verði viðunandi,“ segir hún. Umhverfisstofnun Evrópu segir að vatnsskortur og síhækkandi hita- stig í Suður Evrópu sé að verða við var- andi ástand og loftslagslíkan gefur til kynna að þurrkar kunni að valda gróðureyðingu í stórum hluta álf- unnar. I nýjustu skýrlsu stofnunar- innar segir að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa margvísleg áhrif og meðal annars megi kenna þeim um fleiri og alvarlegri skógar- elda á Miðjarðarhafssvæðinu. Umhverfisstofnun Evrópu hefur lýst yfir áhyggjum af síhækkandi hitastigi í Suður Evrópu. Starfsmönnum olíuborpalls rænt Vopnaðir menn réðust til atlögu á olíuborpall, sem Royal Dutch Shell á í Nígerlu, og rændu fjórum erlendum starfsmönnum á miðviku- dagskvöld. Starfsmennirnir voru um borð í birgðaskipi sem lá við ankeri á grunnsævi þegar þeim var rænt og farið með þá á ókunnugan stað. Blaðamannafélag Bretlands sagði að að minnsta kosti einn þeirra sem rænt var hefði verið breskur. Sveitarfélög i Nígeríu hafa krafist stærri hluta af tekjum af olíu sem hefur árum saman verið flutt frá landinu. Gíslatökur eru algengar en yfirleitt er gísl- unum sleppt heilum á húfi. Starfsmenn Shell, sem reka olíuborpallinn, hafa verið teknir sem gíslar tvisvar á undanförnu ári vegna deilu við sveitarfélög í nágrenninu sem saka fyrirtæklð um að ganga á bak orða sinna, en það hafði lofað að taka að sér þróunar- verkefni í hinu fátæka héraði. Um 2,5 milljónir tunna af olíu eru fram- leiddar í Nígeríu á degi hverjum. Hwang biðst afsökunar áfölsuðum rannsóknum: Segist vera fórnarlamb samsæris Suður-kóreski vísindamaðurinn Hwang Woo-suk viðurkenndi í gær að stofnfrumurannsókn hans væri fölsuð en hélt því jafnframt fram að hann væri fórnarlamb samsæris. Hann sagði að vísindamenn hefðu leitt hann á villigötur er þeir héldu því fram að honum hefði tekist að framleiða stofnfrumur. Það væri jafnframt hans eigin sök að hafa ekki gengið úr skugga um sannleiks- gildi niðustaðna vísindamannanna. Á sama tíma og vísindamaðurinn, sem eitt sinn var litið á sem þjóð- hetju, baðst afsökunar á gerðum sínum gerði hópur manna á vegum rannsóknarlögreglunnar húsleit á heimili hans, rannsóknastofu og víðar í Seoul. Saksóknari segir að húsleitirnar hafi verið gerðar til að tryggja að sönnunargögnum yrði ekki eytt en greint hefur verið frá því í fréttum að aðstoðarmenn Hwangs hafi eytt gögnum af tölvu í rannsóknarstofunni. Vegna sam- starfs við internetveitur var hægt að hafa uppi á tölvupósti frá Hwang og 10 samstarfsmönnum hans. Auk þess að leggja hald á gögnin hafa 11 menn verið settir í ferðabann út af rannsókninni. Hwang Woo-suk segir aö samstarfsmenn sínir hafi blekkt sig.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.