blaðið - 17.01.2006, Síða 8

blaðið - 17.01.2006, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 blaðiö Óeirðir í Strassborg Evrópskir hafnarverkamenn mótmæltu áœtlunum um hreytt rekstrarform á hafnarstarf- semi. Verkfall olli töfum á starfsemi í mikilvœgum höfnum í álfunni. Lögregla í Strassborg í Frakklandi þurfti að beita táragasi og vatns- þrýstibyssum til að dreifa þús- undum hafnarverkamanna sem stóðu að mótmælaaðgerðum við höfuðstöðvar Evrópuþingsins í gær. Mótmælendurnir köstuðu púður- kerlingum og steinum að þinghús- inu og brutu nokkrar rúður í því. Hafnarverkamennirnir, sem komu frá ýmsum löndum Evrópusam- bandsins vildu með þessu mótmæla umdeildum áætlunum um einka- væðingu á hafnarstarfsemi í Evrópu. Til stendur að ræða áætlanirnar á Evrópuþinginu í dag og á morgun verður gengið til atkvæða um þær. f mörgum ríkjum Evrópu lögðu hafnarverkamenn niður vinnu og ollu þar með töfum á starfsemi í mikilvægum höfnum, allt frá Grikk- landi til Svíþjóðar. Meðal annars fór hafnarstarfsemi úr skorðum i Rotterdam í Hollandi, Antwerpen í Belgíu og Le Havre í Frakklandi en allar gegna þær stóru og mikilvægu hlutverki í skipasigl- ingum í álfunni. í Belgíu var fyrir- skipað allsherjarverkfall. Skipum var leyft að leggjast að bryggju en engin uppskipun fór fram. ■ Hafnarverkamenn frá ýmsum löndum Evrópusambandsins grýta byggingu Evrópuþingsins f Strassborg f gær. Sirleaf sver embættiseið Ellen Johnson Sirleaf skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hún sór embættiseið sem forseti Líberíu. Hún er fyrsta konan sem kosin er þjóðhöfðingi í Afríku. Þúsundir Líberíumanna voru viðstaddir athöfnina, auk fjölda erlendra metorðamanna, þar á meðal Laura Bush, forsetafrú Banda- ríkjanna, og Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Sirleaf hefur heitið að sameina þjóðina sem er enn í sárum eftir átök sem stóðu í um aldarfjórðung og fá erlend samtök og einstaklinga til að styðja við bakið á uppbygging- arstarfi í landinu. Kofi Annan, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, óskaði Sirleaf til hamingju og sagði að hún hefði sögulegt umboð til að leiða þjóðina í átt til varanlegs friðar og stöðugleika í framtíðinni. ■ Fastafulltrúar öryggisráðsins funda um íran Prýst á Rússa og Kínverja Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að stjórnvöld í Iran hefðu ekki útilokað þann möguleika að auðgun þess úrans sem þeir þyrftu á að halda færi fram í Rússlandi. Með því móti væri hægt að tryggja að þeir geti ekki nýtt sér kjarnorkuáætl- unina til vopnaframleiðslu. Auðgun úrans getur bæði nýst til fram- leiðslu á kjarnorkueldsneyti fyrir kjarnakljúfa og til hráefnisgerðar fyrir kjarnaodda. Tillaga Rússa nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og ríkja í Evrópu Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar hafa sóst eftir stuðningi Rússa og Kínverja við aðgerðir sem ætlað er að halda aftur af kjarnorku- áætlun Irana. Viðræður þjóða, sem eiga fast sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, auk Þjóðverja hófust í gær í London. Rússar, sem hingað til hafa stutt írana, vöruðu við því í síðustu viku að stjórnvöld í landinu ættu á hættu að missa þann stuðning ef þau halda áfram rannsóknum á kjarnorkuelds- neyti sem hófust á ný í síðustu viku. Kínverjar segja aftur á móti að það kunni að „flækja málið“ ef það fer fyrir öryggisráðið og vísuðu þar með í hótun Irana um að koma í veg fyrir skyndieftirlit Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar. Erfitt að fá Kínverja á sitt band Ríkin vonast til að ná samkomulagi á fundinum fyrir neyðarfund Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sem Vesturveldin vilja halda í næsta mán- uði. Margir telja að Rússar hallist í auknum mæli að stefnu Evrópuríkj- anna og Bandaríkjanna en ólíklegra er talið að Kinverjar fallist á slíkar aðgerðir. ■ Vladimir Pútín Áhugaverður fundur í verslun Líflands að Lynghálsi 3 Hvað ber að varast þegar hrossin eru tekin á hús? Fimmtudaginn 19. janúar efnum við til fræðslufundar um málið í verslun okkar að Lynghálsi 3, kl 18 -19. Framsögu hafa Sigurbjörn Bárðarson hinn reyndi knapi og hestamaður og Helgi Sigurðsson dýralæknir við Dýraspítalan n í Víðidal, sem báðir hafa reynslu og þekkingu á málefninu. Látið sjá ykkur og takið þátt í umræðu um málefni er varðar heilsu kláranna okkar. ' Bestu kveðjur. LIFLAND Starfsólk Líflands Janúartilboð á skeifum Frábær tilboð af Kerckhaert og Helluskeifum CAFI ADESSO 2. hæð í Smáralind v/Vetrargarðinn SALAT hollt og gott ( hádeginu komdu og smakkaðu! opið virka daga 10.00-19.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 simi 544 2332 www.adesso.is Sharon opnar augun Ariel Sharon, forsætisráðherra Isra- els, opnaði augun tvisvar sinnum í gær en ekki er Ijóst hvort það sé til marks um bata eða aðeins ósjálfráð viðbrögð. Forsætisráðherrann opn- aði augun eftir að fjölskylda hans lék upptöku með rödd barnabarns- ins hans. Aðsfoðarmaður Sharons sagði að hanh hefði haldið aug- unum opnumfí tvær til þrjár mín- útur í senn. Sharon hefur legið í dái síðan hann fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum Kadima, flokkur Sharons, skip- aði í gær Ehud Olmert starfandi for- mann flokksins. Olmert, sem gegnt hefur starfi forsætisráðherra í fjar- veru Sharons, mun leiða Kadima í þingkosningunum í mars. ■ Lést úr fugla- flensu Bráðabirgðaniðurstöður hafa stað- fest að tyrknesk stúlka sem lést á sunnudag varsmituð af hinu mann- skæða H5Ni-afbrigði fuglaflensu. Fyrstu rannsóknir á stúlkunni bentu til þess að hún hefði ekki verið haldin H5N1, en eftir að veiran greindist í yngri bróður hennar voru rannsóknirnar endurteknar. Heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu í gær. Þar með er tala þeirra sem greinst hafa með veiruna í land- inu komin upp í 20.1 öllum tilfellum virðist fólk hafa smitast eftir að hafa komist í snertingu við smitaða fugla en engin ummerki hafa fundist um smit á milli manna sem Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin óttast. ■ sky news -» .v OREIMD men&motors Viltu sjá fullt af frílim sjónvarpsrásum beint um gervihnött? Þá höfum við búnaðinn. Verð frá 16.900,- stgr. • Smart Rapido FTA móttakari, • 65 cm stáldiskur • 0,3dB stafrænn nemi. Auðbrekka3 - Kópavogur sími: 564 1660 ÍTtn HORROH V W W W W Chtmcí QQES gj QM nna ONE una TWO BQHworlo QQH ne ws u Leiöandi í loftnetskerfum mögnurum tenglum loftnetum gervihnattadiskum móttökurum örbylgjunemum loftnetsköplum www.oreind.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.