blaðið


blaðið - 17.01.2006, Qupperneq 17

blaðið - 17.01.2006, Qupperneq 17
HEILSA I 25 . blaðið ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 99.................. Sumar nýbakaðar mæður eru ekki einungis þjakaðar afþreytu, kvíða og vonleysi heldur geta þær líka sýnt lítinn áhuga á barninu og jafnvel farið að fyrirlíta barnið fyrir að stela sjálfstæði þeirra. Þar afleiðandi fá þær líka samviskubit yfir að hugsa á þennan hátt. Umrœða um fœðingarþunglyndi eykst Alvarlegt vandamál sem hrjáir margar mœður Brooke Shields fékk alvarlegt fæðingarþungiyndi eftir fæðingu dóttur sinnar. „Ég þoldi ekki að heyra Rowan gráta og ég óttaðist (hvert skipti sem maðurinn minn kom með hana til mín." Umræðan um fæðingarþunglyndi hefur aukist mikið undanfarið, sennilega í kjölfar opinnar um- ræðu leikkonunnar Brooke Shi- elds um fæðingarþunglyndi, sem og gagnrýni Tom Cruise á lyfja- notkun hennar. Fæðingarþung- lyndi og þunglyndi á meðgöngu geta reynst alvarlegt vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. inguna. Þær tilfinningar magnast einungis vegna þeirrar eftirvænt- ingar annarra að allar mæður séu himinlifandi og stöðugt hamingju- samar eftir fæðingu barna þeirra. Þunglyndi á meðgöngu er einnig vandamál sem konur verða að vera vakandi fyrir og mikilvægt er að láta vita af líðan sinni hjá mæðravernd. Ef kona er niðurdreginn eftir barns- burð í meira en tvær vikur þá ætti hún að hafa samband við heimilis- lækninn sinn. Brooke gaf út bók um reynslu sína af fæðingarþunglyndi þar sem hún segir meðal annars: „Eg þoldi ekki að heyra Rowan gráta og ég óttaðist í hvert skipti sem maðurinn minn kom með hana til mín.“ Þessi orð lýsa í hnotskurn hvernig konum með fæðingarþunglyndi líður en sannast sagna þora þær sjaldnast að tala um það því þeim finnst það skammarlegt. Konur með fæð- ingarþunglyndi upplifa sig oftar en ekki algerlega úr samhengi við þær ímyndir sem þær höfðu áður gert sér um móðurhlutverkið. Alvarlegt vandamál Þessi sterka þunglyndistilfinning sem gripur sumar konur eftir barns- fæðingar er ótrúlega algeng tilfinn- ing. Auk þessa venjulega stress sem ný móðir upplifir þá finnur hún líka fyrir miklum hormónabreytingum. Sumar nýbakaðar mæður eru ekki einungis þjakaðar af þreytu, kvíða og vonleysi heldur geta þær líka sýnt lítinn áhuga á barninu og jafnvel farið að fyrirlíta barnið fyrir að stela sjálfstæði þeirra. Þar af leiðandi fá þær líka samviskubit yfir að hugsa á þennan hátt. Tilfinningalegi sárs- aukinn er svo mikill í tilfelli sumra mæðra að þær íhuga sjálfsmorð. Margar mæður niður- dregnar eftir fæðingu Þrátt fyrir að minnihluti mæðra upplifi fæðingarþunglyndi þá er stór hluti þeirra sem verður niður- dreginn í einhvern tíma eftir fæð- F RJÁLSl r blaóió

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.