blaðið - 17.01.2006, Síða 24

blaðið - 17.01.2006, Síða 24
32 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 Maöiö Æfingar hafnar á Maríubjöllunni Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á Maríubjöllunni eftir Vassily Sigarev. Leiksýningin verður fyrsta uppsetningin í nýju leikrými Leikfélags Akureyrar, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Frumsýning verður 17. febrúar. Maríubjallan gerist á einu kvöldi. Dima er 19 ára. Hann býr í blokk við hliðina á kirkjugarðinum, þaðan sem hann stelur legsteinum og selur. Á morgun byrjar hann herþjón- ustu en í kvöld heldur hann vinum sínum kveðjupartý. Þangað koma vinir hans, Slavik og Arkasha, auk stúlknanna Leru og Yulka. Vassily Sigarev er talinn eitt fremsta leikskáld nýrrar kynslóðar í Evrópu og hefur hlotið fjölda verð- launa á síðastliðnum misserum, bæði í heimalandi sínu, Rússlandi sem og öðrum löndum. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson en hann var tilnefndur til menn- ingarverðlauna DV í fyrra fyrir leikstjórn og gagnrýnandi Morgun- blaðsins útnefndi hann „mann árs- ins í íslensku leikhúsi”. Hann setti upp leikritið Frelsi í Þjóðleikhúsinu í haust. Þýðandi er Árni Bergmann, leikmynd og búninga hannar Halla Gunnarsdóttir. Hallur Ingólfsson semur tónlist og hljóðmynd verks- ins og lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Leik- arar eru Álfrún Helga örnólfs- dóttir, Esther Thalía Casey, Guðjón Davið Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þráinn Karlsson. Frumsýning á Maríubjöllunni verður 17. febrúar og hefst forsala 1. febrúar. ■ 109 SU POKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 5 1 8 6 4 4 9 6 2 6 9 4 2 3 1 5 6 7 5 3 1 4 6 8 9 7 1 8 1 3 6 9 8 1 2 6 4 9 3 5 7 7 6 5 8 1 3 9 4 2 9 4 3 7 5 2 1 8 6 3 7 4 2 6 1 8 9 5 2 9 1 4 8 5 7 6 3 5 8 6 9 3 7 2 1 4 4 2 8 1 7 6 5 3 9 6 3 7 5 9 8 4 2 1 1 5 9 3 2 4 6 7 8 Kristján Jóhann Jónsson. Greinar um œvintýraskálclið Grímur. Árið 1896 skrifaði Jón Þor- kelsson grein þar sem hann sagði að Danir megi þakka Grími fyrir að hafa kennt þeim að lesa H.C. And- ersen, höfund sem þeir hafi fram að því afgreitt sem fábjána. Þetta báru Danir til baka. Sannleikurinn er sá, og um það skrifa ég í þessari grein, að Grímur skilgreindi Ander- sen sem höfund og sagði hann vera mann með barnslega skáldgáfu sem brytist í gegnum allt og væri til alls líklegur. Grímur og Andersen áttu það sameiginlegt að báðir trúðu á barnið og Guð og snillinginn." Kristján Jóhann hefur lengi unnið að rannsóknum á lífi og störfum Grims Thomsens og skrifaði á sínum tíma bókina Kall tímans um skáldið. „Grein Gríms um Andersen er hluti af rannsóknum mínum. í greininni segir Grímur að ljóð Andersens séu ekki nógu góð, hann haldi ekki ljóðrænni stemmningu þótt hann dragi stundum upp fallegar myndir. Hann hafi heldur ekki þá skapgerð sem dugi best í leikrit og sögur hans séu sæmilegar. En Grímur er harður á því að í ævintýrunum komi snill- ingurinn fram og segir eitthvað á þá leið að ævintýrin séu fyrir allar þjóðir sem geti lesið þau og alla ald- urshópa. Þau sprengi ramma bók- menntafræðinnar og séu verulega mögnuð list. Þetta þótti Andersen sérlega mikilvægt og gladdist mjög þvi hann vildi ekki bara fá viður- kenningu, heldur fá viðurkenningu á því að hann væri snillingur.“ ■ Fyrir síðustu jól gaf Mál og menning út litla og einkar fallega bók, Skáld- legur barnshugur, en þar er að finna greinar um danska ævintýra- skáldið H.C. Andersen, en í fyrra voru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Texti bókarinnar er bæði á íslensku og dönsku. Vigdís Finnbogadóttir skrifar formála bókarinnar og Einar Már Guðmundsson eftirmála. í bók- inni birtist í fyrsta skipti á islensku ritdómur Gríms Thomsen um rit- safn Andersens. Kristján Jóhann Jónsson, bókmenntafræðingur þýðir ritdóminn og skrifar grein sem nefnist Með dauða kráku, drullu og stakan tréskó. „Greinin fjallar um H.C. Andersen og ritdóm Gríms Thomsens,“ segir Kristján Jóhann. „Titillinn er sóttur í ævintýrið um hans Klaufa sem reið af stað með þetta veganesti: dauða kráku, drullu og stakan tré- skó og fékk kóngsríkið. Að sumu leyti álpaðist H.C. Andersen með svipaðan útbúnað af stað frá Óðins- véum til að verða einn af frægustu rithöfundum Evrópu fyrr og síðar. I greininni er einnig fjallað um það að Grímur varð manna fyrstur til að skrifa viðamikla bókmenntagrein- ingu á ritferli Andersen í tengslum við fyrstu heildarútgáfuna á verkum hans. Andersen lýsti því yfir í ævisögu sinni að aldrei hefði nokkur maður skrifað um sig af jafn miklu viti, þekkingu og velvilja og 99.......................................... Sannleikurinn er sá, og um það skrifa ég í þessari grein, að Grímur skilgreindi Andersen sem höfund og sagði hann vera mann með barnslega skáldgáfu sem brytist í gegnum allt og væri til alls líklegur." WMWWMMWMMMWMMMMMMmMMMMMMMMMMMMMMMMk _ __ MM r BFGoodrich M M M M M DEKKJA LAGERINN einfaldlega betril Skeifurmi 5 og Viðarhöfða 6 í Reykjavík • Smiðjuvegi 6 í Kópavogi • Melabraut 24 í Hafnarfirði • Iðavöllum 8 í Keflavik • Njarðarnesi 1 á Akureyri • Miðási 23 á Egilsstöðum • Vikurbraut 4 á Höfn og Gagnheiði 13 á Selfossi

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.