blaðið - 26.01.2006, Page 4

blaðið - 26.01.2006, Page 4
4 I INNLEHDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöiö blaði&= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Sjálfsvíg: 35 tilvik árið 2004 Árið 2004 sviptu 35 íslendingar sig lífi. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins, en Landlæknisemb- ættið hefur tekið þessar upplýsingar saman eftir tölum Hagstofunnar. Á sama ári fórust 23 í umferðinni. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem tóku líf sitt en þrefalt fleiri karlar en konur frömdu sjálfsvíg það árið. Talið er að sjálfs- vígstilraunir séu á bilinu 500 - 700 árlega. Frá 2002 hefur sjálfsvigum karla íjölgað ár frá ári, en sjálfsvíg kvenna voru 9 árið 2002,6 árið 2003 og aftur 9 árið 2004. Tveir einstak- lingar undir 19 ára aldri sviptu sig lífi árið 2004 og elsti einstakling- urinn sem staðfest var að hefði framið sjálfsvíg var 83 ára gamall. Þarftu góða andoxun og orku Zhena's Gypsy Tea gæti komið sterkt inn i*8-| Prófaðu Grand Green, græna teið með egypska myntulaufinu Sölustaðir Bakarameistarinn, Bernhöfts-bakarí, Breiðholtsbakarí, Fjarðarkaup, Gjafir Jarðar, Hjá Jóa Fel, Kaffi Hljomalind, Kaffi Berg, La Vida, Maður Lifandi, Melabúðin, Ostabúðin, Yggdrasill, Kaffi Rós á Akureyri. Englatár - Listhúsinu - 551 8686 Heimilin í landinu: Skulda yfir þúsund milljarða Hvert heimili skuldar að meðaltali um 9 milljónir króna. Forstöðumaður Greiningar íslandsbanka segir aukin verðmœti eigna vega upp á móti hœrri skuldum. Skuldir heimilanna við innlánsstofn- anir jukust um 214 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt tölum sem Seðlabankinn hefur birt. Þar kemur ennfremur fram að skuldir heimil- anna voru um 541 milljarður króna í lok síðasta árs. Inni í þessum tölum eru skuldir við viðskiptabankanna og sparisjóði en fyrir utan standa skuldir landsmanna við íbúðalána- sjóð. Ástæða skuldaaukningarinnar er einmitt að hluta til að finna í flutningi á íbúðalánum frá íbúða- lánasjóði til bankanna. 17% skuldaaukning Heildarskuldir heimilanna í lok síðasta árs liggja ekki fyrir en í Morgunkorni Islandsbanka í gær kemur fram að eftir fyrstu níu mán- uði ársins hafi heildarskuldir heim- ilanna numið um 1.026 milljörðum króna, samanborið við 877 milljarða í upphafi ársins. Aukningin á þessu níu mánaða tímabili nemur þannig um 17%. Þetta þýðir að hvert heimili skuldar að meðaltali um 9 milljónir króna. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar íslandsbanka segir skuldaaukninguna ekki endilega þýða að fjárhagsleg staða heimil- anna hafi versnað, því verðmæti fasteigna og hlutabréfa hafi aukist til jafns við aukningu skulda. „Það virðist vera nánast beint samband þarna á milli. Hækkun á íbúðamark- aði og hækkun hlutabréfa haldast í hendur við skuldaaukningu". Aukin neysia fiórmögnuð með lánum Einkaneysla hér á landi jókst um 11,6% á síðasta ári, en á sama tíma jókst kaupmáttur launa um 2,7%. „Þessi vöxtur á neyslu umfram kaup- mátt er að stærstum hluta fjármagn- aður með lánum“, segir Ingólfur. Það þýðir með öðrum orðum að verðmætaaukning t.d. fasteigna er að stórum hluta tekin út í aukinni neyslu. „Slíkt gengur auðvitað ekki til lengdar nema á grundvelli þess að eignir haldi áfram að hækka. Við spáum því nú að svo verði ekki og gerum því ráð fyrir minni aukningu Á sama tíma og kaupmáttur launa hækkar um 2,7% hefur einkaneysla aukist um 11,6%. Mismunurinn er að stórum hluta fjármagnaður með lánum. BlaSiM/SteinarHugi á einkaneyslu í ár en í fyrra“, segir Ingólfur. En það eru ekki bara aukin húsnæðislán sem hafa áhrif á skulda- stöðu landans, því annars konar skuldir eru líka að aukast. Þannig fóru yfirdráttarlán heimilanna á síð- asta ári úr því að vera 54 milljarðar í 68 milljarða króna.“ Heimabankar: Ahættan lítil á Islandi Metið í hverju tilvikifyrir sig hver ber kostnaðinn aftölvuglæpum Undanfarið hefur tölvuöryggi fyrirtækja og heimila komist í um- ræðuna, enda hefur þess orðið vart í auknum mæli, hér heima sem erlendis, að glæpamenn gera æ meira út á veikleika tölvukerfa til þess að rýja fólk inn að skinninu. Þrátt fyrir að upp hafi komið mál hér á íslandi þar sem tölvuþrjótar komust yfir lykilorð í heimabanka og notfærðu sér þau til þess að taka út af reikningum, eru sérfræðingar sammála um að áhættan hér á landi sé ekki mikil. „Þetta er nú bara eins og Björgvin Halldórsson orðaði það: Við búum á eyju. Hvert eiga menn að komast með aurana?“ spurði einn öryggis- ■bhhí sérfræðingur, sem Blaðið ræddi við. Vel er fylgst með öllum færslum og þær skráðar hjá Reiknistofnun bank- anna, en þegar kemur að úttekt fjár- ins úr banka eru allir teknir upp á myndband. Færslur til útlanda eru svo háðar enn strangara öryggi. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Upplýsinga- tæknisviðs Landsbankans, segir að bankinn verði fyrir þúsundum innbrotstilrauna á dag, en múrar bankans hafi vel haldið hingað til. „Mikið af þessu er nú sjálfsagt aðeins fikt, við sjáum fjölda tilrauna hald- ast nokkuð í hendur við skólaárið." Hann sagði að hjá Landsbankanum hefðu menn ekki orðið þess varir að tilraunir þessar hefðu aukist upp á síðkastið. I nokkrum tilvikum hefur þó tekist að koma fjármunum undan í íslenska bankakerfinu og þá getur verið spurning hver eigi að bera skað- ann. „Við metum það einfaldlega í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Guð- mundur. „Það er oft erfitt að segja til Blaðiðð/SteinarHugi um hvar sökin liggur og bankarnir eru sammála um að I slíkum til- vikum þurfi að gæta sanngirni gagn- vart viðskiptavinunum. En þetta er sem betur fer nánast óþekkt hérna.“ Alþingi: Auðlindin Magnús þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, bar upp fyrirspurn til menntamálaráðherra í gær þar sem hann spurði hvort til stæði að taka Auðlindina, fréttaþátt um sjávarút- vegsmál, aftur á dagskrá Rfldsút- varpsins. í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur kom fram, að þrátt fyrir að Auðlindin hefði verið hinn ágætasti þáttur væri það ekki í verka- hring menntamálaráðherra að skipta sér aí dagskrárstefnu eða einstökum dagskrárhðum Rfldsútvarpsins.„Það hef ég aldrei gert, og mun aldrei gera.“ Ótrúleg fyrirspurn Þingmenn voru ekki á eitt sáttir um það hvort fyrirspurn sem þessi ætti yfirhöfuð heima inni í sölum Alþingis. Það var hins vegar Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins sem einna dýpst tók í árinni. „Varð- andi þessa fyrirspurn þá finnst mér hún með öllu alveg ótrúleg.“ Hann spurði Magnús hvað hann ætti með það að óska svara menntamálaráð- herra um svona mál.„Mér finnst sér- stakt að fyrirspurn sem þessi komi ff á þingmanni flokks sem hefur verið að agnúast út í það að stjórnmálamenn hafi bein afskipti af ríkisútvarpinu.“ (f) Helðskfrt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað í Rigning, litilsháttar /// Rigning 9 9 Súld íjcT* Snjókoma * TELAy Innimálning Gljástig 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. / Gæða málning á frábæru verði / Útimálning ■S Viðarvörn ■S Lakkmálning S Þakmálning S Gólfmálning S Gluggamálning ^ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 0 10 -05 -05 0 -01 -05 0 03 06 14 -05 01 09 0 01 -03 05 -06 14 05 05 I /// /// /// 70 • )7 €f rjj Slydda Snjóél ^jj 0Í cf Skúr /// /// ///7 €f 0 /// /// /// 8° /// /// 4® / /// /// 4° 5° A morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.