blaðið

Ulloq

blaðið - 26.01.2006, Qupperneq 6

blaðið - 26.01.2006, Qupperneq 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöið Reykjavík: Átak fyrir aldraða Efnt verður til sérstaks átaks til að bæta þjónustu við aldraða í höfuðborginni með áherslu á þá sem eru einangraðir. Þetta var samþykkt á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Samkvæmt samþykktinni verður settur á fót sérstaikur stýrihópur sem mun hafa það markmið að kortleggja þá þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða af hálfu hins op- inbera og annarra aðila og koma með tillögur til úrbóta. Þá verða myndaðir sérstakir starfshópar sem ætlað er að meta stöðu einstaklinga í einstökum hverfum borgarinnar. Stofnfrumurannsóknir: Vísmdamenxi vilja aukið svigrúm Nauðsynlegt er að efla umræðu um stofnfrumurannsóknir hér á landi og aflétta banni á fósturvísa- rannsóknum, segir Eiríkur Stein- grímsson, prófessor í líffræði við Háskóla íslands (HÍ). Gert er ráð fyrir því að þverfagleg nefnd á vegum heilbrigðisráðherra skili inn frumvarpi þessa efnis í lok marsmánaðar. Ekki búið að taka afstöðu Island er eitt fárra landa í Evrópu sem enn leggur blátt bann við stofn- frumurannsóknir, en þær eru nú leyfðar í löndum á borð við Dan- mörku, Svíþjóð, England, Finnland og Holland. Frá því síðasta haust hefur verið starfandi þverfagleg nefnd á vegum heilbrigðisráðherra sem fjalla á um nýtingu stofn- frumna til rannsókna og er henni ætlað að semja frumvarp til laga um þetta mál. Enn sem komið er hefur nefndin ekki tekið afstöðu til neinna grundvallar álitaefna. Kallað eftir umræðu Eiríkur Steingrímsson segir nauð- synlegt að rýmka reglur um stofn- frumurannsóknir á íslandi. „ Þessar nytsömustu og áhugaverðustu stofnfrumur koma úr fósturvísum. Við höfum verið að kalla eftir því í fyrsta lagi að það fari fram umræða um þetta og í öðru lagi að lögunum verði breytt í samræmi við þá um- ræðu." Þá segist Eiríkur ekki óttast að lagabreytingar gætu leitt til mis- notkunar. „Þetta þyrfti alltaf að fara í gegnum Vísindasiðanefnd og Persónunefnd og fá leyfi einstakling- anna sem hafa lagt til þessi fóstur til þess að gera þetta. Þannig að þetta væri alltaf upp á yfirborðinu í hvert sinn.“ Rannsóknir á fósturvísum hafa vakið upp deilur víða um heim. Dómarafélagið: Fundur í dag vegna Kjaradóms Dómarafélag fslands hefur boðað til fundar síðdegis í dag vegna frumvarps til laga um niðurfellingu úrskurðar Kjaradóms frá í desember. Félagið gerði sem kunnugt er veru- legar athugasemdir við frumvarpið, en Kjaradómur hefur m.a. laun dóm- ara á sínu forræði. Að sögn Hjördísar Hákonardóttur, formanns Dómarafélagsins, liggja engar ákveðnar tillögur fyrir fund- inum, en hún gerði ráð fyrir því að hann myndi afgreiða ályktun um efni frumvarpsins. Aðalinntak frumvarpsins er að úrskurður Kjaradóms frá 20. desember verður felldur úr gildi. Samkvæmt honum hækkuðu laun forseta Islands um 6% og laun ráðherra, þingmanna, ríkissátta- semjara og fleiri embættismanna um 8%. Samtök atvinnulífsins, Al- þýðusambandið og fleiri hagsmuna- aðilar mótmæltu úrskurði Kjara- dóms harkalega og töldu hann stefna friði á vinnumarkaði og efnahags- markmiðum í voða, en hækkanir þessar endurspegla kjarabætur op- inberra starfsmanna á liðnum miss- erum. Skömmu fyrir áramót ákvað ríkisstjórnin að ógilda úrskurðinn, en að laun þeirra, sem dómurinn tók til, skyldu hækka um 2,5%. Síðan skyldi þverpólitísk nefnd fjalla um framtíðarskipan kjaramála æðstu embættismanna og var Jón Sigurðs- son, fyrrverandi seðlabankastjóri, fenginn til formennsku í henni. Umferðin: Beltin bjarga Fækka mætti banaslysum í umferðinni um 20% hér á landi ef ökumenn og farþegar notuðu alltaf bílbelti. Alltof algengt er að ökumenn spenni ekki beltin fegar farið er í styttri ferðir. fréttaskeyti sem rannsóknarnefnd umferðarslysa sendi frá sér í gær kemur fram að ökumenn átti sig ekki alltaf á því að nauðsynlegt er að nota öryggisbelti, jafnvel þó um sé að ræða stuttar ferðir í gegnum íbúðarhverfi. Þá kemur líka fram í fréttaskeytinu að fækka mætti banaslysum um 20% á ári hverju ef ökumenn og farþegar notuðu alltaf bílbelti. Meirihluti notar belti Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, Ökumaður þessarar bifreiðar slasaðist illa þegar hann lenti í árekstri í íbúðarhverfi. Talið er að hann hafi verið á um 50 km hraða á klukkustund. Gat á framrúðunni er eftir höfuð ökumanns en hann var ekki í belti. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar var í belti og hlaut lítil meiðsli. segir að ökumenn þurfi ekki að vera á miklum hraða til þess að eiga það á hættu að slasast alvarlega. „Rann- sóknir sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar notar bílbelti. Þó eru ennþá einhverjir sem gera það ekki í dreifbýlinu og á þjóðveginum og svo eru sumir sem nota ekki belti þegar farið er styttri leiðir. Við sjáum þetta í því að á hverju ári eru fjögur til fimm banaslys þar sem fólk ferst í bílslysum eingöngu vegna þess að það notaði ekki bílbelti.“ Bílaleigubílar eriendis - sparaðu tíma, peninga og fyrirhöfn. Framhaldsskólar: Flestir voru reknir með halla Yfir 375.000 bíla floti i fleiri en 80 löndum um allan heim. IMeira en 3000 afgreióstustaðir meöal annars á ötlum stærri ftugvötlum. - bókaðu bílinn heima: CÓ4616010 BILALEIGA AKUREYRAR Alamo þínar þarfir - okkar þjónusta. Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga l erlendis@holdur.is | holdur.is Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um fjármál og rekstur Verk- menntaskóla Austurlands á árunum 2002-2005.1 skýrslunni kemur fram að á tímabilinu 2002 - 2003 hafi um tveir þriðju hlutar allra framhalds- skóla landsins verið reknir með halla. Fyrra árið var það VMA sem rekinn var með mestum halla, en hið seinna var hann þriðji í röðinni. Alls nam halli skólans um 31 milljón króna á tímabilinu. Meginástæða þess, að mati Ríkisendurskoðunar, var tví- þætt. Annars vegar veigruðu stjórn- endur sér við að gera breytingar sem hefðu áhrif á kennslumagn vegna skuldbindinga sinna við nem- endur. Hins vegar kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að eftirliti af hálfu menntamálaráðuneytisins með fjár- reiðum skólans hafi verið ábótavant. Árið 2004 fékk skólinn svo umtals- vert hærri framlög en árið áður. Var það vegna breytinga af hálfu ráðu- neytisins á reiknilíkani og fjölgun ársnemenda. Þetta, ásamt auknu aðhaldi stjórnenda, stuðlaði að jákvæðum rekstri skólans og bendir flest til að svo verði einnig fyrir árið 2005. Ef tímabilið 2002-2004 er skoðað kemur í ljós í skýrslunni að heildarkostnaður á hvern nemanda var mestur í VMA, eða 929 þúsund krónur að meðaltali. Athugasemd gerð við reikni- líkan ráðuneytisins I skýrslunni eru gerðar athugasemdir við það líkan sem notað er til að reikna út fjárveitingar til framhalds- skólanna. Bent er á að framlög ríkis- ins vegna húsnæðis, aðstöðu og bún- aðar ættu að miðast við raunkostnað en ekki nýtingu eins og nú er gert. Hins vegar mælir Ríkisendurskoðun með því að framlög til kennslu miðist áfram við nýtingu, enda hafi stjórn- endur að jafnaði betra svigrúm til að breyta kennslumagni en til dæmis að stækka eða minnka húsnæði. VINNUVELANÁMSKEIÐ NÆSTA NÁMSKEIÐ BYRJAR 27.JANÚAR UPPLÝSINGAR OG INNRITUN (SÍMA 894 2737

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.