blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
KOSNINGABARATTA
í ÖNGSTRÆTI
Kosningabarátta á Islandi er að breytast þannig að málefnin skipta sí-
fellt minna máli en persónurnar að sama skapi meira máli. Þannig er
það lykilatriði að frambjóðendur komi vel fram í sjónvarpi og nái með
reglulegu millibili að koma sér á framfæri, þannig að þeir geti látið ljós
sitt skína í hinum fjölmörgu umræðuþáttum sem boðið er upp á - bæði
í sjónvarpi og útvarpi. Þá er nauðsynlegt að tryggja sér stór og góð við-
töl í dagblöðum og tímaritum. Til þess að ná þessum árangri er bak-
landið notað óspart, persónuleg tengsl frambjóðenda og aðstoðarmanna
þeirra inn á einstaka fjölmiðla, auk þess sem “fréttamolum”, sem koma
viðkomandi frambjóðanda vel, en andstæðingunum illa, er gjarnan
laumað inn.
Frambjóðendur eru haldnir þeim misskilningi að allir eigi þeir kröfu á
jafn mörgum dálksentimetrum í dagblöðum og jafn mörgum mínútum
í sjónvarpi. Þannig hefur það oftar en einu sinni gerst að hringt hefur
verið í fréttastjóra sjónvarpsstöðva og þeim tilkynnt að andstæðingur-
inn hafi fengið svo og svo margrar mínútur í viðkomandi fréttatímum
og að það gangi ekki að gert sé upp á milli manna. Þá er það daglegt
brauð að hringt sé í ritstjóra dagblaða og kvartað undan sviðsljósi and-
stæðingsins. Þannig er reynt að stjórna umræðunni og ef það heppnast
ekki er kvartað sáran.
Flestir fjölmiðlar reyna að birta áhugavert efni sem höfðar til lesenda
viðkomandi miðils. Flestir reyna þeir líka að temja sér hlutleysi í um-
fjöllun um menn og málefni. Það þýðir þó ekki að mælistika mínútna í
sjónvarpi eða dálksentimetra í prentmiðlum sé notuð á ritstjórnum til
að tryggja sanngjarna og hlutlæga umræðu. Það er nefnilega hægt að
nota ýmsar aðferðir til að koma sem flestum sjónarmiðum á framfæri.
Það er kominn tími til að frambjóðendur í prófkjörum staldri við -
minnki fjölmiðlaáhersluna og fari til dæmis að snúa sér að málefnum í
staðinn. Það er nefnilega sorglega lítill, ef einhver, áherslumunur á þeim
mörgum hverjum. Kjósendur eiga ekki að greiða þeim atkvæði sem
hefur fengið hæstu einkunn á síðasta Dale Carnegie námskeiði, heldur
þeim sem getur lagt mest af mörkum til betra þjóðfélags.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 5103701. Símbréf áauglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, firettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Mánudaginn 30. janúar
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Slmi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net
Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöið
J JR EflH... E& ’-Nf
ÍR HtuSUPDGLtellR M
flTTfflFNAMflPBR M
j VEL BoRGWU, (fr
EN /IILT OF Rílteu
i STflRFi. „p-ym
\ m w> uím álls
KoNflR VídVíK RÍrr.
1 TíNÍWsT 6SMAL/
Lr&A FRÉTTiR tflRA j
\ SENDiFERpjR os
f K ALLtaF í &óvu
L SKflpi. ENpiLEGA
? fííFií smnut
L í síma 5mm oi
Bv PifiD M p^L.
Almannamiðill eða vídeóleiga
Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið
(RÚV) er eitt af stóru málunum
á Alþingi á vorþinginu. Fyrsta um-
ræða fór fram í vikunni og komu
margir meinbugir fram á málinu.
Eftir misheppnaða atrennu að
nýjum RÚV lögum í fyrra átti ég
von á að menntamálaráðherra kæmi
fram með öflugra frumvarp þar
sem ný og skörp sýn kæmi fram á
hlutverk ríkismiðils í almannaeigu.
Almannamiðill nýrra tíma yrði þar
skilgreindur með rækilegum hætti í
stað þess að leggja til losaralega moð-
suðu um hlutverkið og setja allt kapp
á rekstrarform stofnunarinnar.
Ætlar Sjálfstæðisflokk-
urinn að selja RÚV7
Það er ekki meginmálið þó best sé
að um verði að ræða sjálfseignar-
stofnun. Hlutafélag er varla til um-
ræðu nema að lögum um hlutafélög
í opinberri eigu hafi verið breytt.
Það sem öllu skiptir er hinsvegar
hlutverkið, enda til hvers að ríkis-
reka fjömiðil nema tilgangurinn sé
ljós? Þar skiptir mestu að skilyrða
hlutfall af innlendu efni í dagskrá
Sjónvarpsins. RÚV rekur fína frétta-
miðla og fréttatengdir þættir á borð
við Kastljós, Morgunvaktina og
Spegilinn eru mjög vel heppnað efni.
Því beinast sjónir að innlendri dag-
skrárgerð á sviði afþreyingar.
Það sem skortir er framleiðsla
og miðlun á íslensku sjónvarps-
efni sem telst til tíðinda að sjáist á
skjánum. Þess í stað er bandarísku
miðlungs- og undirmálsefni miðlað
af miklum krafti á köflum. RÚV
þarf að fá tækifæri til að taka skref
til almannamiðils í fremstu röð. Það
tæki er ekki að finna í frumvarpinu
sem fellur í skuggann af draumum
bænheitustu hægrimanna um að
selja stofnunina.
Úm sölu á RÚV hafa heitustu
hægrimennirnir ítrekað lagt fram
frumvarp á Alþingi. Því er tor-
tryggnin í garð fyrirætlana Sjálf-
stæðisflokksins um hlutafélagavæð-
inguna mikil og ekki að ósekju.
Þessu átti ég von á að menntamála-
ráðherra tæki á og batt miklar vonir
við endurflutning hennar á málinu.
Því eru vonbrigðin svo sár.
Björgvin G. Sigurðsson
Form í stað inntaks
Marga áleitinna spurninga var spurt
við 1. umræðu um málið. Engin svör
fengust við þeim af hálfu mennta-
málaráðherra. Því miður enda um
mikilvægt mál að ræða sem ætti að
ná samtöðu um þvert á pólitískar
línur. Sögulegri sátt jafnvel.
Talsvert var rætt um og ráðherra
inntur svara um af hverju ætti að
há effa RÚV en ekki gera að sjálfs-
eignastofnun. Eins og Samfylkingin
leggur til að skoðað verði. Af hverju
er í frumvarpinu ekki að finna skil-
yrði fyrir hlutfalli íslensks efnis í
dagskrá RÚV? Af hverju er hlutdeild
RÚV á auglýsingamarkaði ekki tak-
mörkuð um leið og hlutverkið er skil-
greint og raunverulegur almanna-
miðill búinn til sem miðlar vönduðu
efni. Ekki innfluttu rusli frá Banda-
ríkjunum sem varla er boðlegt á
vondri vídeóleigu?
Á að selja Rás 2?
Engu svarað. Bara slegið úr og í. Þá
spurði ég menntamálaráðherra í and-
svörum við ræðu hennar hvort selja
ætti Rás 2. Einungis er sagt fyrir
um rekstur einnar útvarpsstöðvar í
frumvarpinu og má skilja sem pólit-
iska vísbendingu um það, enda eitt
helsta baráttumál íhaldsins á tíunda
áratugnum að selja Rásina.
Ráðherrann vildi ekki svara þessu
og undirstrikaði þessa áleitnu spurn-
ingu. Hún sagði bara að henni þætti
gaman að Rás 2. Sem er fínt og ég er
sammála henni um. Það væri hins
vegar ákvörðun útvarpsstjóra að
taka ákvörðun um framtíð Rásar 2.
Sem ég er ekki sammála henni um
með tilliti til þess hlutverks sem
Rásin hefur tekið sér um miðlun
íslenskrar tónlistar.
Að mínu mati á ekki að selja Rás
2. Hún er um margt undirstaða út-
rásar íslenskrar tónlistar með því að
vera eina stöðin sem sinnir islenskri
tónlist að einhverju marki. Og það
með glæsibrag. Hún hefur unnið sér
tilverurétt með góðri dagskrá í tutt-
ugu og tveggja ára sögu sinni. Lengi
lifi hún í rekstri RÚV.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Klippt & skoríð
klipptogskorid@vbl.is
Elns og fram hefur komiö ( Blaðinu
er Kristinn Sleggja Gunnarsson
f magnaðri fýlu út í ■■pHH
forystu framsóknar eins og
gengurog gerist, þarsem þing- R**' * "
flokkurinn hefur neitað honum ItT-- S
um frekari upphefð í nefndum ®
Alþingis. En það er víðar sótt að Kidda. (Bæj-
arins besta á fsafirði (www.bb.is) skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, miðstjórnarmaður
í Framsóknarflokknum og gagnrýnir frammi-
stöðu Kristins á kjördæmisþingi (Norðvestur-
kjördæmi ákaflega, en þar hraunaði hann
yfir Haildór Ásgrfmsson, formann flokksins,
segir hann hentistefnumann sem láti ávallt
persónulegan metnað ganga fyrir flokkssam-
stöðu með þeim afleiðingum að kjördæmið sé
áhrifalaust. Skorar hann að lokum á Kristlnn að
draga sig I hlé frá stjórnmálum.
Framsóknarmenn eru Ijóslega I mlklu
stuði þessa dagana og ekki aðeins I
innanflokkserjum. f Tlmanum (www.
timinn.is), sem enn er málgagn Framsóknar-
flokksins, er Ingibjörg Sólrún
Gfsladóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, gagnrýnd harðlega
fyrir málflutnlng hennar um
Kjaradóm, enda sé hún sjálf
mun betur sett en þorri þingmanna og flnnst
Tlmanum lltið til um hana sem málsvara lítil-
magnans og segir hana hræsna.
„Þannig hefur formaðurinn þingfararkaup sem
nú er 459.929 kr. Aukþess fxr formaðurinn
50% álag á þaS, þar sem hún er formaSur
flokksins. Erþá heildarlaunatalan komin I
689.894 kr. TilviÖbótarhefurformaSurinn um
80% afþingfararkaupi, sem borgarfulltrái
sem gefur 367.943 til viSbótar. Þá er Tlminn
búinn aS reikna sig upp fyrir milljónina, eöal
1.057.837 kr. Reyndarerllklegtaðformaðurinn
fái25% skeröingu á borgarfulltrúalaunin þar
sem hann man ekki eftirþvl aö formaðurinn
sitjil neinum nefndum en heildarlaunatalan
erþósamt 965.851."
En það er kannski ekki skrýtið þó það
sé fjör hjá framsóknarmönnum, því
I gær mátti lesa grein eftir Hrafn
Jökulsson, skákfrömuð, þar
sem hann átelur framgöngu and-
stæðinga Bjöms Inga Hrafns-
sonar. Hrafn játar að hafa „ekki
hingað til legið undirámæli fyrir
að hafa áhyggjurafvelferð Fram-
sóknarflokksins," en segist ekki vilja „stjórn-
mál þar sem menn vega úr launsátri, vopnaðir
lygum og brynjaðir ósannindum."