blaðið - 26.01.2006, Side 32
32 I MENNING
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 bla6ÍA
Líkamshlutar - sjálfsmyndir
Næstkomandi föstudag kl. 17
verður opnuð í Listasafni Reykja-
víkur - Hafnarhúsi sýning á
verkum hins snjalla ljósmyndara
john Coplans, en um er að ræða
sjálfsmyndir af líkamshlutum.
John Coplans (1920 - 2003) kom
víða við á löngum ferli sínum. Hann
var einn af stofnendum tímaritsins
Artforum og sýningarstjóri og safn-
stjóri viða í Bandaríkjunum áður en
hann helgaði sig ljósmyndun, þá sex-
tugur að aldri.
Ljósmyndir Coplans fylgja
sögu líkama listamannsins í tvo
áratugi frá 1980 og fram í andlát
hans. Myndir hans sýna líkamann
í pörtum sem brotakennt landslag
og vekja áleitnar spurningar um
margræða merkingu likamans og
ásýndar hans. Eða svo vitnað sé í orð
Coplans: „Rétt eins og við sækjum
skapandi orku okkar til líkamans þá
getum við ekki umflúið merkingar-
lausan dauða hans. Allur sá skap-
andi máttur sem líkaminn færir
okkur verður ekki skilinn nema í
ljósi hrörnunar hans og dauða.”
Listfræðingurinn og vinur
Coplans, Howard Yezerski verður
með leiðsögn um sýninguna sunnu-
daginn 29. janúar kl. 15.
Game tíví fim kl.19.30
Tölvuleikjaþáttur íslands er mættur til leiks á SKJÁE/NUM! ©
Glæpur
og ástir
Hjá Máh og menningu er
komin út í kilju Leviatan. Morð-
ingi um borð, eítir Boris
Akímin í þýðingu
Árna Bergmann.
„Leviatan" er risastórt far-
þegaskip sem heldur í jómfrú-
arferð sína frá Englandi til
Indlands árið 1878. Á sigling-
unni er loft lævi blandið um
borð því meðal farþeganna
leynist morðingi sem framið
hafði „glæp aldarinnar“ í
París skömmu áður. Franski
lögregluforinginn Guache
vinnur að lausn málsins en
hann á sér keppinaut í öðrum
farþega, hinum snjalla Rússa,
Fandorin.Ýmsir samferðamenn
þeirra liggja undir grun um
að hafa óhreint mjöl í poka-
horninu enda eru þar á meðal
nokkrir býsna kynlegir kvistir.
Leviatan er margslungin
og spennandi saga effir Boris
Akúnin sem nýtur mikilla
vinsælda fyrir sakamálasögur
sínar víða um lönd. Þetta er
fimmta bókin um Fandorin rík-
isráð sem kemur út á íslensku
en þær fyrri eru Ríkisráðið,
Krýningarhátíðin, Vetrardrottn-
ingin og Tyrknesk refskák.
HRP.KI
HLEYI^ltóóMAR
f»» fnpit tttmtfft fc<i».>*lnf»iinii
Mál og menning hefur einnig
sent ffá sér í kilju eina frægustu
ástarsögu heimsbókmenntanna,
Hroki og hleypidómar effir
Jane
Austen í
þýðingu
Silju Að-
alsteins-
dóttur.
„Það er
kunnara
enfrá
þurfi að
segja að
pipar-
sveinn í
góðum efnum hlýtur að vanta
eiginkonu," segir í frægum
upphafsorðum þessarar bókar.
Þegar ungur og vel stæður
karlmaður flytur í héraðið
fara sveitungarnir um leið að
orða hann við stúlku - falleg-
ustu heimasætuna í sveitinni.
Sú saga hefði fljótlega endað
vel ef vinur hans, auðugur
piparsveinn úr öðru héraði,
hefði ekki farið að skipta sér af
þessum ráðagerðum. I hroka
sínum þykir honum stúlkan
ekki af nógu góðum ættum
fyrir vin sinn og vekur með því
heiffarlega hleypidóma systur
hennar sem verður honum
verðugur andstæðingur.
Hroki og hleypidómar effir
bresku skáldkonuna Jane
Austen kom fyrst út árið 1813 og
er ein frægasta ástarsaga allra
tíma. Hún er auk þess allt í
senn; fjörug, fyndin og ögrandi.
Höfundur leiðir persónur sínar
út á dansgólf sögunnar þar
sem þær stíga sín þokkafullu
spor, frá einum dansfélaga
til annars, hring effir hring,
sem smám saman þrengist
utan um söguhetjurnar.
Silja Aðalsteinsdóttir þýddi
og skrifar eftirmála um Jane
Austen og umhverfi sögunnar.