blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INWLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöiö blaöið__________ Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is Álráðstefna: Meirihluti þjóðarinnar vill virkja meira Þorri þjóðarinnar er á því að meira verði virkjað. Formaður Landverndar kallar á meiri upplýsingagjöfog varar viðfrek- ari ákvörðunum í virkjanamálum. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Gæða sængur og heilsukoddar. FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Baugsmálið: Dómendur kljúfa málið í héraðsdómi Reykjavíkur i gær var tekist á um hvenær taka eigi Baugsmálið svokallaða til aðalmeð- ferðar. Settur ríkissaksóknari vildi að málið yrði tekið fyrir í byrjun mars en verjendur kröfðust þess að allt málið verði tekið fyrir 9. og 10. febrúar nk. Héraðsdómur mun úrskurða um það í byrjun næstu viku, að öllum likindum. Dóm- endur ákváðu hins vegar að kljúfa málið og mun aðalmeðferð tveggja endurskoðenda sem að málinu koma fara fram 9. og 10. febrúar nk. Sú ákvörðun vakti mótmæli beggja málsaðila, jafnt ríkissak- sóknara sem og verjenda Baugs- manna. Einnig lögðu dómarar það til að ríkislögreglustjóri tæki við þeim átta ákæruliðum sem eftir standa að málinu og að settur saksóknari muni halda áfram að fara yfir hina 32 ákæruliðina sem Hæstiréttur vísaði frá dómi. Osta- og smjörsalan Havarti og Búri innkallaðir Osta- og smjörsalan hefur inn- kallað og fjarlægt úr búðum þrjú vörunúmer. Um er að ræða Havarti 32%, Búra og Krydd-Havarti 32%. Tegundirnar verða ekki í sölu næstu daga, eða þar til komist hefur verið fyrir gerlagalla sem greinst hafa í ostunum. Um 700 til 800 kíló af ostum er að ræða. Þeir sem eiga þessa vöru og vilja skila henni eru beðnir um að hafa samband við Osta- og smjörsöluna. Samtök atvinnulífsins, Samtök iðn- aðarins og Samorka, stóðu fyrir ráð- stefnu sem fjallaði um gildi ál- og orkuframleiðslu á Islandi. Þar voru meðal annars kynntar niðurstöður úr nýrri könnun þar sem viðhorf þjóðarinnar til áliðnaðar, virkjana og umhverfismála voru kannaðar. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar er meirihluti þjóðarinnar jákvæður í garð áliðnaðar. 55% eru jákvæð í garð þess iðnaðar sem þegar er í landinu og 48% eru hlynnt frekari uppbygg- ingu álvera. 37% eru hins vegar and- víg frekari uppbyggingu og 15% taka ekki afstöðu til málsins. Fleiri vilja gufuaflsvirkjanir Þegar spurt er út í frekari virkjana- áform kemur í ljós að landsmenn eru töluvert hlynntari gufuaflsvirkjunum frekar en vatnsaflsvirkjunum. 76% eru hlynnt aukinni virkjun gufuafls en 57% aukinni virkjun vatnsafls. 34% Islendinga eru hins vegar neikvæðir í garð vatnsaflsvirkjana. Fjöldi svar- enda í könnuninni sem tekin var í mikill tími til að koma sínu að.“ Björg- ólfur segist ekki vera sammála þeirri túlkun sem kemur fram í könnum IMG Gallup. „Ég held að það þurfi að eiga sér stað mun meiri upplýsinga- gjöf til almennings um þessi mál.“ Hann segir alla upplýsingagjöf hafa verið einhliða í málinu, orku- og ál- iðnaðinum í vil. „Þeir hafa bjargirnar til þess að koma sínu á framfæri. Það er ekki næg þekking til staðar eins og staðan er í dag. Annar hluti rammaáætl- unarverði kláraður „Það sem að við viljum gera hjá Land- vernd er að klára annan hluta ramma- áætlunar áður en frekari ákvarðanir verða teknar um frekari virkjanir.“ Björgólfur segir þessar rannóknir taka mörg ár. „Við viljum að þessar ákvarðanir fari fram til þess að við íslendingar höfum betri grunn til að byggja á áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ — gegnum síma var 801. Á ráðstefnunni flutti fjöldi manns erindi og þar á meðal Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands. I máli hans kom fram að viss áhætta væri fólgin í því að fjárfesta í áli og orku, en meiri áhætta væri fólgin í því að gera það ekki. Þórður segir stefna í það að Is- land verði á meðal stærstu álútflutn- ingsríkja í heiminum. Ójafnt skiptílið Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar sat í pallborði á ráðstefn- unni. Það er óhætt að segja að hann hafi verið í minnihluta á ráðstefnunni þar sem flestir aðrir þátttakendur tóku málstað orku- og áliðnaðarins. „Það verður nú að segjast að það hafi verið heldur ójafnt skipt í lið þarna. Það hefði verið betra ef ég hefði getað verið með erindi þar sem sjónar- miðum náttúruverndarmanna hefði verið komið betur á framfæri. Ég kom þarna inn í lokin og við vorum sjö í pallborði þannig að það gafst ekki Ásgeir Sverrisson ráðinn ritstjóri Blaðsins — Ásgeir Sverrisson hefúr verið ráðinn ritstjóri Blaðsins og tekur hann við þann 1. febrúar næstkomandi af Karli Garðarssyni, sem verður fram- kvæmdastjóri Árs og dags ehf, útgáfu- félags Blaðsins. Ásgeir er 46 ára gam- all og hefur starfað á Morgunblaðinu í 20 ár. Hann var lengi umsjónarmaður erlendra frétta og var ráðinn frétta- stjóri árið 1994 og gegndi þvf starfi fram í ársbyrjun 1997. Þá fór hann til náms og starfa á Spáni. Hann snéri aftur til Morgunblaðsins og árið 2001 tók hann aftur við starfi fréttastjóra á erlendri deild ritstjórnar og hefur gegnt því síðan. Ásgeir segist líta á ritstjórastarfið á Blaðinu sem spenn- andi verkefni sem gefi möguleika á því að þróa blaðið. „Ég skynja það líka að þetta er rétti tíminn fyrir mig að breyta til eftir 20 ár á þessu góða blaði Morgunblaðinu,“ segir hann. „Það má búast við bæði skammtíma- og langtímabreytingum á Blaðinu. Skammtímabrey tingarnar verða þær að koma með nýjar áherslur og vinna úr því sem við höfum með dálítið nýjum hætti. Langtímamarkmiðið er síðan nýtt blað. Við erum hins vegar ekki að fara að búa til litla Moggann.” Ár og dagur ehf býður Ásgeir vel- kominn til starfa á ritstjórn Blaðsins. Ásgeir Sverrisson, ritstjóri Blaðsins, og Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags ehf. Blaðit/Frikki (3) Heiðskírt (3 Léttskýiað Skýjað ^ Alskýjað - Rigning, lítilsháttar // Rigning 5 ? Súld Snjókoma /j Slydda Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki 0 08 -03 01 03 -02 -08 Kaupmannahöfn -01 London 04 Madrid 03 Mallorka 14 Montreal 01 New York 03 Orlando 15 Osló 01 París 03 Stokkhólmur -02 Þórshöfn 07 Vín -02 Algarve 10 Dublin 06 Glasgow 05 // / • /// «f 8° /// /// / // Y // /// • 8° /4 6° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands // / /// /// SJJ Slydda sjj Snjóél s^J // / /// / // €T2‘ Skúr // / /// /// // / /// /// / // Ámorgun <é é 6" / //
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.