blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 30
30 I SAMSKIPTI KYNJANWA LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöi6 H ARÐVIÐARVAL Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is JINGDEZHEN HENGFEN SAEES EXHIBITION CO. iTD. SOLUSYNING A HAGÆÐA KÍNVERSKU POSTULÍNI 20% AFSLÁTTUR SYNINGUNNI HEFUR VERIÐ FRAMLENGT ■t' n # <*■ & í i- r t «■ a * 'á fls V/ HLÍÐASMÁRI 15. KÓPAVOGUR. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00-22.00. SÍMI: 861-9715 EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ EIGNAST KÍNVERSKA LISTMUNI BEINT FRÁ FRAMLEIÐENDUM. Styrktu sambandið - leiðir til betra ástarsambands Það er fátt fallegra en sterkt og gott samband milli tveggja einstaklinga, hvort sem um ræðir hjón eða ógifta. Hins » vegar getur verið vandkvæðum bundið að halda góðu jafnvægi í sambandinu, enda varir tilhuga- lífið eingöngu fyrst um sinn og svo taka hefðbundnu hlutirnir við. Margir finna fyrir dofa í sambandinu eftir því sem líður á og jafnvel miklum leiða, en við slíkar aðstæður er mikilvægt að skoða sambandið í heild sinni og leita ráða sem hjálpað geta. Ekk- ert samband varir án þess að það sé ræktað og unnið sé að bættum samskiptum- þetta þurfa flest hjón að gera á einhverjum tíma- punkti og mikilvægt að kyngja því Hér eru nokkrir góðir punktar sem geta hjálpað til við að styrkja sambandið og gera það fært í flestan sjó. • Hafið fyrir reglu að kyssast alltaf góða nótt og góðan daginn. Það að gefa hvoru öðru léttan koss á kvöldin og á morgnana getur skipt miklu máli og gert sambandið fal- legra. Engu skiptir þó svo að annað sé sofandi - þá er bara um að gera að kyssa viðkomandi á kinnina á meðan hann er í draumaheimi. • Aldrei sofna ósátt Það fara auðvitað allir í fýlu ein- hvern tímann á lífsleiðinni og það er algengt í sumum samböndum að til árekstra komi. Það er ekkert út á það að setja, enda eðlilegasti hlutur í heimi, en gott er að temja sér að sofna aldrei ósátt. Engin mál eru svo flókin að ekki sé hægt að klára þau í góðu tómi áður en haldið er til hvilu. • Búið til „skemmtidagskrá" Sum pör eyða litlum sem engum tíma saman sökum anna í starfi eða öðru. Hins vegar er það nauð- synlegt í öllum samböndum að eyða góðum tíma saman við hinar ýmsu aðstæður og bæta reglulega upp fyrir lítinn tíma saman. Sniðugt getur verið að útbúa dagskrá fyrir hvern mánuð í senn, og hafa e.t.v. tvö kvöld í viku sem þið þurfið að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hvor aðili gæti þá ákveðið sitthvort skiptið hvað ætti að gera. • Farið í göngutúra saman Góður göngutúr á fallegu vetrar- kvöldi getur verið afar rómantískur. öll pör ættu að tileinka sér einhverja útiveru saman, þó svo að ekki sé nema bara að ganga í 30 mínútur og spjalla. Gerið þetta þrisvar í viku. Edge barstóll - ftölsk hönnun og framleiösla • Hrósið hvort öðru Sjálfstraust og öryggi er mjög mik- ilvægt í samböndum og fyrir því þurfa báðir aðilar að finna. Hrósið hvort öðru sem oftast - ekki endi- lega fyrir eitthvert afrek, heldur líka aðra smáa hluti. Gæti jafnvel verið bara fyrir góðan brandara eða annað þvíumlíkt... • Segið hvort öðru sögur Fólk er alltaf forvitið um hvort annað, þó svo það sé ekki mikið að inna eftir hinum og þessum upplýs- ingum. Við megum ekki gleyma að segja maka okkar sögur, eins léttvægar og þær geta verið þá og þegar. Skemmtilegar sögur af sam- starfsmönnum í vinnunni, eða vin- konunum geta búið til skemmtilegar samræður. • Rómantískt andrúms- loft heimafyrir Það getur gert gæfumuninn að leggja sig fram um að hafa heimilið rómantískt og skapa aðstæður sem kveikja undir ástinni. Gott getur verið að tileinka sér að kveikja alltaf á kertum og setja fallega tónlist eftir kvöldmatinn og búa þannig til skemmtilegt andrúmsloft. • Búið ykkur til einn eða tvo pakkadaga í mánuði Skemmtilegar hefðir geta verið ansi góðar fyrir sambandið. Sniðugt er að velja sér einn eða tvo pakkadaga í mánuði, t.a.m. annanhvern mið- vikudag, og gefa þá hvort öðru lítinn pakka. Fyrirþá efnameiri er hægt að hafa einn pakkadag í viku þar sem gefnar eru smávægilegar gjafir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.