blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöið
541 FÓLK
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Þriðjudaginn 31 .janúar
blaóiö
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Ellert Agúst Pálssoii • Sírni 510 3746 • Gsm 869 0903 • elli@bladid.net
Bjamí Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.nét
Sœvar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands
íslands
Hvernig líst þér á?
„Mér finnst þetta hið besta mál. Það er allt gott sem gert er fyrir ungu kyn-
slóðina okkar. Ekki síst þegar verið er að kynna sjómennskuna og sjávar-
útveginn. Svo reikna ég með því að fiskurinn sem veiðist fari á markað
þannig að þetta skapar líka vinnu í landi.“
Fjölsmiðjan hefur í samstarfi við Nýsi sett á laggirnar sjávarútvegsdeild. Þar mun unglingum sem ekki hefur tekist að fóta sig í
samfélaginu gefast tækifæri á því að kynnast sjómennskunni af eigin raun.
Passaðu þig á að láta hann borga
áður en hann er útskrifaður.
VIÐSKIPTI &
FJÁRMÁL
HEIMILAMWA
Snow Patrol
rústa Madonnu
Popprokkararnir í hljómsveitinni Snow Patrol hafa komið tónlistargárung-
unum á óvart með því að selja upp á tónleika í London hraðar en popp-
drottningin, Madonna og dramakóngarnir í Coldplay.
Aðeins tíu mínútur tók að selja alla 1500 miðana á tónleika sveitarinnar í
Koko-klúbbnum þann 12. apríl næstkomandi. Aðeins nokkrum mínútum
eftir að miðarnir seldust upp voru miðar farnir að birtast á Ebay á upp-
sprengdu verði. Snow Patrol-liðar, sem vöktu fyrst athygli fyrir hina frábæru
ballöðu Run, sögðust mjög spenntir fyrir tónleikunum í samtali við breska
fjölmiðla
Thandie
eftir Jim Unger
Newton valin
Orðrómur sem fór á kreik fyrir nokkru hefur sannað
sig þar sem Thandie Newton hefur verið valin hin
nýja Bond-stúlka. Fjölmörgum leikkonum var boð-
ið hlutverk hennar, meðal annara, Angelina Jolie og
Charlize Theron en þær höfnuðu hlutverkinu. New-
ton mun leika á móti hinum nýja 007, Daniel Craig,
en hann lét hafa eftir sér að hann væri mjög ánægður
með nýju stúlkuna.
Perry í
nýjum þœtti
Matthew Perry hefur fengið hlutverk í ónefndum sjónvarpsþáttum sem eiga
að gerast í kringum sögufrægan gamanþátt í anda Saturday night live og
verður þar með þriðji vinurinn til að koma aftur í sjónvarpið. Perry mun
leika grínhöfund og snilling sem er þröngvað úr starfi sínu eftir deilu við
yfirmenn sína.
Þáttunum, sem ekki hafa fengið nafn, er spáð gríðarlega góðu gengi og
verða þeir sýndir á sjónvarpsstöð-
inni NBC. Vesturálmuleikararnir
D.L Hughley og Steven Weber urðu
atvinnulausir um daginn en hafa
fengið hlutverk í þáttunum og geta
því andað léttar.
© Jim Unger/dist. by United Media, 2001
LITRÓF MANN-
KYNSINS
Smáborgarinn hefur unnið frá þvl hann
var unglingur, eins og flestir (slendingar.
Mestmegnis hefur Smáborgarinn þó unn-
ið með fólki og þá alls kyns fólki. Börnum
með og án fötlunar, fullorðnum með og án
fótlunar og svo framvegis. Það má I raun
segja að það sá ekki til sá málaflokkur í
félagslega kerfinu sem Smáborgarinn
hefurekki unnið með. Enda þykir Smáborg-
aranum ósköp vænt um þennan tíma og
metur mikils þær minningar sem hann á.
Eins og yndislega manninn með Downs heil-
kenni sem knúsaði Smáborgarann mjög
reglulega, eða skemmtilega manninn sem
hló svo hátt og mikið, sérstaklega þegar
hann fékk eitthvað gotterí eða horfði á
Sigga Hall I sjónvarpinu og sfðast en ekki
síst unga piltinn sem átti svo bágt en var
með mest heillandi einstaklingum sem
Smáborgarinn hefur kynnst. Það er svo
margt til I litrófi mannkynsins og enginn
er öðrum betri. Það er það sem Smáborg-
arinn hefur einna helst lært af öllum störf-
um sínum. Af öllum þeim einstaklingum
sem Smáborgarinn hefur unnið með var
eiginlega enginn leiðinlegur eða óþolandi,
samt sem áður hefur Smáborgarinn unn-
ið með bömum og fullorðnum sem voru
jafnvel talin með erfiðustu einstaklingum
landsins. Öll áttu þau sínargóðu, skemmti-
legu og yndislegu hliðar. Reyndar flnnst
Smáborgaranum það um flesta, fatlaða og
ófatlaða, það eru ekki margir sem Smáborg-
aranum lyndir ekki við. Af hverju það er
veit Smáborgarinn ekki, en svona er hann
bara að upplagi. Smáborgaranum sárnar
samt oftast þegar hann heyrir neikvæðar
sögur um fólk með fötlun því það ertil svo
mikið af jákvæðum sögum sem heyrast
sjaldnar. Frekar heyrum við um manninn
með geðfötlun sem gekk berserksgang
með hníf heldur en allt hitt fólkið með geð-
fótlun sem lifir ofbeldislausu lífi, rétt eins
og við hin. Þetta eru ekki bara fréttirnar
heldur getum við, almenningur stjórnað
þessari umræðu. Þegar Smáborgarinn
var við vinnu sina og eitthvað leiðinlegt
atvik kom upp á, þá kaus hann frekar að
segja vinum og vandamönnum frá öllu þvi
skemmtilega sem gerðist I vinnunni I stað
þess að einblína frekar á það neikvæða.
Með því breytum við viðhorfi og minnkum
fordóma, ekki með því að hreykja okkur af
neikvæðum sögum og skoðunum.
HEYRST HEFUR...
Sú saga
gengur
fjöllunum
hærra að á
næstu dög-
um verði
gengið frá
kaupum Dagsbrúnar á Senu,
sem er umsvifamesti tónlist-
arútgefandi landsins, rekur
kvikmyndahús og verslanir
svo fátt eitt sé nefnt. Þessi
starfsemi fellur vel að kjarna-
starfsemi Dagsbrúnar og er
talað um að greitt verði fyrir
Senu með hlutabréfum í fyrr-
nefnda félaginu. Það sem er
athyglisvert í þessu máli er
að Sena er byggð á gömlu Skíf-
unni sem Norðurljós, forveri
Dagsbrúnar, seldu einmitt frá
sér fyrir örfáum árum. Það
má því segja að gamla Skífan
sé komin í heilan hring verði
af þessum kaupum.
Haldið var upp
á 250 ára af-
mæli Mozarts í
gær víða um heim,
meðal annars hér
á íslandi þar sem
RÚV sýndi metnaðarfulla
dagskrá svo að segja allan dag-
inn. Listrænt þenícjandi vinn-
andi alþýða landsins átti þó í
erfiðleikum með að fylgjast
með dýrðinni því vefur RÚV
lá niðri allan daginn, en þar
átti að vera hægt að fylgast
með tónlistarveislunni sem í
boði var. Það voru mikil von-
brigði á mörgum vinnustöð-
um þar sem menn höfðu hugs-
að sér gott til glóðarinnar.
Eitthvað
vantaði
á hljóðblönd-
un í hinum
ágæta þætti
Meistaran-
um á Stöð 2 á fimmtudags-
kvöld. Þannig áttu áhorfendur
í mestu erfiðleikum með að
heyra í keppendunum sem
ýmislegt höfðu til málanna að
leggja, hvað þá sjálfum Loga
Bergmann Eiðssyni kynni.
Tónlistin var svo hátt stillt að
varalestur þurfti langtímum
saman til að skilja hvað gekk
á. Meistarinn þykir þó vera
ágætlega heppnaður þáttur og
rós í hnappagat Stöðvar 2.
Loksins getum við sannað
yfirburði okkar á knatt-
spyrnuvellinum en í gær var
dregið í riðla i undankeppni
Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu. íslenska lands-
liðið lenti á móti Svíum, Spán-
verjum og Dönum, svo fáeinar
þjóðir séu nefndar. Gerast
leikirnir varla meira spenn-
andi (nema ef við hefðum lent
á móti Englendingum). Staða
íslenska liðsins á heimslistan-
um - en þar erum við í kring-
um hundraðasta sæti - verð-
ur varla til að draga kjark úr
okkur. Tvær þjóðir fara áfram
úr riðlinum í lokakeppninni í
Sviss og Austurríki 2008. For-
ráðmenn KSÍ munu vera mjög
ánægðir með þennan drátt,
enda ætti kassinn að fyllast af
peningum.