blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. BUGUMST EKKI UNDAN ÞRÝSTINGI 1 gær stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir mikilli ráðstefnu á Hótel Nordica. Bar hún yfirskriftina „Orkulindin Island" og var þar fjallað um ál- og orkuframleiðslu hér á landi í nútíð og framtíð. Sérstaka athygli vakti að aðstandendur ráðstefnunnar sáu ástæðu til að ráða öryggisverði frá fyrirtækinu Securitas til að tryggja öryggi ráðstefnu- gesta. Ekki þarfað leita lengra aftur í tímann en til síðastliðins sumars til að sjá vandræði í kringum slíka ráðstefnu. Þá réðust umhverfisverndar- sinnar inn í fundarsal þar sem forráðamenn í ál- og orkuiðnaðinum réðu ráðum sínum, slettu á þá grænu skyri og voru með almenn upp- steyt. í framhaldi hélt hópur atvinnu mótmælenda upp á hálendi Islands, nánar tiltekið á svæðið í kringum Kárahnjúka, til að halda mótmælum vegna stóriðjustefnu stjórnvalda áfram. Þar voru framin ýmis skemmdar- verk og bæði stefndu mótmælendur sér og öðrum í hættu. Það var því full ástæða fyrir þá sem stóðu fyrir ráðstefnu gærdagsins til að hafa áhyggjur. Málið í heild sinni hefur beint sjónum almennings að því hvaða áhrif jafnvel fámennir hópar fólks með öfgafullar skoðanir geta haft. Full- yrða má að framkoma þeirra sem skyrinu slettu, sem og þeirra sem harðast gengu fram í mótmælum á austurlandi í sumar, hafi ekki orðið málstað umhverfisverndarsinna til framdráttar. I framkomu þeirra felst ennfremur talsverður tvískinnungur. Boðskapur fólksins var að fá- mennur hópur valdamikils fólks, hvort sem það voru stjórnmálamenn, ráðherrar eða viðskiptajöfrar, hefðu í krafti valda sinna knúið óvinsælt mál í gegn, þvert á vilja almennings. Á móti vildi þessi fámenni hópur umhverfisverndarsinna snúa þessari ákvörðun við, án þess í raun að sýna nokkurn tímann raunverulega fram á það fylgi sem málstaður þeirra hafði. I framhaldi má segja að í ljós hafi komið að almenningur hér á landi hefur lítinn sem engan áhuga á að láta slíka öfgahópa reka sig út í horn og neyða sig til ákvarðanatöku um viðkvæm málefni án þess að hafa tíma til að hugsa sig um. Þegar umhverfisverndarsinnar tóku sig síðan til og voru með friðsamleg mótmæli, með tónleikahaldi og öðrum list- rænum uppákomum, skilaði það mun meiri árangri en hinar róttæku aðgerðir mótmælenda í sumar. Þegar málin voru lögð upp án öfga fór almenningur að hugsa málið. Það er sú þunga skriða almenningsálitsins sem orsakað hefur viðsnúning í málinu, en ekki framkoma fámennra umhverifsverndarhópa. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar. Bæjarlind 14*16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolhrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaAÍ6 poLVUÐ UPp&riLUNGATtVANlW&>i BRV ALLfllt eTróK&KYTTURNMl VÍL\A $?iLA V/NS7X4 MFGiN. HÆKKX S>KAJJ^ °Gr AuKA ItiKiQárGjÖLO Þegar ég kaus hjá Framsókn Ég er svo mikill jafnaðarmaður í mér að ég kaus í prófkjöri Framsóknar- flokksins. Velferð Framsóknar- flokksins skiptir mig svo sem ekki ýkja miklu en ég á þar kunningja sem ég vil að komist til áhrifa, enda held ég að hann geti gert nokkuð gagn við stjórn borgarinnar. Þannig að ég ákvað að sýna sveigjanleik í stjórnmálaskoðunum mínum, setja hag borgarbúa í forgrunn og kjósa í prófkjöri Framsóknarflokksins. Sem mér finnst bara þó nokkuð göf- ugt af mér. Ekkert svindl Ég hefði vitaskuld ekki kosið í próf- kjörinu ef ég hefði þurft að ganga í Framsóknarflokkinn en þar sem flokkurinn er opinn í báða enda þurfti ég bara að mæta og skrifa undir plagg. Ég var reyndar töluvert flóttaleg til augnanna þegar ég gekk inn í Framsóknarmiðstöðina enda leið mér eins og ég væri að svindla mér inn í partí. Nú er ég löngu hætt að mæta í partí en ég veit af gam- alli reynslu að maður er venjulega fljótur að jafna sig eftir slíkt svindl. Það tekur nefnilega enga stund að svæfa samviskuna. Þegar til kom var ég eiginlega ekkert að svindla. Á plagginu stóð nefnilega: „Ég aðhyllist stefnu Framsóknar- flokksins“. Ég aðhyllist afar margt í lífinu, eins og til dæmis stefnu Framsóknarflokksins í stóriðju- málum svo ég skrifaði undir með góðri samvisku og sagði við sjálfan mig: „Þetta er flokkurinn sem við samfylkingarmenn munum mynda stjórn með í næstu kosningum svo það er tímabært að vera vinaleg.“ Frænka Reynis Trausta Svo kom að því að merkja við sex frambjóðendur. Ég setti minn kand- ídat í fyrsta sæti og frænku Reynis Traustasonar í annað, en Reynir hafði beðið mig fyrir hana. Svo varð ég stopp. Ekki gat ég kosið höfuðand- Kolbrún Bergþórsdóttir stæðinga mannsins sem ég hafði sett í fyrsta sæti. Þegar ég er í ham hef ég miskunnarlaust skap. Prófkjörs- barátta er stríð og þar einangrar maður óvininn. Ég varð að nota inn- sæið við að raða í næstu sæti. Ég hef alltaf heillast af nöfnum sem byrja á Ás - eða Ást og þarna var einmitt kona með nafn sem hentaði þessum smekk mínum. Ég skellti henni í þriðja sætið. Svo var þarna einhver Gestur Gestsson. Mér fannst ég kannast við það nafn.„Getur verið að þetta sé Gestur góði sem var einu sinni í Alþýðuflokknum?" hugsaði ég og merkti við hann til öryggis. Ég vildi ekki bregðast honum ef þetta skyldi vera hann. Þá voru eftir tvö nöfn. Þetta var orðið nokkuð erfitt. Ég skellti tölustöfunum 5 og 6 á ein- hverja frambjóðendur sem ég man ekki lengur nöfnin á. Þegar maður fer í prófkjör til að kjósa kunningja sinn og frænku vinar síns þá hefur maður ekki fulla athygli á öðrum frambjóðendum. „Óvenju mikið af frambjóðendum hjá svona litlum flokki,“ hugsaði ég þegar ég gekk út. Þegar ég var komin í vinnuna fór ég að velta því fyrir mér hvernig prófkjör enduðu þar sem kjósendur vissu ekkert hvað þeir væru að gera eftir að hafa kosið sitt fólk í tvö efstu sætin. Með þeirri aðferð er hætt við að hending ráði hverjir komist á lista. Kannski situr Framsóknar- flokkurinn uppi með furðulegan lista og það verður fólki eins og mér að kenna, hugsaði ég. En mundi þá að Framsóknarflokkurinn á víst bara möguleika á að koma einum manni inn í borgarstjórn. Ég held að kandídatinn minn verði sá maður. Þannig að ég var eiginlega bara að kjósa einn mann - og svo frænku Reynis Traustasonar. Höfundur er blaðamaður.. Klippt & skorið klipptogskond@vbl.is Stefán Jón Hafstein reynir nú allt sem hann getur til að blása lífi í kosn- ingabaráttu slna. Ekki er vanþörf á því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er kappinn nánast í frjálsu fylgisfalli og er nú með minnst fylgi þeirra þriggja sem sækjast eftir að leiða lista Samfylkingarinnar I Reykja- vlk. Ekki er langt sfðan hann leiddi baráttuna, en er nú skyndilega lentur I að þurfa að sækja verulega á. Staða hans hlýtur að vekja athygli, því þegar Samfylkingarmenn völdu leiötoga- efni sitt fyrir um fjórum árum sigraði Stefán þá baráttu með miklum bravör. Helsta vopn Stef- áns um þessar mundir er að hampa störfum sínum innan borgarinnar á slð- asta kjörtímabili. Þar hefur hann verið áberandi I menn- ingar- og menntamálum, þar sem hann hefur farið mikinn. Reyndar náði Steinunn Valdís borgarstjóri að stela senunni á dögunum þegar hún hækkaði laun almennra starfs- manna Reykavíkurborgar verulega. En Stefán er ekki af baki dottinn því hann hefur að undan- förnu haldið hvern blaðamannafundinn á fætur öðrum þar sem niðurstöður rannsókna eru kynntar, ýmis átaksverkefni o.s.frv. Svo duglegur er Stefán að undanfarna viku hefur hann haldið einn blaðamannafund á dag. Ekki amaleg afköst það. o Prátt fyrir þetta hefur framboð Stefáns ekki náðflugi. Stefán virðist nefnilega ekki átta sig á nýjum leikreglum prófkjara. Það virðist framsóknarmað- urinn Björn Ingi Hrafnsson hinsvegar gera en fátt virðist nú geta komið I veg fyrir sigur hans I prófkjöri flokksins. Mikil útlitsbreyting, sem innihélt að gleraugun voru látin fjúka, and- litið gert sólbrúnna og fataskápurinn var upp- færður samkvæmt nýjustu tísku, virðist skila sínu. Það er spurning hvort Stefán muni leita á sömu mið og birtist kjósendum á næstunni þar sem hann skartar nýju „lúkki". Kannski bölvar hann I hljóði yflr að hafa ekki kynnt sig betur fyrir kosningu um kynþokkafyllsta mann landsins á dögunum. Slfkt hefði líklega tryggt honum ófá atkvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.