blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöið Surtsey: Friðlandið marg- faldast að stærð Blaðiö/Frikki Um 440 hluta- eða einkahlutafélög í flokknum rekstur eignarhaldsfélaga voru skráð hér á landi í fyrra. Hagstofan: Tæplega 3.000 ný hlutafélög Alls voru 2938 ný hluta- og einka- hlutafélög skráð hér á landi á síð- asta ári. Árið áður voru 2.517 slík félög skráð hjá fýrirtækjaskrá ríkis- skattstjóra og hefur skáningum því fjölgað um 17% milli ára. Alls eru 22 þúsund hluta- og einkahlutafélög skráð hér á landi, og af þeim greiddu rúmlega 11 þúsund laun á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt Hag- stofu íslands sem birt var í gær. Fæst hlutafélög skráð á Austurlandi Flest félögin sem skráð voru í fyrra eru í flokknum fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta. I þeim flokki urðu til 1.263 ný fyrirtæki, sem er 43% af heildar- fjölda. Næst flest voru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð með 444 skráningar og verslun og ýmis viðgerðarþjónusta, þar sem 411 ný fyrirtæki urðu til í fyrra. Lang flest félög voru skráð á höfuðborgar- svæðinu eða 2.120. Þetta er um 72% allra nýskráninga á landinu, en það landsvæði sem næst best stóð sig hvað þetta varðar var Suðurland þar sem 199 ný fyrirtæki voru skráð. Að meðaltali voru 9,8 nýskráð hlutafélög og einkahlutafélög á hverja þúsund íbúa árið 2005. Höfuðborgarsvæðið var með flestar nýskráningar miðað við íbúafjölda, eða 11,3 á hverja þúsund íbúa en í öðru sæti var suðurlandi með 8,9 ný- skráningar. Fæst félög á hverja þúsund íbúa voru skráð á austurlandi, eða 5.6. Sigríður Anna Þórðardóttir undir- ritaði í gær nýja friðlýsingu fyrir friðlandið Surtsey. Það felur í sér umtalsverða stækkun friðlands- ins, svo innan þess verður ekki ein- ungis eyjan sjálf, heldur einnig allar eldstöðvar eyjarinnar. Gamla frið- landið var alls 1,4 ferkilómetrar að stærð en eftir breytinguna nær það yfir 65,5 ferkílómetra svæði. Til þess að stuðla að nægjanlegri verndun Surtseyjar er óheimilt að fara í land í Surtsey, eða kafa við eyjuna, nema til rannsókna og verkefna þeim tengdum og þá aðeins með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Uppbygging í Vestmannaeyjum f samtali við Blaðið í gær sagðist Sigríður ákaflega ánægð með að stækkun friðlandsins væri komið í gegn. „Þetta t e n g i s t Atlantsskip: í höfn í Hafnarfirði f gær var undirritaður samningur á milli Atlantsskipa og Hafnar- fjarðarbæjar um aðstöðu í Hafnar- fjarðarhöfn. Samningurinn gefur fyrirtækinu, sem áður var með aðstöðu í Kópavogi, kleift að þrefalda umráðasvæði sitt frá því sem nú er. Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri segir ánægjulegt að fá fyrirtækið í bæinn, enda verði um einn stærsta kúnna hafnar- innar að ræða. Surtsey áformum um að tilnefna eyjuna á heimsminjaskrá UNESCO,” segir Sigríður. Fram að þessu hefur almenn- ingi verið bannað að fara í land á eyjunni, og aðeins vísinda- menn fá að heimsækja hana, og þá aðeins með sícriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Hinsvegar hafa forráðamenn í Vestmannaeyjum hug á því að nýta eýjuna til að stykja ferða- mannaiðnaðinn þar. Sigríður telur að þetta geti farið saman: „Vestmannaeyjabær vill nýta sér nálægðina við þessa náttúruperlu til að byggja upp ferðaþjónustu. Ég hef þegar lýst því yfir að ég styð að starfsmaður Umhverfisstofnunar verði í framtíðinni staðsettur í Vestmannaeyjum. Hluti af aðstöðu hans gæti verið aðstaða með mögu- leika á ýmis konar sýningarhaldi og fræðslu fyrir almenning. Sú aðstaða gæti til að mynda borið nafnið Surts- eyjarstofa", segir Sigríður. ■ Háskólanemar aldrei fleiri Skráðir nemendur á háskólastigi á Islandi voru 16.835 haustið 2005 og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi nem- enda á háskólastigi hefur tæplega tvöfaldast síðan haustið 1998. Konur eru umtalsvert fleiri í hópi háskóla- nema en karlar, eða 63% á móti 37% körlum. Fjöldi nemenda sem stundar framhaldsmenntunn hér- lendis hefur ennfremur fimmfaldast á síðastliðnum áratug. Aukið fram- boð á framhaldsmenntun hefur leitt til þess að hlutfallslega færri sækja menntun erlendis. Aldrei hafa verið útskrifaðir fleiri doktorar frá íslenskum háskólum en árið 2005. Á sama tíma og útskrif- uðum doktorum fjölgar hérlendis virðast færri doktorar útskrifast frá erlendum háskólum. Þetta er vísbending um að aukið framboð á doktorsmenntun hérlendis leiði til þess að færri nemendur sæki sér doktorsmenntun erlendis. Eftir sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla fslands eru átta háskólar á íslandi. Með vaxandi fjölda nemenda hefur fjöl- mennum háskólum fjölgað. Haustið 2005 voru fjórir háskólar með fleiri en 1.000 nemendur. Háskóli fslands er langstærstur með rúmlega 9.000 nemendur en Háskólinn í Reykja- vík og Kennaraháskóli fslands hafa fleiri en 2.000 nemendur. Vefur Rannís greindi frá. ■ Marsibil í 2. sætið Fyrir mannleqri Munið að kjosa i laugardalshöllinni í dag frá 10 -18 Reykjavík er ekki fjölmenn borg á heimsmælikvarða. Það er vel raunhæft að tryggja öllum íbúum hennar mannsæmandi lifsskilyrði. Það á að vera forgangs- og metnaðarmál í mannlegri borg þar sem hver einstaklingur skiptir máli. marsibil.is / málefni / greinar / dagbók / myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.