blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
t
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaðiö
Göng eiturlyfjasmyglara finnast
Lengstu göng sem fundist hafa á landamœrum Mexíkó og Banda-
ríkjanna. Óttast að þau kunni einnig að hafa verið notuð til að
smyglafólki og hryðjuverkamönnum til landsins.
Göngin sem fundust á dögunum eru aö öllum líkindum þau lengstu sem gerð hafa verið
á milli Mexfkó og Bandaríkjanna.
Bandaríska landamæra-
gæslan hefur uppgötvað
löng og vönduð neðanjarðar-
göng sem liggja frá mexíkósku borg-
inni Tijuana til Otay í Bandaríkj-
unum. Göngin eru steypustyrkt, raf-
lýst og með fullkomnu loftræstikerfi.
Mexíkósk yfirvöld segja að þau séu
kílómetra löng en samkvæmt mæl-
ingum bandarískra yfirvalda eru
þau nokkru styttri, eða 727 metrar.
Þau liggja 26 metra neðanjarðar
og eru mun lengri en þau rúmlega
20 göng sem hafa fundist við landa-
mærin á undanförnum árum. „Við
teljum, satt best að segja, að þetta
séu stærstu göng sem hafa nokkurn
tíma komið í ljós á landamærunum
í suðvesturhluta landsins,“ sagði
Michael Unzueta, fulltrúi landa-
mæra- og tollayfirvalda í San Diego.
Grunur leikur á að göngin hafi
verið notuð til að smygla eitur-
lyfjum til Bandarikjanna, en meira
en tvö tonn af marijúana fundust í
þeim. Yfirvöld óttast einnig að þau
kunni að hafa verið notuð til að
smygla ólöglegum innflytjendum
til Bandaríkjanna og jafnvel kunni
hryðjuverkamenn að hafa nýtt sér
þau.
Kazimierz Mardnkiewicz, forsætisráðherra Póllands, leggur blómsveig að minnismerki
um helförina í Auswitz.
Helfararinnar minnst
víða um heim
Helfararinnar gegn gyðingum í síð-
ari heimsstyrjöldinni var minnst
víða um heim í gær. Sameinuðu
þjóðirnar ákváðu í fyrra að helga 27
janúar á hverju ári minningu þeirra
6 milljóna gyðinga sem létust í síðari
heimsstyrjöldinni. Sá dagur markar
upphaffrelsunarfangaíútrýmingarö
búðum nasista í Auschwitz í suður-
hluta Póllands.
Stanislaw Dziwisz, erkibiskup í
Kraká, hvatti Pólverja til að kveikja á
kertum í gluggum sínum í virðingar-
skyni við minningu þeirra sem létu
lífið. Þeim þremur milljónum gyð-
inga sem bjuggu í Póllandi var nærri
útrýmt í stríðinu.
Mannlaus sporvagn merktur
Davíðsstjörnunni, líkur þeim sem
notaðir voru í hverfum gyðinga á
stríðstímanum, gekk um götur Var-
sjár í gær en stærsta gyðingasamfé-
lag heimsins utan New York var í
borginni áður en styrjöldin braust
Bílalei$ubílar erlendis
sparaðu tíma, peninga og fyrirhöfn.
Yfir 375.000 bíla floti
í fleiri en 80 löndum um allan heim.
I Meira en 3000 afgreióslustaóir
meóal annars á öllum stærri flugvöllum.
bókaðu bílinn heima:
04616010
BILALEIGA
AKUREYRAR
Alamo
þínar þarfir - okkar þjónusta.
Bókanir erlendis i 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is
„Engar danskar vörur" stendur á skilti í stórmarkaði í Riyadh.
Myndbirting Jótlandspóstsins dregur dilk. á eftir sér:
Sádí Arabar kalla
heim sendiherra sinn
Sádí Arabía kallaði sendiherra sinn
í Danmörku heim á fimmtudag til
að mótmæla birtingu skopmynda
af Múhammeð spámanni í Jótlands-
póstinum á síðasta ári. Birting
myndanna leiddi til mótmælaöldu
í múslímskum löndum, enda er
óheimilt samkvæmt kóraninum að
birta myndir af spámanninum.
Myndbirtingunni var ennfremur
mótmælt í Riyadh, höfuðborg Sádí
Arabíu og borgarbúar hvattir til að
sniðganga danskar vörur, svo sem
osta og snyrtivörur.
Per Stig Moller, utanríkisráðherra
Dana, sagði í sjónvarpsviðtali að
hann hefði farið fram á formlega
skýringu frá yfirvöldum í Sádí
Arabíu um að kalla heim sendiherra
sinn. Hann sagði jafnframt að ríkis-
stjórnin gæti ekki gripið fram
fyrir hendurnar á dagblaðinu sem
hefur neitað að biðjast afsökunar á
myndunum á grundvelli tjáningar-
frelsis. „Við höfum tjáningarfrelsi í
Danmörku og sýnum öðrum trúar-
brögðum umburðarlyndi," sagði
Moller.
þú vilt aö hrökkbrauðið þitt sé hollt en líka sérlega bragðgott
velja Burger hrökkbrauð. í því er enginn viðbættur sykur
og ekkert ger. Svo er bragðið er ómótstæðilegt. Það er engin
tilviljun að Burger er mest selda hrökkbrauðið á íslandi.
BURPER