blaðið - 28.01.2006, Síða 4

blaðið - 28.01.2006, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöið Surtsey: Friðlandið marg- faldast að stærð Blaðiö/Frikki Um 440 hluta- eða einkahlutafélög í flokknum rekstur eignarhaldsfélaga voru skráð hér á landi í fyrra. Hagstofan: Tæplega 3.000 ný hlutafélög Alls voru 2938 ný hluta- og einka- hlutafélög skráð hér á landi á síð- asta ári. Árið áður voru 2.517 slík félög skráð hjá fýrirtækjaskrá ríkis- skattstjóra og hefur skáningum því fjölgað um 17% milli ára. Alls eru 22 þúsund hluta- og einkahlutafélög skráð hér á landi, og af þeim greiddu rúmlega 11 þúsund laun á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt Hag- stofu íslands sem birt var í gær. Fæst hlutafélög skráð á Austurlandi Flest félögin sem skráð voru í fyrra eru í flokknum fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta. I þeim flokki urðu til 1.263 ný fyrirtæki, sem er 43% af heildar- fjölda. Næst flest voru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð með 444 skráningar og verslun og ýmis viðgerðarþjónusta, þar sem 411 ný fyrirtæki urðu til í fyrra. Lang flest félög voru skráð á höfuðborgar- svæðinu eða 2.120. Þetta er um 72% allra nýskráninga á landinu, en það landsvæði sem næst best stóð sig hvað þetta varðar var Suðurland þar sem 199 ný fyrirtæki voru skráð. Að meðaltali voru 9,8 nýskráð hlutafélög og einkahlutafélög á hverja þúsund íbúa árið 2005. Höfuðborgarsvæðið var með flestar nýskráningar miðað við íbúafjölda, eða 11,3 á hverja þúsund íbúa en í öðru sæti var suðurlandi með 8,9 ný- skráningar. Fæst félög á hverja þúsund íbúa voru skráð á austurlandi, eða 5.6. Sigríður Anna Þórðardóttir undir- ritaði í gær nýja friðlýsingu fyrir friðlandið Surtsey. Það felur í sér umtalsverða stækkun friðlands- ins, svo innan þess verður ekki ein- ungis eyjan sjálf, heldur einnig allar eldstöðvar eyjarinnar. Gamla frið- landið var alls 1,4 ferkilómetrar að stærð en eftir breytinguna nær það yfir 65,5 ferkílómetra svæði. Til þess að stuðla að nægjanlegri verndun Surtseyjar er óheimilt að fara í land í Surtsey, eða kafa við eyjuna, nema til rannsókna og verkefna þeim tengdum og þá aðeins með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Uppbygging í Vestmannaeyjum f samtali við Blaðið í gær sagðist Sigríður ákaflega ánægð með að stækkun friðlandsins væri komið í gegn. „Þetta t e n g i s t Atlantsskip: í höfn í Hafnarfirði f gær var undirritaður samningur á milli Atlantsskipa og Hafnar- fjarðarbæjar um aðstöðu í Hafnar- fjarðarhöfn. Samningurinn gefur fyrirtækinu, sem áður var með aðstöðu í Kópavogi, kleift að þrefalda umráðasvæði sitt frá því sem nú er. Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri segir ánægjulegt að fá fyrirtækið í bæinn, enda verði um einn stærsta kúnna hafnar- innar að ræða. Surtsey áformum um að tilnefna eyjuna á heimsminjaskrá UNESCO,” segir Sigríður. Fram að þessu hefur almenn- ingi verið bannað að fara í land á eyjunni, og aðeins vísinda- menn fá að heimsækja hana, og þá aðeins með sícriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Hinsvegar hafa forráðamenn í Vestmannaeyjum hug á því að nýta eýjuna til að stykja ferða- mannaiðnaðinn þar. Sigríður telur að þetta geti farið saman: „Vestmannaeyjabær vill nýta sér nálægðina við þessa náttúruperlu til að byggja upp ferðaþjónustu. Ég hef þegar lýst því yfir að ég styð að starfsmaður Umhverfisstofnunar verði í framtíðinni staðsettur í Vestmannaeyjum. Hluti af aðstöðu hans gæti verið aðstaða með mögu- leika á ýmis konar sýningarhaldi og fræðslu fyrir almenning. Sú aðstaða gæti til að mynda borið nafnið Surts- eyjarstofa", segir Sigríður. ■ Háskólanemar aldrei fleiri Skráðir nemendur á háskólastigi á Islandi voru 16.835 haustið 2005 og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi nem- enda á háskólastigi hefur tæplega tvöfaldast síðan haustið 1998. Konur eru umtalsvert fleiri í hópi háskóla- nema en karlar, eða 63% á móti 37% körlum. Fjöldi nemenda sem stundar framhaldsmenntunn hér- lendis hefur ennfremur fimmfaldast á síðastliðnum áratug. Aukið fram- boð á framhaldsmenntun hefur leitt til þess að hlutfallslega færri sækja menntun erlendis. Aldrei hafa verið útskrifaðir fleiri doktorar frá íslenskum háskólum en árið 2005. Á sama tíma og útskrif- uðum doktorum fjölgar hérlendis virðast færri doktorar útskrifast frá erlendum háskólum. Þetta er vísbending um að aukið framboð á doktorsmenntun hérlendis leiði til þess að færri nemendur sæki sér doktorsmenntun erlendis. Eftir sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla fslands eru átta háskólar á íslandi. Með vaxandi fjölda nemenda hefur fjöl- mennum háskólum fjölgað. Haustið 2005 voru fjórir háskólar með fleiri en 1.000 nemendur. Háskóli fslands er langstærstur með rúmlega 9.000 nemendur en Háskólinn í Reykja- vík og Kennaraháskóli fslands hafa fleiri en 2.000 nemendur. Vefur Rannís greindi frá. ■ Marsibil í 2. sætið Fyrir mannleqri Munið að kjosa i laugardalshöllinni í dag frá 10 -18 Reykjavík er ekki fjölmenn borg á heimsmælikvarða. Það er vel raunhæft að tryggja öllum íbúum hennar mannsæmandi lifsskilyrði. Það á að vera forgangs- og metnaðarmál í mannlegri borg þar sem hver einstaklingur skiptir máli. marsibil.is / málefni / greinar / dagbók / myndir

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.